Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 ✝ Halldór Krist-ján Kristjáns- son fæddist í Reykjavík 7. júlí 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 27. des- ember 2016. Foreldrar hans voru Kristján Hall- dórsson sjómaður, f. 20.3. 1906, d. 11.1. 1944, og Anna Vilmundardóttir frá Löndum, húsfreyja og verka- kona, f. 30.7. 1916, d. 7.1. 2003. Bræður Halldórs: eru Lúther Steinar, f. 12.10. 1934, d. 31.1. 2016, og Ólafur Þór, f. 9.1. 1938. Fósturforeldrar Halldórs, Dadda í Felli, voru Valdimar Einarsson frá Húsatóftum í Grindavík, f. 1903, d. 1990, og Sigríður Kristín Sigurðardóttir frá Hjaltastaðahvammi í Skaga- firði, f. 1911, d. 2000. Dóttir þeirra og fóstursystir Halldórs er Margrét Valdimarsdóttir, f. 8.11. 1944. Fyrri kona Halldórs var Munda Pálín Enoksdóttir, f. 18.12. 1939, d. 16.1. 2005. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kristján Valdimar, f. 22.7. 1957, kvæntur Elísabetu Egils- dóttur, f. 18.1. 1960. Þau eiga sjö börn. a) Halldór Egill, f. 1976, b) Berglind, f. 1977, c) Helena Íris, f. 1980, d) María Dögg, f. 1982, e) Kolbrún Lind, f. 1989, f) Kristján Ingi, f. 1991, Knudsen, f. 1991 og fóstur- dóttir Sigurjóns er Alexandra Elva Þórkötludóttir, f. 1983. 5) Anna Ágústa, f. 18.5. 1972, gift Helga Kristjánsyni, f. 30.5. maí 1966, börn þeirra eru Helena Rós, f. 1996 og Halldór Krist- ján, f. 2004. 6) Vilmundur Rún- ar, f. 3.10. 1976, kvæntur La- eila Friðriksdóttur, f. 17.6. 1974. Börn Vilmundar frá fyrra sambandi með Guðrúnu Einarsdóttur, f. 9.7. 1975, eru Sara Dögg, f. 1999, Einar Sveinn, f. 2002 og Lilja Guð- rún, f. 2007. Fyrstu sporin tók Halldór í Reynistað í Staðahverfi í Grindavík. Við skilnað foreldra sinna var hann tekinn í fóstur af Sigríði og Valdimar sem þá bjuggu að Dalbæ, og síðar í Felli í Grindavík. Þau Halldór og Guðný hófu búskap í Hafn- arfirði 1962 og giftust 31. des- ember 1962. Árið 1963 fluttust þau til Akraness og eftir stutta viðdvöl þar vestur á Suðureyri við Súgandafjörð þar sem þau bjuggu til árins 1969. Þá lá leiðin að nýju til Hafnarfjarðar þar sem Halldór stundaði ýmis störf til sjós og lands. Kringum 1980 lá leiðin síðan til Hellis- sands og starfaði Halldór þá sem vélstjóri. Á Hellissandi bjuggu þau fram til 1996 er þau fluttu til Brogarness eftir að Halldór slasaðist. Árið 2007 komst Reynistaður aftur í eigu fjölskyldunnar. Halldór og Guðný fluttust árið 2010 að Skipastíg 12 í Grindavík og bjó Halldór þar til síðasta dags. Útför Halldórs verður gerð frá Grindavíkurkirkju 7. jan- úar 2016 og hefst athöfnin klukkan 13. g) Enok Anton, f. 1997. 2) María, f. og d. 9.9. 1958. 3) Kári, f. 15.10. 1959. Síðari kona Hall- dórs er Guðný Guðjónsdóttir, f. 2.2. 1943. Börn þeirra eru: 1) Guð- jón Júlíus, f. 3.7. 1963, kvæntur Karin Mariu Matts- son f. 20.5. 1969. Börn þeirra eru Jóhanna Lilja, f. 12.7. 2003, Júlíus Valdimar, f. 4.5. 2005, sonur Guðjóns er Kristmundur Freyr, f. 1986, móðir hans Hild- ur Kristmundsdóttir, f. 20.9. 1965. 2) Sigríður Kristín, f. 21.9. 1966, börn hennar eru Andrés Pétur Jónsson, f. 1982, Guðný Dóra Heiðarsdóttir, f. 1986, Gunnar Bjarni, f. 1992, Agnes Rut, f. 1995, Dagný Hrönn, f. 1999, Högnabörn. 3) Kristjana, f. 14.9. 1967, gift Sigurgeiri Bjarnasyni, f. 26.3. 1959, sonur þeirra er Daníel Smári, f. 1994. Börn Kristjönu frá fyrra sambandi eru Óskar Hinrik, f. 1984 og Ingibjört Rakel, f. 1988. Fósturdóttir Kristjönu er Ásdís Eyrún Sig- urgeirsdóttir, f. 1983. 4) Sig- urjón Gunnar, f. 12.1. 1970, í sambúð með Þórkötlu Ragn- arsdóttir, f. 9.6. 1975, sonur þeirra er Ragnar Þór Knudsen, f. 2008. Dóttir Sigurjóns úr fyrra sambandi er María Dís Með söknuð í hjarta og tár í augum kveð ég þig, elsku pabbi minn. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Ég verð að vera alveg hrein- skilin, hélt að ég væri svo tilbú- in að sleppa þér, elsku pabbi minn, vegna þess hversu lífið var þér erfitt en þegar ég heyrði þig draga andann í hinsta sinn þá nei. Ég vildi hafa þig hjá mér ennþá. Hjarta í lít- illi pabbastelpu sprakk í þús- undir mola. En ég vissi líka á þessu augnabliki að þér liði aft- ur vel, laus við alla þá hlekki sem þín lífsganga hafði fært þér. Þú varst orðinn þreyttur, þrekið farið, vildir sjaldan ræða þrautir og baráttu þína. Þó að tárin renni endalaust og stingurinn í hjarta mínu sé óbærilegur þá eru það góðu og fallegu minningarnar um þig sem færa mér gleði og hlýju. Pabbi, það tók þig ekki nema þrjá daga að sannfæra mig að setja páfagaukana aftur í gælu- dýrabúðina svo mamma og litli bróðir gætu komið heim af fæð- ingardeildinni, í staðinn fékk ég páfagaukasokka upp að hnjám og líka þá fengum við ekki bara „10 á toppnum að borða“ – puls- ur. Þegar þú eldaðir bláberja- súpuna handa okkur systkinum úr berjavíninu hennar mömmu, en okkur fannst hún skrítin og bragðvond en sem betur fer var okkur bjargað þegar Lúlli frændi hringdi í þig. Við vorum svo fljót að farga súpunni, út um gluggana á meðan þið bræð- urnir töluðuð saman. Tölum nú ekki um þegar þú hengdir út þvottinn, Guð minn góður, allt sett á snúruna, líka nærfötin! Var mjög fljót heim til að lag- færa það sem á snúrunni var. Við vorum ekki alltaf sam- mála um hlutina og eitt sinn þá varð okkur sundurorða í síma, ég mætti heim til ykkar mömmu að þér fannst á sömu sekúndu og þú lagðir tólið á. Það var svo gott að hafa ykkur mömmu í götunni fyrir neðan mig. Börnin mín fengu líka að njóta þess að hafa ykkur svona nærri sér, það voru allt aðrar reglur sem giltu hjá afa og ömmu og hafði ég ekkert um þær að segja. Efst í huga mínum er þakk- læti til þín, elsku pabbi, fyrir allt sem þú kenndir og hjálpaðir mér með, þó svo að þú sért kominn yfir í annan heim munu minningarnar um þig lifa um ókomin ár. Góða ferð, pabbi, þar til við hittumst á ný – ég veit að þú munt alltaf fylgja og vera mér hjá. Elska þig, pabbi. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Ps. Pabbi, ég veit að þú manst eftir samkomulaginu okkar. Þín dóttir, Anna. Nú kveð ég þig, pabbi minn, ég veit að þú ert kominn á betri stað og þínum þrautum og þján- ingum hefur linnt. Finnst vel við hæfi að minn- ast þín með þessum erindum: Nú hljómi lofsöngs lag frá lífsins hörpu í því rósin lífsins rauða er risin upp frá dauða. Vor lofgjörð linni eigi á lífsins sigurdegi. Þann dýrðardag að sjá minn drottinn, er mín þrá, því með þér, rósin rauða, ég rísa vil frá dauða og lifa þínu lífi, þín líkn mér breyskum hlífi. Ég þakka, Jesú, þér, að þú hefur gefið mér þá von, sem vetri breytir í vor, er sælu heitir. Því linnir lof mitt eigi á lífsins sigurdegi. (Bjarni Jónsson.) Drottinn blessi þig og varð- veiti. Kári Halldórsson. Við kveðjum hann pabba og tengdapabba, Halldór Kristján Kristjánsson, eða Dadda í Felli eins og hann var þekktur í Grindavík. Hann var þúsundþjalasmið- ur, allt lék í höndum hans þegar kom að tækjum, tólum og bíl- um, ef það bilaði þá var bara gert við með því sem var við höndina. Byrjaði ungur á sjó í Grindavík og náði sér í vél- stjóraréttindi og hóf þar bú- skap. Svo lá leiðin út á land, Hafnarfjörð, Akranes, Suður- eyri, Hnífsdal, Hafnarfjörð, Hellissand, Borgarnes og síðan hringnum lokað í Grindavík og þar bjó hann er hann lést. Mikið var barnalánið, hann eignaðist níu börn en litla stúlk- an hans hún María Halldórs- dóttir lést bara tveggja daga. Þannig að átta börn eru eftirlif- andi. Börnin hafa erft þetta barnalán, 25 barnabörn og 30 barnabarnabörn, þannig að þetta er hinn vænsti hópur. Í þrjú ár erum við Bettý búin að vera honum innan handar í þessum veikindum og þrautum sem á hann voru lagðar. Þessi ár eru búin að vera mjög gefandi, bæði í gleði og sorg. Hann hresstist allur þegar við komum með Millu í heim- sókn og gátum gist á Reynistað en gistinæturnar urðu færri vegna heilsubrests. Út í Staða- hverfi varð hann að komast og athuga hvort allt væri í lagi og kannski labba einn hring. En orkan var þrotin og þrautirnar miklar, var nóg að komast bara aðeins út í Staðahverfi. Það var alveg með ólíkindum hvað hann var duglegur að hífa sig inn í bílinn, þó að brakið og brest- irnir í mjöðmum og hnjám, eins og sagt er, nístu mann inn að beini. Alltaf var stutt í grínið og gamansemina hjá honum og þegar hann var pirraður þá vissi maður að hann var sár- þjáður. Og þótt maður spyrði hann, hafði hann það bara ágætt. Ekki mikið fyrir að kvarta eða kveina. Talaði um að fá bara að fara á Reynistað, jú það væri þá svo stutt að fara með hann í garðinn. Vikurnar fyrir 80 ára afmælið var hann mjög veikur og vorum við systkinin alveg í vafa hvort panta ætti sal og undirbúa veislu, þá heyrðist í gamla: „Ég klára afmælið og jólin, þá er nóg komið.“ Við það stóð hann. Nú er hann kominn á betri stað og leystur þrautunum frá. Kristjana systir skipulagði jólahald á Skipastígnum og pabbi var sko til í það. Bara drífa sig í fötin og stökkva af stað, ekki vantaði huginn og viljann. Þegar við heimsóttum hann rétt fyrir jólin fór ég fram og náði í appelsín og harðfisk með smjöri – hans uppáhald, búið að vera lengi, lengi. Hvísl- aði hann að okkur: „Veistu, ég er eiginlega búinn að fá leiða á öllum þessum harðfiski. Ég mundi alveg þiggja svona van- illuhring.“ Þá svona vissi maður að hverju stefndi, en heim ætlaði hann. En sú ferð var aldrei far- in. Með sorg og gleði í hjarta fylgjum við honum í síðustu ferðina út í Staðahverfi, nú er hann kominn heim. Hann ætlar að vaka yfir Reynistað og öllu sínu fólki. Viljum við færa bestu kveðj- ur til vinafólksins, Sigga og Báru, hvað þau hafa reynst pabba og Guðnýju fóstru vel í gegnum erfið veikindin, og ekki má gleyma öllum góðu stund- unum sem þau áttu saman. Mega þau hafa mikla þökk fyr- ir. Hafðu þökk fyrir allt, elsku pabbi og tengdapabbi. Blessuð sé minning þín. Kristján V. Halldórsson, Elísabet Egilsdóttir og barnahópurinn. Elsku besti besti afi, takk fyrir allt. Þegar við hugsum til þín þá flæða minningarnar fram í huga okkar og færist bros yfir andlit okkar systkinanna, við áttum góðar stundir saman, fengum líka að komast upp með ýmis- legt hjá ykkur ömmu sem var alls ekki leyfilegt heima hjá mömmu og pabba. Eins og þú sagðir svo oft að reglur í afa og ömmu húsi væru ekki þær sömu og heima, það var næstum allt leyfilegt. Að borða ekki skorp- una af brauðinu, borða kæfuna beint upp úr dósinni, dýfa mat- arkexi í kaffið þitt eða borða ís í tíma og ótíma að mömmu fannst. Afi minn fór á honum Rauð, eitthvað suður á bæi að sækja bæði sykur og brauð sitt af hvoru tagi. Elsku afi, þakka fyrir vináttu og allar þær yndislegu stundir, hlýju höndina og handleiðsluna. Bjartar minningar lifa með okk- ur ævina á enda. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín afabörn, Helena Rós og Halldór Kristján. Halldór Kristján Kristjánsson Elsku hjartans dóttir mín og systir okkar, ÁSTRÓS KRISTRÚNARDÓTTIR, Eyjabakka 28, Reykjavík, sem lést 24. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. janúar klukkan 15. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á alla starfsemi sem hlúir að eftirmeðferðarstarfi á Íslandi. . Kristrún Sigþórsdóttir, Aron Magnússon, Laufey Ólafsdóttir. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LÍNEY SIGURJÓNSDÓTTIR, lést 2. janúar. Útförin fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 12. janúar klukkan 13. . Matthías Matthíasson, Þórunn K. Matthíasdóttir, Magnús V. Magnússon, Guðrún Matthíasdóttir, Arnór Sigurjónsson, Þórey Anna Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR frá Höfn, Dýrafirði, Lönguhlíð 3, Reykjavík, andaðist aðfaranótt 31. desember á Landspítalanum Vífilsstöðum. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 12. janúar klukkan 13. . Ólafur Halldór Georgsson, María Inga Hannesdóttir, Auðun Georg Ólafsson, Ásta Einarsdóttir, Kári Pétur Ólafsson, Hugrún Birgisdóttir og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ARNAR INGIBJARTSSON húsasmíðameistari, Flúðaseli 89, Reykjavík, sem lést laugardaginn 24. desember, verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 10. janúar klukkan 13. . Signý Steinunn Hauksdóttir, Guðjón Arnar Sigurðsson, Ragnhildur Hallgrímsdóttir, Ingunn Jóna Sigurðardóttir, Vigfús M. Vigfússon og barnabörn. Ástkær bróðir okkar, KRISTÓFER BALDVINSSON, sem lést 26.desember, verður jarðsunginn frá Lindakirkju mánudaginn 9. janúar klukkan 13. . Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, Jón Þór Baldvinsson, Bryndís Baldvinsdóttir, Baldvin Guðmundur Baldvinsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GRÉTAR GEIR NIKULÁSSON, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést 31. desember á Landakoti. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 10. janúar klukkan 15. . Sjöfn Björg Kristinsdóttir, Kristinn H. Grétarsson, Guðrún B. Ólafsdóttir, Lárus Rúnar Grétarsson, Hrönn Eir Grétarsdóttir, Þorvaldur Guðjónsson, Björg Ýr Grétarsdóttir, Grétar Árnason, Katrín H. Grétarsdóttir, Lee Roy Tipton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.