Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Í New York urðu þau tímamót ánýársdag að borgin tók í notkun
nýja neðanjarðarlestarlínu eftir af-
ar langa og erfiða meðgöngu.
Kostnaðurinn við línuna, sem er um
2,5 kíló-
metrar að
lengd, er
rúmir 500
milljarðar
króna, eða
200 millj-
arðar
króna á
kílómetrann.
Þetta er yfirgengilega dýrt ogmargfalt dýrari lína en marg-
ar aðrar, til að mynda tífalt dýrari
en samskonar lína í Barcelona, sem
kostaði „aðeins“ 20 milljarða á kíló-
metrann.
Eins og sést af þessu eru lestar-kerfi mjög misjafnlega dýr en
það sem verra er þá er mjög hætt
við að kostnaður fari úr böndum.
Lestarkerfið í Barcelona varð til
dæmis þrefalt dýrara en til stóð.
Í Vefþjóðviljanum segir frá svip-aðri yfirkeyrslu en þar er fjallað
um svokallaðar léttlestir í Skot-
landi, sem er það sem borgarstjórn-
armeirihlutann í Reykjavík dreym-
ir um að plata inn á borgarbúa
undir nafninu borgarlína. Skosku
léttlestarsporin fóru 100% fram úr
áætlun og enduðu með að kosta 8
milljarða króna á kílómetrann.
Í Álaborg voru áform um léttlestslegin af, en þar átti kílómetrinn
samkvæmt áætlun að kosta 2,5
milljarða króna. Það er svimandi
upphæð en samt án efa vanmetin.
Yfirvöld í Álaborg leystu málinmeð löngum strætisvögnum og
spöruðu stórfé. Reykvísk stjórnvöld
eru hins vegar enn að ræða léttlest-
arkerfi í fullri alvöru.
Dýr mundi
borgarlínan öll
STAKSTEINAR
Fíflagangur á gangbrautum er al-
mennt ekki liðinn enda gilda
strangar reglur um umferð bæði
ökutækja og gangandi vegfarenda.
Á því er þó gerð örlítil undantekn-
ing því alþjóðlegur dagur fífla-
gangs verður haldinn í dag í
fyrsta sinn á Íslandi. Líkt og sjá
má á meðfylgjandi mynd sem tek-
in var í gær er fíflagangurinn haf-
inn þó að formlegur fíflagangur
hefjist ekki fyrr en kl. 14.00 í dag
í Vonarstræti og stígur Hrannar
Jónsson, formaður Geðhjálpar,
fyrstu skrefin í fylgd landsþekktra
gleðigjafa eins og Jakobs Frí-
manns Magnússonar, Eddu Björg-
vins, Björgvins Franz, Steinda Jr.
og fleiri.
Lögreglan gerir ekki athuga-
semdir við fíflaganginn „svo fram-
arlega sem hlutaðeigendur gæti að
gildandi ákvæðum umferðarlaga í
hvívetna“.
Fíflagang-
urinn hafinn
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Opið í dag 10-16
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Útsala
Útsala
Kjólar
40-50% afsláttur
Buxur
50% afsláttur
Bolir
40-50% afsláttur
Fjölskyldan
í sólina
Bókaðu snemma fyrir
sumarið 2017
Allt að 25.000 kr. afsláttur á mann.
Sjá nánar á VITA.IS
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
Veður víða um heim 6.1., kl. 18.00
Reykjavík 2 alskýjað
Bolungarvík 1 alskýjað
Akureyri -4 alskýjað
Nuuk -1 léttskýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló -11 léttskýjað
Kaupmannahöfn -7 skýjað
Stokkhólmur -7 snjókoma
Helsinki -22 heiðskírt
Lúxemborg -4 léttskýjað
Brussel -1 heiðskírt
Dublin 11 súld
Glasgow 9 þoka
London 4 rigning
París 0 heiðskírt
Amsterdam -1 heiðskírt
Hamborg -5 heiðskírt
Berlín -3 léttskýjað
Vín -5 snjóél
Moskva -25 snjókoma
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 11 heiðskírt
Barcelona 10 léttskýjað
Mallorca 11 léttskýjað
Róm 0 heiðskírt
Aþena 7 skýjað
Winnipeg -19 skýjað
Montreal -13 léttskýjað
New York -2 snjókoma
Chicago -17 heiðskírt
Orlando 18 þoka
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:11 15:59
ÍSAFJÖRÐUR 11:49 15:31
SIGLUFJÖRÐUR 11:33 15:12
DJÚPIVOGUR 10:48 15:20
Umferðin um Snæfellsnes var 28%
meiri á nýliðnu ári en árinu á und-
an. Umferðin um mælisnið á Vest-
fjörðum og Austfjörðum jókst einn-
ig verulega, eða um 18-19%.
Umferðin hefur aldrei verið meiri
en nú frá upphafi samantektar
mælinga, árið 2005. Kemur þetta
fram í frétt á vef Vegagerðarinnar.
Ef litið er til hlutfallslegrar
aukningar umferðar frá árinu 2005
sést að umferð um Vestfirði hefur
meira en tvöfaldast. Hún jókst um
120%. Umferð um Snæfellsnes jókst
um 81% en um 40% um Austfirði.
Umferð um Snæ-
fellsnes eykst hratt