Morgunblaðið - 07.01.2017, Side 44

Morgunblaðið - 07.01.2017, Side 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 ✝ Árndís ÓlöfPálsdóttir fæddist á Ólafsfirði 7. júlí 1932. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hornbrekku 28. desember 2016. Hún var dóttir Margrétar Guð- mundsdóttur og Páls Stefánssonar sem bæði eru látin. Hálfbróðir Árnd- ísar sammæðra var Guðmundur Þór Benediktsson og hálfsystir samfeðra var Hanna Pálsdóttir. Þau eru bæði látin. Árndís átti og fjögur barnabörn. Árið 1963 giftist Árndís Guðjóni Sigurðs- syni. Þau eignuðust fimm börn: 1) Ragnar, býr á Akureyri, gift- ur Hafdísi Pálsdóttur, þau eiga fjögur börn og 12 barnabörn. 2) Ríkarður, býr á Akureyri, gift- ur Jóhönnu Rósu Jónsdóttur, þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn. 3) Björg, býr á Vopnafirði, gift Bjarka Björg- úlfssyni, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 4) Guðmundur Þór, býr á Selfossi, giftur Aðal- heiði Einarsdóttur, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 5) Hugrún, býr í Ólafsfirði, gift Magnúsi Marinóssyni, þau eiga fjögur börn og fjögur barna- börn. Útför Árndísar Ólafar verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 7. janúar 2017, og hefst at- höfnin klukkan 14. einn uppeldis- bróður, Eirík Sæ- valdsson, en þau voru systrabörn. Árndís giftist Hafliða Frímanns- syni og eignaðist með honum tvær dætur. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Margrét, búsett í Reykjavík, gift Grétari Kristins- syni, þau eiga þrjú börn og níu barnabörn og 2) Jósefína Halla, búsett í Noregi, gift Friðþjófi Þorsteinssyni, þau eiga tvö börn Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku mamma. Mig langar með þessum orðum að þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og börnin mín. Þú varst ekki bara yndisleg mamma og amma, heldur varstu mín besta vinkona. Við erum svo heppin að hafa fengið þennan dýrmæta tíma með þér. Söknuðurinn er mikill en ég veit að þú ert kominn á góðan stað í faðm pabba og þið eruð saman á ný. Ég elska þig. Þín dóttir, Hugrún. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Ljóðið Íslenska konan eftir Ómar Ragnarsson fer um huga minn þegar ég minnist mömmu minnar sem lést þann 28. des- ember síðastliðinn á Dvalar- heimilinu Hornbrekku á Ólafs- firði. Ljóðið lýsir á svo margan hátt ævi hennar og eflaust margra kvenna sem fæddust á fyrri hluta síðustu aldar. Með stórt heimili þurfti mamma að standa sig, sefa harma, þerra tár, þurrka blóð og vera vakin og sofin yfir búi og börnum. Hún var í senn mamma, amma og eiginkonan góð sem stóð sína plikt, ekkert hálfkák og engin hálfunnin verk. Mamma var sterk kona, hrein og bein, glaðlynd og hafði góðan húmor. Börn hændust að henni enda var hún barngóð kona. Mamma bjó síðustu árin á Dvalarheimilinu Hornbrekku. Þar naut hún góðrar aðhlynn- ingar frábærs starfsfólks. Þakka ég þeim fyrir og ekki síst vil ég þakka Hugrúnu systur og Gerðu Stínu, frænku minni, ómetanlegan stuðning við mömmu. Komið er að leiðarlokum, elsku mamma. Fyrir handan bíður pabbi eftir því að leiða þig með sér inn í eilífðina. En sólin, hún sígur, og sólin, hún rís, og sjá: Þér við hlið er þín ham- ingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. Takk fyrir lífið sem þú gafst mér, elskuna og umhyggjuna. Þinn sonur, Guðmundur Þór. Það er alltaf erfitt að kveðja kæran ástvin. Í dag kveð ég kæra móður mína með þakklæti í hjarta og ylja mér við góðar minningar. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Hvíl í friði, elsku mamma. Ríkarður. Þá er komið að kveðjustund. Tengdamóðir mín, Dísa, hefur kvatt okkur. Ég minnist hennar með hlýju í hjarta. Stundirnar sem ég og fjölskylda mín áttum með henni og Gauja tengdaföð- ur mínum í hlýlegri stofunni þeirra á Ólafsfirði eru góðar minningar. Alltaf tóku þau vel á móti okkur og aldrei komum við að tómum kofanum hjá henni Dísu. Hún átti alltaf eitthvað heimabakað til að bjóða upp á en það fannst henni afar mik- ilvægt. Heimilið var henni afar kært og sá hún um það af mikl- um myndarskap. Ég á mér draum um betra líf. Ég á mér draum um betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sínum stað, í sinni stétt og stöðu. Þar sem allir eru mettir gæðum sannleikans. Þar sem allir fá að lifa í réttlæti og friði. Þar sem sjúkdómar, áhyggjur og sorgir eru ekki til. Og dauðinn aðeins upphaf að betri tíð. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ég þakka fyrir allar góðar stundir sem ég átti með þér, elsku Dísa. Minning þín lifir. Jóhanna. Elsku amma Dísa. Ég er afar þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með þér og að fá að alast upp hjá þér og afa er mér mjög dýrmætt. Það var alltaf svo gaman að koma til þín í spjall og spil, allt- af varstu til í að spila við litlu stelpuna þína þjóf og Ólsen Ól- sen. Þegar við keyrum fram hjá Hornbrekku, biður Guðjón Sæmi um að fara til ömmu Dísu en við reynum að útskýra fyrir honum að nú sért þú komin til Guðs og til afa Gauja. Ég kveð þig í dag með mikl- um trega og á erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. En eftir sitja yndislegar minn- ingar sem ég mun eiga og halda fast í og segja strákunum mín- um frá. Ég hef alltaf verið mikil ömmustelpa og alltaf getað leit- að til þín og alltaf varstu með nóg pláss og með opinn faðm. Elsku amma mín, þín er sárt saknað. Ég elska þig. Þín ömmustelpa, Valgerður Kristjana. Í dag kveðjum við ömmu Dísu með söknuð í hjörtum okkar. Á kveðjustundum er gott að líta til baka og ylja sér við minningar liðinna tíma. Við minnumst þín sem duglegrar og glaðværrar konu sem gaf sér ávallt tíma fyrir okkur. Alltaf gátum við átt von á fullu borði af kræsingum þegar við komum í heimsókn til ykkar afa Gauja. Bakkelsið var að sjálfsögðu heimabakað eftir þig og oftar en ekki varstu með svuntuna utan um þig og hrærivélin ekki langt undan. Fráfall afa Gauja reyndist þér erfitt og var söknuðurinn mikill. Það er því huggun harmi gegn að nú fáir þú að fara aftur í faðm afa og við erum þess full- viss að endurfundir ykkar hafi verið einstaklega góðir. Við erum þakklát fyrir góðar stundir sem við áttum saman í byrjun desember síðastliðins. Þar áttum við saman gott spjall og fengum við að hlusta á þig syngja þekkta slagara af mikilli innlifun. Þessi heimsókn er dýr- mæt minning sem við munum geyma í hjörtum okkar um ókomin ár. Blessuð sé minning þín, elsku amma Dísa. Þín, Einar Þór, Margrét Anna og Edda Sigrún. Árndís Ólöf Pálsdóttir ✝ Ingi GuðjónMagnfreðsson fæddist 10. júní 1945 á Ísafirði. Hann lést í Taílandi 3. desember 2016. Foreldrar hans voru Magnfreð Tryggvi Jónasson, f. 16. október 1915 á Ísafirði, d. 17. apríl 1991, og Val- gerður Sigurborg Jónsdóttir, f. 11. júní 1914 á Galtahrygg í Ísafjarðardjúpi, d. 1. febrúar 1982. Ingi Magnfreð var næstelstur sex systkina. Þau eru Elín, f. 25. ágúst 1943, Þor- steinn Kristinn, f. 24. febrúar 1949, Jens Friðrik, f. 4. júní 1950, Guðbjörg Amelía, f. 21. mars 1953, d. 24. október 2015, og Sigríður Steinunn, f. 29. apríl 1956. Ingi Magnfreð var fráskilinn Björn Ágúst, f. 6. janúar 2012. Hákon Örn Björnsson, f. 24. nóv- ember 1993, og er sambýliskona hans Hafdís Ósk Valgeirsdóttir, börn þeirra eru Valgeir Breki, f. 22. febrúar 2012, og Sunneva Ýr Hákonardóttir, f. 14. júlí 2016. Katrín Dröfn Björnsdóttir, f. 1. ágúst 1996, og Borgný Val- gerður Björnsdóttir, f. 14. októ- ber 2005. 3) Tryggvi Guðjón Ingason, f. 31. ágúst 1973, eigin- kona hans er Sólveig Fríða Kjærnested, f. 3. mars 1979, og börn þeirra eru: Ásdís Sólveig Tryggvadóttir, f. 17. júní 2007, Þórdís Katla Tryggvadóttir, f. 7. maí 2010, og Sigdís Anna Tryggvadóttir, f. 22. mars 2014. Árið 1998 hóf Ingi Manfreð sambúð með Pimonlask Rotpi- take (Pim), f. 7. ágúst 1958, d. 22. júlí 2014. Hún átti tvö börn af fyrra hjónabandi. Þau eru: Sharnyar Bunchunonc, búsett í Taílandi, á hún fjögur börn, og Pheerawat Phetkhrua (Boy), bú- settur í Reykjavík ásamt eig- inkonu sinni. Útför Inga Guðjóns fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 7. jan- úar 2017, klukkan 14. en hann kvæntist Önnu Björgu Páls- dóttur, f. 14. janúar 1948, d. 10. desem- ber 2016, og áttu þau þrjú börn. Þau eru 1) Víðir Inga- son, f. 30. maí 1968, sambýliskona hans er Auðbjörg Gerður Pálsdóttir, f. 3. mars 1965, og börn þeirra eru: Garðar Halldórsson, f. 10. september 1988, Jakob Ingi Víðisson, f. 17. júní 1995, og Kolbeinn Valur Víðisson, f. 25. desember 1997. 2) Björk Ingadóttir f. 30. maí 1968, hún var í sambúð með Birni Drengssyni, f. 14. maí 1965. Eiga þau fjögur börn, sem eru: Anna María Björnsdóttir, f. 19. ágúst 1991, og sambýlismaður hennar er Rúnar Freyr Hafþórsson, f. 18. október 1989, barn þeirra er Þegar mér voru færð þau döpru tíðindi að vinur minn, Ingi Magnfreðsson, væri fallinn frá var mér mjög brugðið. Ég hafði hitt Inga tveimur vik- um fyrr og lék hann á als oddi enda golfferð til Taílands á næsta leiti. Það verður mikil missir að þessum mikla verkmanni og vini enda lék allt vel í höndum Inga, hvort sem það var að greiða úr grásleppuneti eða sveifla golf- kylfunni. Ingi hafði mikla og góða réttlætiskennd og var fljótur til ef hallaði á rétt hins vinnandi manns. Það var gaman og gott að vera með Inga til sjós enda mað- urinn með eindæmum fljótur að átta sig á erfiðum verkefnum og sjá lausnir sem aðrir sáu ekki. Mér eru þær stundir sem við átt- um saman á Norðurfirði á Ströndum við grásleppuveiðar, stundum innilokaðir svo dögum skipti vegna veðurs, mjög kærar nú þegar ég lít til baka og minnist þessa mikla skipsfélaga og vinar. Þegar við vorum á Norðurfirði og mikið aflaðist og ekki hafðist undan að salta þá stökk Ingi til og hjálpaði til við að salta grásleppu- hrogn eins og hans var von og vísa. Öll höfum við okkar kosti og galla í hinu daglega lífi en mann- kostir Inga voru miklu meiri og orðheldinn var hann alla leið og þoldi hann illa leti. Ég kveð þig nú, kæri vinur, og veit að þú átt eftir að sveifla kylfu þinni hinumegin og bæta skorið. Ég færi öllum systkinum, börn- um, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðj- ur. Hvíl í friði. Kristján Andri Guðjónsson, Ísafirði. Ingi Guðjón Magnfreðsson ✝ Þorkell Kjart-ansson fæddist að Mosfelli í Gríms- nesi 29. júní 1922. Hann lést 22. des- ember 2016. For- eldrar hans voru Kjartan Bjarnason, f. 4. nóvember 1891, og Margrét Þorkelsdóttir, f. 28. ágúst 1897. Systk- ini Þorkels eru Kristrún, f. 1933, Lárus, f. 1927, d. 1996, Heiða, f. 1928, d. 2012, Anna, f. 1932, Þorbjörg, f. 1935, og Kjartan, f. 1938. 30. maí 1951 kvæntist Þorkell Ingu Snæbjörnsdóttur frá Gjá- bakka í Þingvallasveit, f. 15. september 1929. Foreldrar hennar voru þau Snæbjörn Guð- mundsson Ottesen, f. 3. nóv- ember 1897, og Hildur Hansína Magnúsdóttir, f. 15. júní 1901. Þorkell og Inga eignuðust níu börn. 1) Pétur, f. 1951, maki Ás- laug Elsa Björnsdóttir. Þau eiga tvö börn. 2) Margrét, f. 1952, maki Eiríkur Þorláksson. Hún á þrjú börn. 3) Kjartan, f. 1954, maki Arnheiður Harðardóttir. Hann á fjögur börn. 4) Snæbjörn Smári, f. 1956, maki Helga Jóns- dóttir. Þau eiga fimm börn. 5) Hilm- ar, f. 1958, maki Valgerður Þór- isdóttir. Hann á þrjú börn. 6) Ása, f. 1962, maki Örn Helgi Haraldsson. Þau eiga tvö börn. 7) Þorkell Ingi, f. 1968, maki Anna Jónný Aðalsteinsdóttir. Þau eiga tvö börn. 8) Sigrún, f. 1969, maki Bergur Pálsson. Þau eiga þrjú börn. 9) Hildur, f. 1971, maki Hrafn Magnússon. Þau eiga tvö börn. Alls eru af- komendur þeirra hjóna orðnir um 60. Þorkell og Inga hófu búskap í Austurey 1950 og bjuggu þar til 1977 er þau fluttust að Laug- arvatni þar sem þau störfuðu við skólana, en 1999 fluttust þau á Selfoss. Þorkell dvaldi síðustu mánuðina á Fossheimum. Þorkell verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, 7. jan- úar 2017, klukkan 11. Látinn er í hárri elli tengdafað- ir minn Þorkell Kjartansson eða Keli eins og ég og flestir aðrir kölluðum hann. Ég man nú ekki hvenær ég hitti Kela fyrst en hann kom oft í kaffi í Eyvindar- tungu, en þeir voru æskuvinir fæddir hvor á sínu árinu, pabbi og Keli. Ekki grunaði mig þá að hann yrði tengdafaðir minn í ríf- lega 40 ár. Kletturinn í lífi Kela var hún Inga hans. Ingiríður Magnea Snæbjörnsdóttir. Keli og Inga voru mjög samhent hjón, þau voru gift í 65 ár. Keli var bóndi í Austurey stærstan hluta starfs- ævi sinnar. Keli sá um ruslið á Laugarvatni til ársloka 1999, síð- asta veturinn með aðstoð Arnórs sonarsonar síns. Þau Inga og Keli kunnu að njóta lífsins. Þrátt fyrir mikla vinnu og stóran barnahóp voru þau dugleg að mæta á samkomur og skemmtanir í sveitinni. Einnig fóru þau í utanlandsferðir. Eftir að þau fluttu upp á Laugarvatn tóku þau upp á því að fara til Kan- arí um jól og áramót. Síðustu ut- anlandsferðina sína saman fóru þau fyrir tveimur árum með okk- ur Snæbirni til Gautaborgar að heimsækja nafna hans og fjöl- skyldu. Það var mjög skemmtileg ferð. Keli var félagslyndur og hafði gaman af því að hitta fólk og ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Það var oft mannmargt hjá þeim Ingu því auk fjölskyldunnar var mjög gestkvæmt hjá þeim hjón- um. Það var oftar en ekki gott að eiga hann Kela að. Hann var af- skaplega prúður og vandaður maður og mikill mannvinur. Hann tók sjálfan sig ekki of alvarlega, glettnin var oft skammt undan. Var lítið fyrir að láta á sér bera, en var alltaf til staðar á erfiðu stundunum. Keli var veðurglögg- ur. Ég setti niður kartöflur með honum fyrir ekki svo mörgum ár- um. Það var suddi og rigningar- legt. Hann hafði orð á því að við skyldum drífa í að klára þetta. Það væri að koma hagl, sagði hann, og benti á dökkleitt ský sem sveif yfir Apavatninu og nálgaðist óðfluga. Það stóð heima, rétt á eftir dimmdi í lofti og haglél reið yfir. Skólagangan var stutt, farskóli innan sveitar og einn vetur í Hér- aðsskólanum. Keli fylgdist vel með öllu sem fór fram í kringum hann. Hann var mjög talnaglögg- ur maður, eins og algengt er með Austureyinga. Það var alltaf hlustað á fréttir og veðurfregnir og hann fylgdist grannt með hvað var að gerast í samfélaginu og hans stóru fjölskyldu. Þannig var hann nánast fram á síðasta dag. Fylgdist með veðurfari, kjaradeil- um, pólitíkinni o.s.frv. Hann tók einnig virkan þátt í uppeldi af- komendanna. Ég minnist þess að hann kenndi drengjunum okkar að heilsa fólki og bjóða góðan dag- inn. Keli var við ágæta heilsu stærstan hluta ævinnar, en síð- ustu árin voru honum erfið. Auð- vitað hefur hans stórfjölskylda reynt að aðstoða eftir megni, en mest hefur þetta mætt á Ingu og svo yngstu dætrunum tveimur þeim Sigrúnu og Hildi og fjöl- skyldum þeirra. Síðustu mánuði hefur starfsfólkið á Fossheimum reynst alveg frábærlega. Elsku Inga mín, og öll þín stóra fjölskylda, Kela verður sárt sakn- að, en við þökkum fyrir öll árin sem við áttum með honum. Helga Jónsdóttir. Elsku afi okkar. Þegar komið er að kveðjustund minnumst við þín með mikilli hlýju og þakklæti. Það er ómet- anlegt að hafa átt afa sem átti jafn marga afkomendur og þú, en hafðir samt lag á að sýna öllum jafnan áhuga og velvild. Þú varst svo sannarlega mikill partípinni og það var alltaf gaman að koma í heimsókn, bæði á Laug- arvatn og á Selfoss. Þú vildir helst hafa húsið fullt af fólki og þá var jafnan tekið í spil, sóttur ís út í kistu í Eyjabóli og í seinni tíð boð- ið upp á koníak. Þær voru einnig ófáar stundirnar sem Heiðdís fékk að greiða þér, enda varstu með dökkt og fallegt hár þó þú værir kominn yfir áttrætt. Í þér var mikil fyrirmynd þar sem þú bjóst yfir dugnaði, um- hyggju og húmor fram á síðasta dag. Síðast þegar við hittumst, á afmælisdegi Heiðdísar núna í des- ember, hélstu fast í hönd hennar og hlýjaðir með því að nudda höndunum saman, „eins og var gert í gamla daga“. Þú varst alltaf svo hlýr og góður og brostir og hlóst svo fallega. Það er því með hlýju í hjarta sem við minnumst þín, elsku afi, röltandi um Krossholtið með ömmu þar sem þér leið auðsýni- lega best í heimahögunum, í þúf- unum við vatnið. Takk fyrir allar minningarnar, elsku afi. Þínar, Stella Björk og Heiðdís Inga. Afi Keli hefur nú lagt árar í bát. Hann mun ei spyrja frétta úr Laugardalnum (varstu að koma Þorkell Kjartansson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.