Fréttablaðið - 29.06.2017, Side 31

Fréttablaðið - 29.06.2017, Side 31
Vinsældir dróna fara vaxandi enda sjá ýmsir sér hag í því að nýta þá, bæði ein- staklingar og fyrirtæki,“ segir Arnar Þór Þórsson hjá fyrirtækinu Drone fly á Krókhálsi 6. Hann segir dróna mjög vinsæla í auglýsinga- og kvikmyndagerð en þeir nýtist fjölmörgum öðrum. „Bændur eru til dæmis mjög hrifnir af drónum enda eru þeir mjög vinnusparandi. Þeir geta leitað að kindum og skoðað girðingar. Drone fly vinnur nú að því að hanna flautu fyrir bændur til að nota við smala- mennsku. Þá hafa garðyrkjumenn til dæmis notað þá til að taka fyrir og eftir myndir,“ lýsir Arnar. Mikil gæði í DJI-drónum Dronefly hefur til sölu DJI dróna sem eru afar notendavænir. „Þeir tengjast allt að 21 gervitungli og stinga þannig ekki af undan vindi. Þeir halda sér á punktinum ef fjarstýringu er sleppt og eru þar af leiðandi mjög stöðugir. Þeir koma sjálfir heim á heimapunkt og geta einnig elt þig. Þeir bjóða upp á marga fleiri eiginleika sem hjálpa þér að ná þínu fullkomna skoti,“ segir Arnar. Hann bætir við að DJI drónarnir hafi svokallað gáfað batt erí. „Dróninn lætur vita ef hann er að verða bat- teríslaus og passar að láta vita í tíma svo að nóg sé eftir á batteríinu til að snúa við og fljúga heim. Þá byrjar hann að lækka flugið ef hættu- lega lítil hleðsla er á batteríinu.“ Leigja út flugmenn og stöðugleikakerfi Stór hluti af starfsemi Dronefly er útleiga á drónum sem stjórnað er af starfsmönnum fyrirtækisins en þeir eru með um fimm ára reynslu í að fljúga drónum. „Við erum með dróna sem henta í hvaða verkefni sem er, allt frá litlum auglýsingum upp í þær stærstu. Við erum einnig að leigja út „Ronin Gimbal“ sem er stöðugleikakerfi fyrir myndavélar en það hentar bæði fyrir DSRL vélar upp í nánast fullvaxnar kvikmyndavélar.“ Sérhæfð viðgerðarþjónusta Hjá Dronefly er rekin viðgerðar- þjónusta sem sérhæfir sig í viðgerðum á drónum. Hátækni- verkfræðingur með sérmenntun í ómönnuðum loftförum frá Bretlandi starfar þar við viðgerðir. „Við gerum við allar tegundir flygilda, og eigum flesta varahluti til á lager fyrir DJI dróna. Við græjum þá á einum eða tveimur dögum ef varahluturinn er til á lager hjá okkur.“ Dronefly mun einnig bjóða upp á námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. „Þar förum við yfir það helsta sem þarf að vita varðandi reglur, umhirðu og við- hald á drónanum og svo auðvitað hvernig á að fljúga í fyrsta skipti og hvernig skal bregðast við og koma í veg fyrir óhöpp,“ segir Arnar. Dronefly, Krókhálsi 6, s. 566-6666. Nánari upplýsingar má nálgast á www.dronefly.is. Vaxandi vinsældir dróna Dronefly sér um sölu á DJI drónum fyrir áhugafólk og fagfólk. Boðið er upp á sérhæfða viðgerðarþjónustu og reynslumiklir flugmenn Dronefly taka ljósmyndir og myndbönd fyrir auglýsingar og önnur verkefni. Dronefly rekur viðgerðarverkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum á drónum. Dronefly hefur til sölu stóra og smáa dróna af gerðinni DJI í verslun sinni að Krókhálsi 6. Stór hluti af starfsemi Drone- fly er útleiga á drónum sem stjórnað er af reynslumiklum starfsmönnum fyrirtækisins. MynDIr/Eyþór DJI Spark, fyrsti mínídróninn frá DJI. Dróninn er útbúinn skynjara sem les handahreyfingar og því er hægt að stjórna honum með höndunum. Dronefly leigir einnig úr ronin Gimbal stöðugleika- kerfi fyrir myndavélar. FóLK KynnInGArBLAÐ 3 F I M MT U DAG U r 2 9 . J ú N í 2 0 1 7 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 9 -B E 9 C 1 D 3 9 -B D 6 0 1 D 3 9 -B C 2 4 1 D 3 9 -B A E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.