Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Erla Rún Guðmundsdóttir
erlarun@mbl.is
Aldraðir notendur fæðubótarefna
eru alla jafna heilbrigðari en aðrir í
sama aldurshópi sem ekki neyta
slíkra efna. Sé litið á tengsl milli
notkunar á fjölvítamínum annars
vegar og dauðsfalla hins vegar eru
áhrifin þó hvorki
verndandi né
skaðleg. Þetta
eru niðurstöður
rannsóknar Birtu
Ólafsdóttur til
meistaraprófs í
næringarfræði
um notkun fæðu-
bótarefna hjá
öldruðum á Ís-
landi.
Rannsókn Birtu byggir á upplýs-
ingum um notkun fæðubótarefna úr
Öldrunarrannsókn Hjartaverndar
sem framkvæmd var á á árunum
2002-2006.
„Þeir söfnuðu heitum á öllum
fæðubótarefnum sem voru notuð af
þátttakendum. [...] Svo notuðum við
upplýsingar frá Matvælastofnun um
innihald fæðubótaefnanna og gátum
þannig fundið út hvaða vítamín og
steinefni og annað þátttakendur
voru að taka og magngreint þau.“
Rúmur helmingur tekur lýsi
Samkvæmt niðurstöðum Birtu
notuðu um 80% þátttakenda einhver
fæðubótarefni. Þar af notuðu flestir
lýsi, um 55%, og næstflestir fjöl-
vítamín, eða um 31% þátttakenda.
Þá notuðu flestir þátttakendur efnin
í hófi, eða undir efri mörkum dag-
legrar neyslu. Þó voru tvö efni sem
einna helst voru notuð í of miklu
magni. Um 22% þeirra sem fengu
B6 úr fæðubótarefnum fóru yfir efri
mörk og 11% þeirra sem fengu sink.
„Við skoðuðum notendur í heild
og bárum saman við þá sem ekki
notuðu nein fæðubótarefni. Not-
endur voru með lægra BMI, færri
þeirra reyktu, þeir hreyfðu sig
meira og færri voru með sykursýki
eða háþrýsting. Þannig að þeir voru
heilbrigðari á marga vegu,“ segir
Birta.
Engin tengsl við dauðsföll
Birta skoðaði einnig tengsl
fjölvítamína við dauðsföll, bæði al-
menn og vegna hjarta- og æða-
sjúkdóma. „[Rannsóknin] sýndi í
rauninni að það virtist hvorki vera
verndandi né hafa skaðleg áhrif. Það
er niðurstaða út af fyrir sig og það
er gott að vita líka að notkun í þessu
magni virðist ekki vera skaðleg.“
Birta segir þó enn þörf á að skoða
tengslin milli annarra fæðubót-
arefna og dauðsfalla.
„Það eru þessi náttúruefni sem
við skoðuðum ekki. Það er gríð-
arlegur fjöldi af efnum sem við
þekkjum lítið. Það eru efni eins og
sólhattur, hvítlaukur og musteristré
og fleiri sem tiltölulega fáir nota
miðað við heildina. Þau geta milli-
verkað á ýmis lyf og haft áhrif a alls
konar lífstarfsemi. Okkur langar að
skoða þetta frekar.“
Fjölvítamín hafa hvorki
skaðleg né verndandi áhrif
80% aldraðra nota fæðubótarefni Almennt heilbrigðari
Vítamín Samkvæmt rannsókn Birtu nota um 80% aldraðra einhver fæðu-
bótarefni. Algengast er að fólk taki lýsi en fjölvítamín kemur þar á eftir.
Birta Ólafsdóttir
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Tölvubrotum hefur fjölgað talsvert
hér á landi eins og í nágrannalönd-
unum, en ekki hefur verið brugðist
við með heildstæðri nálgun eins og
til dæmis í Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörku, þar sem settar hafa verið á
fót sérhæfðar rannsóknardeildir til
að fást við þessa tegund afbrota.
Þetta kemur
fram í grein eftir
G. Jökul Gísla-
son í nýjasta
hefti Lögreglu-
blaðsins. Í grein-
inni er að finna
umfjöllun um
tölvubrot af því
tagi sem hér
hafa sést upp á
síðkastið og ráð-
leggingar um góðar venjur til að
forðast þau.
Átta tegundir tölvubrota
Í grein G. Jökuls segir að tölvu-
þrjótur hafi það náðugt í saman-
burði við venjulegan innbrotsþjóf.
Hann geti setið hvar sem er í
heiminum og unnið við tölvuna sína
á meðan hann sendi út hundruð
þúsunda af sviksamlegum skeytum.
Ef hann gæti sín á því að vinna
ekki í heimalandinu séu litlar líkur
á því að hann svari til saka því
refsilöggjöf sé bundin landslögum
og nái illa yfir fjölþjóðlega glæpi.
Tölvuþrjóturinn geti líka notað
skilvirkt net fjármálafyrirtækja til
að flytja feng sinn á milli landa.
Í greininni eru skilgreindar átta
tegundir af tölvubrotum. Hin al-
kunnu Nígeríubréf séu aðeins ein
tegund þeirra og brotin í heild mun
flóknari. Brotin eru þessi:
1) Tölvupóstssvindl sem fram fer
með þeim hætti að tölvuþrjóturinn
kynnir sér viðkomandi fyrirtæki
mjög vel og sendir síðan póst á
gjaldkera með greiðslufyrirmælum
eins og hann sé sendur í nafni for-
stjóra eða stjórnarformanns. Í
fyrravor hafi komist upp um um-
fangsmikið svindl af þessu tagi
gagnvart stórum hópi íslenskra
fyrirtækja.
2) Reikningasvindl er sérstakur
undirflokkur þar sem sendir eru
inn tilhæfulausir reikningar í þeirri
von að þeir verði greiddir.
Heimabankasvindl
3) Netveiðar felast í því að
brotaþoli fær póst um að hann eigi
að fara strax í heimabanka sinn og
leiðrétta eitthvað. Er sett upp fölsk
bankasíða til að ná skráningar-
upplýsingum viðkomandi.
4) Svokallað „traust svindl“ er
enn einn flokkurinn og falla
Nígeríubréfin í hann. Þessi brot
ganga út á það að sannfæra viðtak-
anda um að hann eigi von á veru-
legum ávinningi, svo sem arfi eða
happdrættisvinningi.
5) Með fölskum vinabeiðnum á
samfélagsmiðlum er stofnað til
tengsla til að fá vininn til að gera
sér greiða vegna slyss eða óhapps.
6) Fjárkúgun er enn ein mynd
tölvubrota og felst í því að narra
einstakling til að senda af sér
nektarmynd og krefjast síðan
gjalds af honum til að koma í veg
fyrir dreifingu hennar.
Ómótstæðileg tilboð
7) Svo er flokkur sem er í reynd
löglegur en samt svindl. Hann fel-
ur í sér ómótstæðileg tilboð. Dæmi
um það er tilboð sem nú er í gangi
þar sem boðin eru sérkjör í verð-
bréfamiðlun fyrir lokaðan hóp.
Verið er að hafa fé af trúgjörnu
fólki.
8) Loks er í greininni í Lög-
reglublaðinu rætt um tölvuvírusa
og gíslaforrit. Tölvuþrjótarnir
breyta þá öllum skrám í viðkom-
andi tölvum og er ekki hægt að
endurheimta þær nema greiða
lausnargjald.
Hægt að minnka áhættuna
Ýmsar leiðir eru til þess að forð-
ast tölvubrot eða minnka áhætt-
una. Felast þau flest í varkárni
gagnvart erindum sem ekki er von
á. Alltaf skuli sannreyna reikninga.
Ekki skuli smella á tengla sem
menn vita ekki hvert leiða. Forðast
skuli gylliboð. Aldrei skuli senda
myndefni frá sér sem ekki þoli al-
menna dreifingu. Þá sé rétt að
vanda til vina á netinu og varast
handahófskenndar vinabeiðnir.
Loks er mikilvægt að eiga
öruggt afrit af dýrmætustu tölvu-
gögnum sínum.
Bregðast þarf við fjölgun netbrota
Tölvuþrjótar orðið athafnasamari gagnvart Íslendingum að undanförnu Mikilvægt að allir sýni
varkárni á netinu Ekki senda myndir sem þola ekki almenna dreifingu Sannreyna þarf reikninga
Getty Images/iStockphoto
Svindl á netinu Víða á Norðurlöndum hafa verið settar á fót sérhæfðar rannsóknardeildir lögreglumanna til að
fást við tölvubrot. Hér á landi skortir enn heildstæða nálgun þessa brotaflokks að því er segir í Lögreglublaðinu.
G. Jökull Gíslason
Fararstjóri: Guðrún Bergmann
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
DraumaheimurKaliforníu
Fá ríki komast í hálfkvisti við Kaliforníu þegar kemur
að fjölbreytileika, fjölmenningu og fegurð. Í ferðinni
heimsækjum við San Fransisco, keyrum eftir hinni gullfallegu
strandlengju til Los Angeles og virðum meðal annars fyrir
okkur hið stórfenglega Grand Canyon í Arizona.
Allir velkomnir á kynningarfund 10. janúar kl. 20:00
hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð.
sp
ör
eh
f.
8. - 23. apríl
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?