Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2017, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 29.06.2017, Qupperneq 34
Takmarkið er auðvitað að líða eins og The Great Gatsby þegar maður mætir í flott teiti.“ Hann segir sumarið að mestu leyti fara í að klára vertíðina í Súpufélaginu. „Svo vonast ég til þess að komast inn í skóla í Stokkhólmi í haust þar sem mig langar til að læra tónlistarstjórnun. Annars er framtíðin óljós og ég elska það!“ Hvenær fékkstu áhuga á tísku? Ég myndi ekki segja að ég hafi neinn rosalegan áhuga á tísku þannig séð en ég hef mikinn áhuga á stíl og að þróa eigin persónulega stíl. Fyrir mér er tíska eitthvað sem gengur yfir en stíll er óendanlegur. Hvað einkennir klæðnað karla í dag? Það er mikill metnaður í gangi. Mér finnst strákarnir, sér- staklega hér á Íslandi, farnir að klæða sig miklu betur en þeir gerðu þegar ég var yngri. Hjóla- brettatískan með buxum niður á hné var alveg glötuð að mínu mati. Núna klæða strákar sig meira „sleek“ og í þrengri föt en áður og þora að fara eigin leiðir í fatavali sem mér finnst töff. Áttu þér uppáhaldsverslanir? Kormákur og Skjöldur eru með rosalega flottar vörur, ég var mikill aðdáandi Munda á sínum tíma og einnig finnst mér Kyrja flott merki. Við eigum marga frábæra fatahönnuði hér á landi svo það er synd hvað við sækjum mikið í ódýrar fjöldaframleiðslubúðir. Hér höfum við aðgang að vönduðum flíkum frá íslenskum hönnuðum sem eru bæði einstakar og endast í mörg ár. Ég held að það sé að breytast smátt og smátt samt sem áður. Uppáhaldshönnuðir þínir? Ég og kærastinn minn eigum það sam- eiginlegt að vera miklir aðdáendur Burberry. Við splæsum því öðru hverju í flík þaðan og skiptumst á að nota hana. Burberry er rosalega dýrt merki svo þetta er besta leiðin fyrir okkur. Síðast keyptum við rosalega fallegan leðurjakka sem við höfum báðir notað mikið. Eyðir þú miklu í föt? Ég eyði ekki eins miklum pening í föt og mig langar. Ég hef t.d. aldrei keypt föt á netinu og ég held að það sé af hræðslu við að missa mig og tæma bankareikninginn. Áttu þér uppáhaldsflík? Ég á rosalega fallegan jakka frá Dior sem mér þykir mjög vænt um. Verst að ég passa ekki í hann í augnablikinu en það er ágætt. Hann er svoldið áberandi svo það má bara klæðast honum við sér- stök tilefni. Bestu og verstu kaup þín? Verstu kaupin var gulbleikur gervileðurjakki sem ég keypti í Herra Hafnarfirði þegar ég var unglingur. Ég bara vona að það séu ekki til myndir af mér í þeim hryllingsjakka, það væri niður- lægjandi. Bestu kaupin var léttur frakki frá franska hönnuðinum Sandro-Paris. Hann er klassískur í sniðinu og ég get notað hann við öll tilefni. Notar þú fylgihluti? Nei! Ég týni alltaf úrum og armböndum og ég gleymi að taka af mér hálsfestar þannig að ég kyrki mig á þeim í svefni. En flott belti getur bætt lúkkið til muna. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Margir muna eftir Daníel Óliver sem tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarps- ins árið 2015 með sænskíslenska þríeykinu Cadem. Daníel, sem er 31 árs gamall, er lagahöfundur, söngvari og kemur auk þess að rekstri Súpufélagsins í Vík í Mýrdal í sumar. Síðustu fimm ár hefur hann þó aðallega búið og starfað í Stokkhólmi og unnið við tónlist. „Undanfarið hef ég aðallega samið tónlist fyrir aðra listamenn, eða svo kallað „ghost writing“. Ég kom til Íslands vegna smá Svíþjóðar- leiða og ákvað að opna Súpufélagið ásamt mömmu minni og frænku. Þar bjóðum við upp á girnilegar súpur í lífrænum umbúðum. Í frí- stundum spila ég badminton og mér finnst ekkert skemmtilegra en að hitta vini mína, fá mér í glas á einhverjum kósí stað og ræða daginn og veginn.“ Honum finnst best að klæða sig hversdags á klassískan hátt. „Ég blanda oft saman t.d. rifnum galla- buxum og fínni skyrtu eða aðeins fínni buxum og stuttermabol. Samt finnst mér gaman að klæða mig fínt þegar tilefni gefst til og þá vil ég vera í vönduðum klæðnaði. Elskar óljósa framtíðina Undanfarin ár hefur Daníel Óliver búið og starfað í Stokkhólmi sem lagahöfundur og söngvari. Honum finnst gaman að þróa eigin fatastíl og heldur mikið upp á Burberry-fatamerkið. Hér klæðist Daníel kamel- lituðum frakka úr Zöru, buxum frá Levi’s og skyrtu frá Ralph Lauren.  MYNDiR/ERNiR Í jakka frá Andrexx Gentleman, buxum frá G-Star og skóm úr samstarfsverk- efni H&M og Balmain.  Burberry-leðurjakkinn er í miklu uppáhaldi hjá Daníel og kærastanum. Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Smart sumarföt, fyrir smart konur KRINGLUNNI | 588 2300 40% 60% ÚTSALA T I L A F S L ÁT T U R 6 KYNNiNGARBLAÐ FÓLK 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F i M MT U DAG U R 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 9 -A 5 E C 1 D 3 9 -A 4 B 0 1 D 3 9 -A 3 7 4 1 D 3 9 -A 2 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.