Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 1
Femínísktpoppár 8. JANÚAR 2017SUNNUDAGUR Rithöfundar eruafkastamestumorðingjarnir Í hvað fergjaldið? Skíðagöngufólk greiðir núfyrir aðgang að brautum í Bláfjöllum og hlýtur því að gera kröfu um aukna upp-byggingu á aðstöðu 4 Jónína Leósdóttir er meðfyrstu skáldsögu ársins 40 Barnið kom ítólftu tilraunÁsthildur Sturludóttir fór í tólf glasameðferðiráður en óskabarnið Lilja varð til. Eftir þá tíunduhjá Art Medica fór hún á stofu í Grikklandi þarsem læknar fundu strax út að fyrirstaða var íleginu. Innan við sólarhring frá því hún kom ágrísku stofuna fór hún í einfalda aðgerð ogþremur mánuðum og tveimur glasameð-ferðum síðar varð hún barnshafandi 12 Beyonce toppaðisig á síðastaári með út-gáfu Lemon-ade og Reykjavíkur-dætur náðuað hamraduglegaá feðra-veldinu. 44 L A U G A R D A G U R 7. J A N Ú A R 2 0 1 7 Stofnað 1913  6. tölublað  105. árgangur  SLÖKUN MIKIL- VÆG EINS OG HREYFING FIRNASTERKUR KÓRHLJÓMUR Í FORSÆLU HALLGRÍMS YFIRLIT YFIR KLASSÍSKAR PLÖTUR 54HEILSURÆKT 12 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það hefði verið hægt að lenda á vell- inum ef þessi braut hefði verið opin,“ segir Leifur Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Mýflugs, og vísar í máli sínu til þess þegar ekki reyndist unnt að flytja gjörgæslusjúkling í fyrsta forgangi frá Akureyri undir læknishendur í höfuðborginni sl. fimmtudag þar sem sjúkraflugvél gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli vegna erfiðra veðurskilyrða og þeirrar ákvörðunar að loka hinni svokölluðu neyðarbraut. Er þetta í annað skiptið á skömm- um tíma sem ekki er hægt að flytja sjúkling af landsbyggðinni með sjúkraflugvél til Reykjavíkur, en þar áður var um að ræða hjartasjúkling sem þurfti sérhæfða meðferð. Leifur segir umræddan gjör- gæslusjúkling hafa þurft að bíða í um sólarhring áður en starfsmönnum Mýflugs tókst að flytja hann til borg- arinnar eftir að veðurskilyrði á Reykjavíkurflugvelli höfðu skánað. Önnur úrræði enn ótryggð Sigurður E. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Sjúkra- húsinu á Akureyri, segir þessi atvik vera dæmi um þær afleiðingar sem fylgi því að loka neyðarbrautinni án þess að búið sé að tryggja annað og sambærilegt úrræði fyrir flugið. Komust ekki með sjúkling  Ekki reyndist unnt að flytja gjörgæslusjúkling af landsbyggðinni með sjúkra- flugi til Reykjavíkur vegna lokunar flugbrautar  Annað tilfellið á skömmum tíma MTepptur í sólarhring »32 Verði opnuð á ný » Tillaga um tímabundna opn- un neyðarbrautarinnar fyrir sjúkraflug verður til umræðu í borgarstjórn nk. þriðjudag. » Eru það fulltrúar Fram- sóknar og flugvallarvina sem standa að tillögunni. Hjúkrunarheimili í landinu hafa ekki getað mannað sig eftir mönnunarmódeli Embættis land- læknis fyrir hjúkrunarheimili, að sögn Guðna Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra Kumbaravogs. Emb- ætti landlæknis benti m.a. á ófull- nægjandi mönnun á Kumbaravogi í nýrri úttekt á hjúkrunarheimilinu. Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjón- ustu, tók undir orð Guðna. Fjár- magnið sem ríkið greiði til hjúkr- unarheimila dugi ekki til að uppfylla kröfur mönnunarviðmiða land- læknis. Pétur sagði að Embætti landlæknis, velferðarráðuneyti og alþingismönnum hefði verið bent á þetta á síðasta ári. „Við höfum áhyggjur af því ef Embætti landlæknis er að setja út á mönnun á hjúkrunarheimilum. Það er ekki í takti við þær kröfur sem ríkið sjálft gerir. Það er svipað og ef ríkið hefði samið við okkur um að veita þjónustu eins og á tveggja stjörnu hóteli og svo kæmi eftirlits- stofnunin í heimsókn og benti á að ekki væri veitt fimm stjörnu hótel- þjónusta,“ sagði Pétur. »18 Óraun- hæfar kröfur Morgunblaðið/Kristinn Landlæknir Hjúkrunarheimili skortir fé til að fylgja viðmiðum.  Fjármagn dugar ekki á móti kröfum Fjölmenni var á þrettándagleði víða um land í gærkvöldi enda var veður víðast gott til útiskemmtana. Kveikt var í brennunum, sungið og dansað fram eftir kvöldi við undirleik síðustu flugeldanna. Brennan við Ægisíðu var til að mynda vinsæll viðkomustaður. Löng hefð er fyrir því á nokkrum stöðum á landinu að kveðja jólin með þessum hætti. Á Akureyri hefur íþróttafélagið Þór til dæmis haldið þrettándaskemmtun í hundrað ár. »16 Jólin kvödd á þrettándagleði víða um land Morgunblaðið/Árni Sæberg Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Fimm menn eru látnir og þrettán særðir eftir að byssumaður hóf skot- hríð á Fort Lauderdale-Hollywood- flugvellinum í Flórída, skömmu fyrir klukkan 13 að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan 18 að íslenskum tíma í gær. Yfirmaður lögreglunnar á svæð- inu, fógetinn í Broward-sýslu hefur staðfest að byssumaðurinn hafi verið handsamaður og sé í haldi lögreglu. Byssumaðurinn var samkvæmt vitn- um á svæðinu klæddur Star Wars-bol, grannvaxinn og á þrítugsaldri. Þá var annar maður handtekinn af lög- reglu á flugvellin- um um tveimur tímum eftir að lögreglan stöðvaði byssumanninn. Ekki er vitað hvort sú handtaka tengist skotárás- inni. Öll flugumferð til og frá flugvellinum var stöðvuð vegna árásarinnar og aukið eftirlit og öryggi er á nærliggjandi flugvöllum m.a. Miami International Airport. Fimm látnir og þrettán særðir eftir skotárás Lögreglumaður á vettvangi. Hjónin Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, og Haf- þór Jónsson útgerðarmaður eign- uðust dóttur í haust eftir mikla þrautagöngu. Erfiðleikarnir eru nú að baki, en heilbrigð stúlka leit dags- ins ljós í haust sem leið. Lilja Hafþórsdóttir varð loksins til í tólftu glasafrjóvgun eftir fjög- urra ára tilraunir. Það var ekki fyrr en hjónin fóru á læknamiðstöð í Grikklandi að ástæðan þess fannst að allar fyrri tilraunirnar hjá Art Medica mistókust. Fyrirstaða var í leginu sem íslenskum læknum hafði yfirsést. Eftir litla aðgerð þar ytra varð Ásthildur þunguð og gleðin var mikil. En meðgangan var ekki áfalla- laus. Ásthildur fékk meðgöngueitr- un á sjöunda mánuði og var hætt komin. Allt fór vel að lokum og Lilja litla kom í heiminn, tveimur mán- uðum fyrir tímann. Ásthildur og Hafþór deila með lesendum reynslu sinni í Sunnudags- blaði Morgunblaðsins og telja að það geti verið öðrum til góðs. Þau lýsa „færibandavinnu“ hjá Art Medica, segja frá „galdrakonum“ í Grikk- landi, sorginni sem fylgir síendur- teknum misheppnuðum tilraunum, dauðsföllum í fjölskyldu og síðast en ekki síst gleðinni sem lífið færði þeim með fæðingu Lilju. asdis@mbl.is Barn eftir fjögur ár og ótal tilraunir Morgunblaðið/Ásdís Fjölskyldan Ásthildur og Hafþór með Lilju, sem er þriggja mánaða.  Tólf glasameðferðir þurfti til að verða barnshafandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.