Fréttablaðið - 29.06.2017, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 29.06.2017, Blaðsíða 69
Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Á sýningunni er sjónum beint að öllum ferli listamannsins allt frá tréskurðarnámi hjá Ríkharði Jóns- syni og til síðustu ára listamanns- ins. Sýnd eru verk unnin í ýmis efni þar á meðal verk höggvin úr tré, steinsteypu og brons. Á sýningunni eru jafnframt frummyndir þekktra verka sem stækkuð hafa verið og sett upp víða um land. Hönnuður sýningarinnar er Finnur Arnar Arnarson og er framsetning verk- anna með þeim hætti að í einstakri umgjörð Ásmundarsafns fá þau nýtt og kröftugt samhengi. Hvað? Kjarval – lykilverk Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstöðum Á sýningunni gefst gott tækifæri til að kynnast mörgum lykilverkum frá ferli listamannsins og fá innsýn í þau meginstef sem voru uppistað- an í lífsverki hans. Annars vegar landið í öllum sínum fjölbreyti- leika og hins vegar það líf og þær táknmyndir sem Kjarval skynjaði í landinu, það sem hugurinn nemur ekki síður en það sem augað sér. Hvað? Fjársjóður þjóðar – valin verk úr safneign Hvenær? 10.00 Hvar? Listasafn Íslands Í fórum Listasafns Íslands eru á tólfta þúsund verka af ýmsum gerðum, frá ýmsum löndum og ýmsum tímum. Á sýningunni Fjár- sjóður þjóðar er dágott úrval verka úr þessari safneign, sem gefur yfir- lit yfir þróun myndlistar á Íslandi frá öndverðri nítjándu öld til okkar daga. Sýningin dregur fram, með aðstoð um áttatíu listaverka, fjölbreytni þeirra miðla og stíl- brigða sem einkenna þessa stuttu en viðburðaríku sögu. Hvað? Taugafold VII Hvenær? 10.00 Hvar? Listasafni Íslands Hrafnhildur Arnardóttir (f. 1969), einnig þekkt sem Shoplifter, er íslenskur myndlistarmaður sem búsett er í New York. Á undan- förnum 15 árum hefur hún á umfangsmikinn hátt kannað notk- un og táknrænt eðli hárs, og sjón- ræna og listræna möguleika þess- arar líkamlegu afurðar. Í verkum sínum fæst hún við sögu þráhyggju mannsins gagnvart hári og hvernig má upplifa hár sem birtingarmynd sköpunar í nútímamenningu, sem tekst á við hugmyndir á mörkum þráhyggju eða blætis. Hvað? Eldrúnir (Pyroglyphs) Hvenær? 10.00 Hvar? Listasafn Íslands Upphaflegur hvati að verkinu Eldrúnir var hin ævaforna iðn járnsmiðsins sem fljótlega breytt- ist í tónverk ... Með orðum Steinu: „Árið 1994 eyddi ég löngum stund- um í eldsmiðju Toms Joyce og tók upp myndskeið af smíði hans á járnhliði. Mér þóttu járnhlið helst til efnismikil, svo ég beindi vélinni að gneistandi og kraumandi málminum sem logarnir, þjalirnar og steðjarnir mótuðu – snöggum blossunum ... Við Tom deilum ómældri aðdáun á eldi – sem fyrir- bæri og sem miðli sem umbreytir öðrum efniviði ... sem ummynd- unarmiðli.“ Hljómsveitin Migos, sem spilar hér á landi í ágúst, var valin besta rapp- hljómsveitin á BET verðlaunaaf- hendingunni sem fór fram á sunnu- daginn var. Þó gekk BET athöfnin ekki slysa- laus fyrir sig fyrir þessa kátu pilta. Rapparinn Joe Budden og félagi hans DJ Akademiks tóku sveitina í viðtal baksviðs eftir verðlauna afhending- una og hittu þeir á veikan blett með einni spurningunni; Joe Budden spurði Takeoff, meðlim Migos, hvort það hefði ekki verið sárt að hafa verið klipptur úr smelli sveitarinnar Bad and Boujee en Takeoff kannaðist ekki við að það hefði verið gert. Úr varð vægast sagt vandræða- legt augnablik þar sem DJ Akademiks skildi ekki svör Takeoff, en hann talar með djúpum suðurríkjahreim enda búsettur í Georgíufylki, og Joe Budden gekk út úr eigin viðtali. Í eftirpartíi hátíðarinnar brutust svo út slagsmál og þurfti að kalla til lögreglu eftir að Migos og Chris Brown lenti saman. Talið er að ástæða slagsmálanna hafi verið tengd því að Quavo úr Migos er farinn að hitta Karru- eche Tran, fyrrverandi kærustu Chris Brown. Á myndbandi sem slúður- vefurinn TMZ hefur undir höndunum má sjá strákana í Migos yfirgefa svæðið í lögreglu- fylgd. Enginn var handtekinn. – sþh Verðandi Íslandsvinir valdir besta hljómsveitin og lentu í ryskingum Verðandi Íslandsvinirnir í Migos lentu í smávægilegum ryskingum við söngv- arann Chris Brown um helgina eftir að hafa tekið við BET-verðlaununum. Chris Brown Útsalan hefst í dag! Flottur kvenfatnaður á 40% afslætti ... opið til kl. 19 í kvöld smáralind m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 45F i m m T U D A g U R 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 9 -A F C C 1 D 3 9 -A E 9 0 1 D 3 9 -A D 5 4 1 D 3 9 -A C 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.