Fréttablaðið - 29.06.2017, Page 62
TónlisT
Kammertónleikar
★★★★★
Verk eftir: Brahms, Kodaly, Bartók,
Halvorsen, Cage og fleiri.
Flytjendur voru allir þátttakendur á
Reykjavík Midsummer Music.
Eldborg í Hörpu
sunnudaginn 25. júní
Á lokatónleikum Reykjavík Mid
summer Music var eins konar óvissu
dagskrá, því hún var ekki prentuð.
Maður vissi ekki fyrirfram hvað átti
að leika, sem var spennandi.
Gaman var að fólki skyldi komið
á óvart, verri var óvissan í miðasöl
unni á undan. Allmargir gestir, e.t.v.
flestir, voru með hátíðarpassa sem
gilti á alla tónleika hátíðarinnar.
Tónleikarnir nú voru haldnir í Eld
borg, þar sem eru númeruð sæti, en
ekki í Norðurljósum eins og hinir
viðburðir hátíðarinnar í Hörpu.
Þegar fólk ætlaði inn í salinn var
þeim sagt að fara niður í miðasölu
til að velja sér sæti. Þar myndaðist
löng og mikil röð, því aðeins einn
var að afgreiða. Er tónleikarnir voru
alveg að fara að hefjast, og röðin enn
hin lengsta, var gestum hins vegar
tilkynnt að þeir ættu að flýta sér
upp í sal og mættu velja sér sæti í
tilteknum röðum. Þetta skapaði
merkjanlegan pirring meðal fólks
að vera þannig sent fram og til baka
að ástæðulausu.
Eftir þessa byrjunarörðugleika
hófust tónleikarnir. Dagskráin var
bland í poka og var í fjörlegri kant
inum. Þar kenndi margra grasa.
Atriðin voru flest stutt og óþarfi
að telja þau öll upp. Það fyrsta var
Passakalían eftir Halvorsen sem þau
Rosanne Philippens fiðluleikari og
István Várdai sellóleikari léku af
eftirminnilegum glæsibrag. Síðan
tók við runa af verkum sem voru
flutt af tveimur eða fleiri hljóðfæra
leikurum, og smám saman komu
fram allir flytjendur hátíðarinnar.
Víkingur Heiðar Ólafsson kynnti
dagskrána. Hann sagði í leiðinni frá
hljóðfærunum sem var leikið á, og
ekki var laust við að það færi um
mann að heyra hversu verðmæt
þau voru. Þarna var t.d. sellóið sem
einn frægasti sellisti 20. aldarinnar,
Jaqueline du Pré, lék á, en hún lést
langt fyrir aldur fram. Enn merki
legri var fiðlan sem enginn annar
en Napoleon Bonaparté átti, en það
var Sayaka Shoji sem spilaði á hana.
Andrúmsloftið var létt á tónleik
unum. Víkingur var hinn skemmti
legasti sem kynnir og mörg atriðin
voru frábær. Fyrsti kaflinn í gmoll
píanókvartettinum eftir Brahms var
sérlega vel fluttur, sama má segja
um rúmenska dansa eftir Bartók,
vals eftir Cage, sönglag eftir Fauré í
sellóútsetningu og spuna.
Opening eftir Philip Glass sem
Víkingur lék ásamt Strokkvartett
inum Sigga var hrífandi fagurt, og
þeim mun aðdáunarverðara sem
strokkvartettinn var nýbúinn að
flytja kvartett eftir Morton Feldman
í Mengi fyrr um daginn. Hann tók
rúma fimm klukkutíma! Tónleik
arnir nú voru líka heldur langir, þrír
tímar er ansi ríflegt, verður að segj
ast. Að öðru leyti var þetta notaleg
stund og flottur endir á metnaðar
fullri hátíð. Jónas Sen
niðursTaða: Lokatónleikar Reykja-
vík Midsummer Music voru líflegir og
áheyrilegir.
Langar raðir flytjenda og tónleikagesta
L itrík verk mæta augum í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu í Reykjavík. Sum þeirra eru máluð á gamla nytjahluti og teygja sig jafnvel út á
veggina. Sýningin ber titilinn River
únd bátur og Davíð segir hana fjalla
um forgengileika listamannsins.
Kveðst þó ekki vera að segja sögur,
ekki í þetta skiptið. „En maður
fær á tilfinninguna að eitthvað sé
nýbúið að gerast eða eitthvað sé að
fara að gerast,“ segir hann og bætir
við til skýringar: „Málverkin mín
eru þannig að þau eru á einhverri
línu sem er abstrakt en þó með
tengingar við raunheima, samt
eru engar fígúrur, engar persónur,
heldur táknmyndir sem koma fram,
kannski blóm? – hvað sem er.“
Davíð Örn segir titla verkanna
annaðhvort hjálpa fólki að ráða í
þau eða villa algerlega fyrir. „Það
eru bara mínir eigin prívat brand
arar sem hjálpa mér að muna hvaða
málverk er um að ræða. Engar alger
lega heilagar reglur.“
Hann notar húsgögn og hurðir og
hvað sem er til að mála á. Fer hann
kannski í hús og málar á gamlar
hurðir fyrir fólk? „Ha, ha, nei, en
ég hef málað eitt borðstofuborð
fyrir vinafólk mitt. Ég er með opna
vinnustofu, ef fólk er að henda ein
hverju sem ég gæti nýtt mér. Á þess
ari sýningu eru nokkrar myndir
málaðar á skáphurðir úr sömu
innréttingunni. Svo eru hér tvær
borðplötur, önnur úr leikskóla og
hin grunnskóla,“ bendir hann á og
hefur augljóslega leyft gömlum tölu
stöfum að halda sér á annarri plöt
unni. Er alltaf gaman hjá honum í
vinnunni? „Já, já. Núna er ég samt
kominn í frí. Málið er að ég er búinn
að vanrækja tíu mánaða son minn
og heimili síðustu vikur og er að
reyna að bæta það upp nú þegar ég
er búinn að ýta sýningunni úr vör.
Síðar stilli ég upp nýrri vinnustofu
og byrja að mála fyrir næstu sýn
ingu. Það kemur að því.“
Á abstraktlínu en þó með
tengingar við raunheima
Davíð Örn Halldórsson myndlistarmaður er með sýningu í
Hverfisgalleríi sem nefnist River únd bátur. Titlar verkanna
gera ýmist að hjálpa fólki að ráða í verkin eða villa um fyrir því.
„Maður hefur á tilfinningunni að eitthvað sé nýbúið að gerast,“ segir Davíð Örn í Hverfisgalleríi. Fréttablaðið/Ernir
Skrifborð nefnist þetta verk sem er 71x100 cm.
brúðarbíllinn – brúðubíllinn 43x152 cm.
rosanne Philippens og istván Várdai. Fréttablaðið/anDri Marinó
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
-50%
Jarðarber
250 GR ASKJA
199 KRASKJAN
ÁÐUR: 398 KR/ASKJAN
2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F i M M T u D a G u r38 M e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð
menning
2
9
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
3
9
-6
5
B
C
1
D
3
9
-6
4
8
0
1
D
3
9
-6
3
4
4
1
D
3
9
-6
2
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K