Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 51
DÆGRADVÖL 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú dýrkar einhvern og langar mjög að
sú dýrkun sé endurgoldin. En í kvöld er
stemmningin eins og við matarborðið hjá
góðum vini.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú er jafn svalur og agúrka, svo það er
erfitt fyrir fólk að vita að í raun líður þér eins
og súrri gúrku. Gættu þess vel að enginn
misnoti gestrisni þína.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Góðir straumar gærdagsins fljóta
áfram inn í daginn í dag. Hins vegar er tals-
vert af verkefnum sem hvílir á þér. Gerðu
bara það sem þú getur og mæltu þér mót við
vini á morgun.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Eru engar lausnir í sjónmáli? Með því
að hreinsa af borðinu býrðu til pláss fyrir eitt-
hvað nýtt. Skoðanaskipti eru eðlileg ef allrar
kurteisi er gætt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nú ætti fjárhagurinn að leyfa fjárfest-
ingu fyrir framtíðina. Ekki er þó gott að fram-
kvæma nema að vel íhuguðu máli. Reyndu
því að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók
eða farðu í gönguferð til að tæma hugann og
hugsa málið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú leitar nýs umhverfis og uppgötvar
margar skemmtilegar krókaleiðir í lífinu.
Staðreyndirnar einar eiga að gilda.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú finnur að öllum líkindum til árásar-
girni vegna peninga í dag. Njóttu samræðna
og samvista við fjölskylduna.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þig langar til að hafa muni er
tengjast fortíðinni í kringum þig. Þú ert svo
upptekinn við að sinna öðrum að þú manst
ekki hvað þú ætlar að gera sjálfur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú sérð ekki fram úr verkefnum
og veist ekki þitt rjúkandi ráð. Forðastu
slæmu afleiðingarnar með því að fara vel
með tímann og setja mörk í félagslífinu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Viðleitni þín til þess að fram-
kvæma eitthvað í hópi eða samstarfi við aðra
verður stöðvuð tímabundið. Láttu það þó
ekki eyðileggja fyrir þér daginn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það eina sem stendur í vegi fyrir
þér og manneskjunni sem þú vilt verða er
einn ávani eða kannski tveir. Misskilninginn
má sennilega rekja til þess að hvorugt ykkar
hefur fulla yfirsýn yfir málið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekki hugfallast þótt allt virðist
ganga á afturfótunum þessa dagana. Hjarta
þitt er stórt og galopið.
Víkverji hlustar gjarnan á Morgun-útvarpið á Rás 2 og hefur oft
gaman af. Guðrún Sóley, Sigmar og
Aðalsteinn eru ágætir stjórnendur.
Víkverji varð þó fyrir miklum von-
brigðum með viðtal í vikunni. Þar var
maður að halda því fram þvert á
rannsóknir að sykurneysla tengdist
bara ekkert offitufaraldrinum í þjóð-
félaginu. Viðmælandinn lýsti því yfir
að hann væri bara að koma að þessu
sem maður út í bæ og mótmæltu
spyrlar því ekki. Viðmælandinn
reyndist vera Bjarni Már Gylfason,
hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
x x x
Hann veit áreiðanlega sínu viti ener ekki sérfræðingur í þessu
málefni eins og sérfræðingar hjá
Embætti landlæknis. Staðreyndin er
sú að sykraðir gos- og svaladrykkir
vega þyngst í sykurneyslunni, en
rúmlega þriðjungur af viðbættum
sykri í fæði landsmanna kemur úr
þessum vörum.
x x x
Eitt mest lesna viðtal ársins áGuardian var við vísindamann-
inn, sjónvarpsmanninn og fyrrver-
andi poppstjörnuna Brian Cox. Hann
ræddi ríkjandi viðhorf í Bretlandi í
tengslum við þjóðaratkvæðagreiðsl-
una, sem byggðist á því að gera lítið
úr sérfræðingum og fagfólki.
x x x
Þetta er rangt og varðar leiðinabeint aftur í hellinn. Við kom-
umst úr hellinum og inn í nútíma sið-
menningum í gegnum það að skilja og
hugsa. Það gerðist ekki með tilfinn-
ingu. Það að vera sérfræðingur þýðir
ekki að þú hafir hagsmuni af ein-
hverju, það þýðir að þú eyðir ævinni í
að reyna að skilja eitthvað. Þú hefur
ekki endilega rétt fyrir þér en það er
mun líklegra að þú hafir rétt fyrir þér
en sá sem hefur ekki eytt ævi sinni í
rannsóknir á þessu málefni,“ sagði
Cox í viðtalinu.
x x x
Stjórnendur Morgunútvarpsinsmættu hafa þetta í huga í vali
sínu á viðmælendum fyrir þáttinn.
Rödd hagsmunaaðila getur ekki feng-
ið jafnmikið vægi og sérfræðingarnir.
vikverji@mbl.is
Víkverji
En mín gæði eru það að vera nálægt
Guði, ég gerði Drottin að athvarfi
mínu og segi frá öllum verkum
þínum. (Sálm. 73:28)
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Síðasta laugardagsgáta birtist17. desember og var sem
endranær eftir Guðmund Arnfinns-
son, en hlé var gert yfir hátíðarnar
þar sem aðfangadag og gaml-
ársdag bar upp á laugardag. En hér
er sem sé gátan:
Í glímunni er hann afar fær.
Eiginkonunni sjálfsagt kær.
Í skákinni oft er eitrað peð.
Akurinn slær og hirðir féð.
Árni Blöndal svarar:
Í bændaglímu er bestur sá.
Bónda sinn konur flestar dá.
Í eitruðu peði lá endirinn
og Ólafur bóndi sló akurinn.
Harpa á Hjarðarfelli er með
þessa lausn:
Bóndi eftir glímuflokki fer.
Frúnni jafnan húsbóndinn er kær.
Til varnar fyrir bóndapeðið ber.
Bóndi hirðir dýr og grasið slær.
Guðrún Bjarnadóttir á þessa
lausn:
Hún ber af í bændaglímu,
við bóndann ætlar að skilja,
í skák banar bændum, án grímu,
sjálf, bóndinn, vill taðið mylja.
Helgi R. Einarsson leysir gátuna
þannig:
Í bændaglímu bestur er,
á brúði forðum góndi,
peð í skák, um skepnur sér.
Skömmin virðist bóndi.
Þannig skýrir Guðmundur gát-
una:
Bóndi í glímunni bilar síst.
Bónda sinn konan elskar víst.
Bóndi fær umbreyst í eitrað peð.
Akur slær bóndi og hirðir féð.
Og síðan er limran:
„Hún Gunnhildur mín er grálynd,
geðstirð úr hófi og þrálynd,“
segir hann Björn,
bóndi á Tjörn,
„og nú eru veður öll válynd.“
Hér kemur svo ný gáta eftir Guð-
mund:
Bráðum fyrir birtu dags
burtu skuggar flýja
fer ég þá á fætur strax
og flétta gátu nýja:
Nafnar hér fjórir fræknir:
Forstjóri, dýralæknir.
Vígslubiskup hinn besti.
Bringusundskappinn mesti.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Nískur bóndi
er barn síns fjár
Í klípu
„FRÆNKA ÞÍN ER AÐ GIFTA SIG. Í STAÐINN
FYRIR GJAFIR BIÐJA ÞAU UM REIÐUFÉ
– ÞAÐ ER AUÐVELDARA AÐ SKIPTA ÞVÍ
EF HLUTIRNIR GANGA EKKI UPP.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞETTA LÍTUR BETUR ÚT
Í HINU HERBERGINU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar ekkert getur
dregið úr þér.
ÞÚ LOFAÐIR FYRIR MÖRGUM
ÁRUM AÐ ÞÚ MYNDIR FÆRA VON OG
BREYTINGAR Í LÍF MITT!
OG HEF ÉG
GERT ÞAÐ?
JÁ! Á HVERJUM DEGI VONAST ÉG
EFTIR ÞVÍ AÐ ÞÚ BREYTIST!
ÉG VIL AÐ ÞIÐ HITTIÐ NÝJA
GÆLUDÝRIÐ MITT, „ÍVAR“…
ÍVAR ER ÍS
Í FORMI!
GÓÐUR STRÁKUR,
ÍVAR!