Fréttablaðið - 29.06.2017, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 29.06.2017, Blaðsíða 56
AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is mma Það er farið að styttast í að Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígi aftur inn í búrið hjá Invicta-bar- dagasambandinu. Það gerir hún þann 15. júlí næstkomandi í Kansas City en það verður mikil bardaga- helgi fyrir Mjölnisfólk því Gunnar Nelson berst í Glasgow degi síðar. „Ég reikna með því að þetta verði minn erfiðasti bardagi til þessa,“ segir Sunna en hún berst við hina bandarísku Kelly D'Angelo sem er 2-0 sem atvinnumaður rétt eins og Sunna. Þetta er aftur á móti fyrsti bardagi D'Angelo hjá Invicta. „Hún er boxari og er ósigruð í hnefaleikum. Hún á líka góðan áhugamannaferil. Þetta virðist vera hörkuandstæðingur og ég reikna með því að hún sé grjóthörð. Þann- ig vil ég líka hafa það. Ég vil alltaf fá sterkari andstæðinga og það er kominn tími á að hún prófi að tapa einu sinni,“ segir Sunna ákveðin og glottir. Draumaæfingabúðir Hún barðist síðast við Mallory Martin í mars og vann þá á dóm- araúrskurði eftir rosalegan bardaga sem valinn var bardagi kvöldsins. Æfingabúðirnar hjá Sunnu hafa verið mjög góðar en hún hefur meðal annars æft með UFC-stúlk- unni Joanne Calderwood sem er að berjast sama kvöld og Gunnar. „Þetta eru bestu æfingabúðir sem ég hef upplifað. Það var ekki bara JoJo sem hefur æft með mér því Jinh Yu Frey hefur líka verið með okkur en hún er í Invicta eins og ég. Það er frábært að æfa með þeim og við erum orðnar góðar vinkonur. Við vinnum líka vel saman og það er ómetanlegt að fá þær hingað. Þetta hafa verið draumaæfingabúðir,“ segir Sunna hamingjusöm en hún náði viku með þeim og óskaði þess að geta haft þær lengur. Vinna í fellunum Sunna hefur verið vinsæl hjá áhorf- endum í Kansas City þau skipti sem hún hefur barist þar en nú er hún að berjast við heimakonu og þarf að venjast því að meirihluti áhorfenda verði á móti henni. „Það verður örugglega stemning þarna eins og alltaf. Meira örugg- lega þar sem hún er að berjast. Ég er alltaf spennt, sama við hverja ég berst. Ég hlakka bara til,“ segir Sunna en hún er að fara að mæta boxara eins og áður segir. Hvað er hún þá að leggja áherslu á að æfa helst í aðdragandanum? „Ég hef lagt meiri áherslu á boxið mitt sem og að vera slök. Vera með afslappaðar hreyfingar í góðu flæði. Ég hef líka verið að vinna í fellun- um mínum. Þar sem hún er boxari reikna ég ekki með því að hún vilji fara mikið í gólfið. Ég verð tilbúin að boxa við hana en ég verð alveg til í að fara líka í gólfið með henni og tuska hana aðeins til þar.“ Er mjög hörð við mig Mörgum bardagaköppum finnst erfitt að bíða vikurnar fram að bar- daga og þessi tími er upp og niður hjá okkar konu. „Maður fer í gegnum allan til- finningaskalann. Maður á góða og slæma daga. Í heildina eru fleiri dagar góðir. Maður er að setja aukið álag á sig í æfingum og mataræði. Aginn er í botni og maður er harður við sig. Það þýðir ekkert annað og ef maður er með markmið verður allt auðveldara. Mér finnst gott að bíða eftir bardaga því þá hefur maður að einhverju að stefna. Svo veit maður að það er uppskera fram undan. Það snýst allt um bardagann og ég er til í að gera allt sem ég þarf að gera til að ná árangri. Þá get ég notið þess eftir á og ég sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigur- vegari. Maður er svolítið það sem maður hugsar og borðar. Mér líður sjaldan betur en þegar aginn er í botni.“ henry@frettabladid.is Aginn er í botni Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. Sunna er í gríðarlega góðu formi. mynD/Sóllilja baltaSarSDóttir tilbúin i slaginn. Sunna hefur lagt mjög hart að sér síðustu vikur og ætlar að sýna allar sínar bestu hliðar í Kansas um miðjan næsta mánuð. mynD/Sóllilja baltaSarSDóttir Það snýst allt um bardagann og ég er til í að gera allt sem ég þarf að gera til að ná árangri. Sunna Tsunami 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F I m m T U D a G U R32 S p o R T ∙ F R É T T a B L a ð I ð 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 9 -9 2 2 C 1 D 3 9 -9 0 F 0 1 D 3 9 -8 F B 4 1 D 3 9 -8 E 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.