Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 ✝ Fanney Jóns-dóttir fæddist 6. mars 1933 í Norðurhjáleigu í Álftaveri. Hún lést 3. desember 2016 á hjúkrunardeildinni Fossheimum á Sel- fossi. Foreldrar henn- ar voru Þórunn Pálsdóttir, f. 1896, d. 1989, húsfreyja, og Jón Gíslason, f. 1896, d. 1975, bóndi og alþingismaður, er þar bjuggu frá 1918 til dauðadags. Systkinin voru: Þórhildur, f. 1918, Júlíus, f. 1920, Gísli, f. 1921, Pálína, f. 1923, Böðvar, f. 1925, Sigurður, f. 1927, Guð- laug, f. 1927, dó í frumbernsku, Guðlaugur, f. 1930, Jón, f. 1931, Fanney, f. 1933, Sigrún, f. 1935, Sigþór, f. 1937, og Jónas, f. 1939. Eftirlifandi eru Guð- laugur, Jón og Jónas. Fanney nam í barnaskóla sveitarinnar og fór síðar í hús- mæðraskóla í Reykjavík. Á æskuheimilinu var mikið að gera og tóku systkinin snemma virkan þátt í búskapnum sem var venjulegur sveitabúskapur mestmegnis með sauðfé, en kýr til heimilisnota þar sem mjólkin var unnin heima, skilin og rjóm- Hergeirs eru: 1) Ragnheiður f. 1962. Sambýlismaður hennar er Snorri Jóelsson. Dætur hennar: a)Svanhildur Lilja, f. 1988, í sambúð með Hauki Unnari Þor- kelssyni, börn þeirra eru Snæ- þór Daði og Agla Fanney, b) Fanney, f. 1990, í sambúð með Arnari Péturssyni, dóttir þeirra er Rán og Arnar á soninn Aron Elí. 2) Þórir, f. 1964, giftur Kirsten Gaard. Börn þeirra: María, f. 1993, Sunniva, f. 1996, og Mathias, f. 2000. Þau búa í Noregi. 3) Grímur, f. 1969, gift- ur Björk Steindórsdóttur. Börn þeirra: a) Hildur, f. 1987, í sam- búð með Elíasi Erni Einarssyni, Hildur á synina Jakob Mána og Aron Loga, b) Eva, f. 1995, c) Hergeir, f. 1997 og d) Ragnheið- ur f. 2005. 4) Guðrún Herborg, f. 1973, gift Júlíusi Magnúsi Pálssyni. Saman eiga þau Fann- ar Þór, f. 2008. Guðrún Herborg á Janus Daða Smárason, f. 1995, og Júlíus á synina Gunnar Pál, f. 1995, og Einar Karl, f. 1996. Fyrstu búskaparárin var Fanney heimavinnandi. Þegar börnin uxu úr grasi fór Fanney að vinna utan heimilisins, lengst af við umönnun á hjúkrunar- deildinni Ljósheimum. Heilsu hennar fór mjög að hraka sl. 6-8 ár og síðustu tvö og hálfa árið dvaldi hún á hjúkrunarheim- ilinu Fossheimum á Selfossi. Útför Fanneyjar fór fram í kyrrþey. inn strokkaður til smjörgerðar og ostur og skyr gerð úr undanrennunni. Á sumrin var sil- ungs- og sjóbirt- ingsveiði í Kúða- fljóti. Í vondum veðrum þegar skipsströnd urðu við ströndina kom fyrir að taka þurfti á móti hröktum strandmönnum. Til allra þess- ara verka námu börnin af for- eldrum sínum og föðurfor- eldrum sem voru í heimilinu og lifðu fram um miðja 20. öld. Fanney fór snemma til vinnu að heiman og vann m.a. á hót- elinu á Kirkjubæjarklaustri, Skógaskóla og sem ráðskona í símavinnu með Júlíusi bróður sínum. Þá fór hún til Vest- mannaeyja þar sem hún vann með Pálínu systur sinni í mötu- neytum. Hún vann einnig um árabil á saumastofu í Reykja- vík. 15. apríl 1962 giftist Fanney Hergeiri Kristgeirssyni, fyrr- verandi lögreglufulltrúa, f. 16. ágúst 1934. Hófu þau búskap á Selfossi, byggðu sér hús að Birkivöllum 24 og bjuggu þar frá árinu 1964. Börn þeirra Á kveðjustundu streyma minningarnar fram, hugurinn ferðast um liðinn tíma og fyrir hugskotssjónum standa myndir af augnablikum og atvikum lið- inna tíma. Hún mamma mín þekkti tím- ana tvenna. Hún ólst upp á stóru heimili, systkinahópurinn var stór og mikill gestagangur. Börnin lærðu snemma til verka og tóku þátt í flestum störfum. Hún hafði gaman af því að læra og tileinka sér nýja þekkingu. Skólaganga í þá daga var með allt öðrum hætti en nú á tímum og margt af því sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í dag var ekki í boði. Hana dreymdi um að læra til ljósmóður en að- stæður höguðu því þannig að ekki gat af orðið. Ég held að ekki síst þess vegna hafi hún alla tíð lagt á það mikla áherslu við okkur systkinin að mennta okkur og hún studdi okkur til þess af lífi og sál. Mamma var skapandi per- sónuleiki og var með „græna fingur“ eins og stundum er sagt. Hún naut sín vel í garð- inum og gróðurhúsinu á Birki- völlunum þar sem hún ræktaði fegurstu rósir og runna að ógleymdum matjurtunum. Hún var lausnamiðuð í verkum sín- um og mikil hagleiksmanneskja hvort sem um var að ræða prjónaskap, saumaskap, postu- línsmálun eða aðra list og handverk. Mamma var fróð um landið okkar og lífríkið og þau pabbi kenndu okkur systkinun- um að umgangast náttúruna af virðingu. Útilegur vítt og breitt um landið. Tjaldað við fallegan læk, gengið og klifrað, rennt fyrir fisk, hlustað á fuglana og stundum gengið fram á hreiður, jafnvel tófugreni. Fjölskyldan vel nestuð með fjölbreyttu heimagerðu góðgæti eins og mömmu var einni lagið. Hún studdi okkur til góðra verka og umfram allt sýndi okkur ómælda ást og um- hyggju. Kenndi okkur að bera virðingu fyrir samferðafólki okkar og koma vel fram hvert við annað. Hún lék við okkur, söng með okkur og sagði okkur sögur frá sinni æsku. Sagði að krakkar ættu að leika sér, helst úti og þyrftu að kunna að hafa ofan af fyrir sér sjálf. Vinir okkar voru alltaf velkomnir á heimilið, það mátti leika heima hjá okkur þegar við vorum búin að læra heima eða sinna öðrum verkefnum sem okkur voru ætl- uð. Hún stappaði í okkur stál- inu þegar á móti blés og hvatti okkur til að sýna hógværð og þakklæti þegar allt gekk að óskum. Á sinn hófsama hátt hlúði mamma að fjölskyldunni og við systkinin flugum úr hreiðrinu með gott veganesti. Mamma vissi fátt skemmti- legra en að fylgjast með ömmu- börnunum og síðar langaömmu- börnunum. Þegar amma kom þá var sér- stakur tíminn tekinn í að setj- ast niður með börnunum í þeirra herbergjum og spá í lífið og tilveruna. Hvað þau væru að fást við, hvernig gengi í skól- anum og íþróttunum og fá að heyra hvað þau væru að spila í tónlistarskólanum. Varla liðu þau jól eða afmæli að þau fengju ekki nýjar flíkur eða fal- lega hluti sem hún hafði gert handa þeim. Hún mamma mín stendur mér fyrir hugskotssjónum fal- leg og björt yfirlitum, brosir og segir okkur að þetta verði allt í lagi. Það er sárt að kveðja en dýrmætar minningar lifa. Ragnheiður Hergeirsdóttir. Við kvöddum elsku Fanneyju frænku á fallegum vetrardegi rétt fyrir jól. Fanney var ynd- isleg kona, hlý, hláturmild og umhyggjusöm. Hún var mikil hannyrðakona og bar heimili hennar vott um góðan smekk og myndarskap. Hún var móðursystir okkar, tíu árum yngri en mamma en samt voru þær alltaf mjög góð- ar vinkonur og áttu margt sam- eiginlegt. Þær ólust upp í Norðurhjáleigu í stórum syst- kinahópi og hefur sennilega oft verið fjör á því heimili. Við komum oft á Birkivellina þar sem tekið var á móti ferða- löngunum frá Eyjum með þéttu faðmlagi. Húsmóðirin bauð allt- af upp á gómsætar heimalag- aðar kræsingar eins og kleinur og tertur sem við höfðum góða lyst á. Skoðunarferð um garð- inn og gróðurhúsið til að dást að blómunum og grænmetinu var fastur liður og augljóst að hún hafði yndi af að sinna þessu öllu. Fanney og Geiri höfðu alltaf gaman af að koma til Eyja enda höfðu þau kynnst þar á vertíð. Þau gáfu sér yfirleitt góðan tíma, stoppuðu í nokkra daga enda samgöngur ekki eins góðar í þá daga og nú. Í einni ferðinni fyrir mörgum árum var farið í siglingu í kringum Heimaey. Veðrið reyndist ekki eins gott og haldið var í fyrstu og urðu þær systur Fanney og Palla mjög sjóveikar, þær sátu saman og ældu í plastpoka sem reyndist svo vera botnlaus. Lengi gátu þær nú hlegið að þessu, blessaðar. Í mörg ár fóru systurnar til Böðvars bróður síns á haustin til að taka slátur, þrífa og baka fyrir veturinn. Heyrst hefur að þar hafi mikið gengið á og þrátt fyrir mikla vinnu hafi systkinin átt þarna góðar sam- verustundir. Nú eru þær sameinaðar á ný, Hjáleigusysturnar, Fannsa, Rúna, Palla og Hilda. Við trú- um því að þar sé hlegið, sungið, spilað og sagðar sögur sem aldrei fyrr. Við viljum þakka Fanneyju alla tryggðina við okkur og sendum Hergeiri, Ragnheiði, Þóri, Grími,Guðrúnu og fjöl- skyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Þórunn og Sigríður Ragnarsdætur. Nú þegar Fanney er öll lang- ar mig að minnast hennar með söknuði og þakklæti fyrir góð kynni í rúm 60 ár. Veturinn 1955 fór ég á vetrarvertíð til Vestmannaeyja, skömmu eftir nýár, til landvinnu hjá útgerð Ársæls Sveinssonar. Þannig var málum háttað að landmenn- irnir hjá Ársæli voru að mestu leyti úr tveimur sveitarfélög- um, Álftaveri og Gaulverjabæj- arhreppi. Ársæll rak mötuneyti fyrir starfsmenn sína að Strandvegi 80. Þarna kynntist ég Fanneyju fyrst, en hún vann í mötuneytinu með Pálínu syst- ur sinni og fleiri stúlkum. Þá voru þarna tveir bræður þeirra og fimm frændsystkini frá Hraunbæ. Meðal Bæjarhrepp- inga var stórvinur minn Her- geir Kristgeirsson frá Gerðum. Þessi mannskapur var að mestu óbreyttur vertíðirnar 1953-1955, sem ég var í Eyjum. Þessi góði kunningsskapur okk- ar Bæjarhreppinga við Álftaver varð til þess að við efndum tvisvar til skemmtiferðar í Álftaver, sumrin ’53 – ’54. Við fórum á rútubíl með nesti og tjöld, sem tjaldað var við tún- fótinn í Hraunbæ. Við heils- uðum upp á vinafólk okkar í Hraunbæ og Norðurhjáleigu. Við lentum á böllum á Herjólfs- stöðum og Hrífunesi. Það er bjart yfir þessum minningum. Hergeir lærði rafvirkjun og þau Fanney byggðu sér hús á Selfossi. Á sama tíma höfðum við Guðlaug kona mín ákveðið að setjast að á Selfossi. Við Hergeir hjálpuðum hvor öðrum við húsbyggingarnar, hann lagði rafmagn en ég múraði. Kona mín, sem er Vestmann- eyingur, hafði kynnst Fanneyju þar og þær bundist vináttu- böndum. Því varð mikill sam- gangur milli heimilanna, gagn- kvæmar heimsóknir um helgar með börnin. Mér finnst að við, þessi tvenn hjón, höfum átt miklu barnaláni að fagna, slíkt er ekki alveg sjálfgefið en við höfum verið heppin. Um árabil komu þær Fanney og kona mín, ásamt fleiri kon- um, saman til að mála postulín. Þá urðu til margir fallegir grip- ir sem prýtt hafa heimilin. Þeg- ar börn þeirra Fanneyjar og Hergeirs voru orðin stálpuð fór Fanney að vinna við umönnun aldraðra á Ljósheimum við Austurveg. Þetta átti vel við hana þar sem hún hafði til að bera þann hlýleika sem aldraðir þarfnast fyrst og fremst. Fyrir um það bil 12 árum byrjaði Fanney að kenna þess sjúkdóms, alzheimers, sem hún mátti búa við til æviloka, með vaxandi þunga. Síðustu árin hafði hún vist á Fossheimum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Við heimsóttum hana oftsinnis og hún fagnaði okkur alltaf með sama hlýleika og þekkti okkur bæði með nafni til síð- ustu daga. Við erum þakklát fyrir vin- áttu þessarar góðu konu sem nú hefur varað í meira en 60 ár með ótal gleðistundum. Þeirra er gott að minnast. Eiginmanni hennar og börnum færum við innilegar samúðarkveðjur. Sigurjón Erlingsson. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. (Höf. ók.) Gamlir grannar á Birkivöll- um 23 þakka Fanneyju sam- fylgdina í gegnum árin og senda öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Erla Haralds- dóttir og fjölskyldur. Fanney Jónsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGURLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR ljósmóðir, Hofakri 7, Garðabæ, lést á Landakoti 5. janúar. . Ásgeir Valhjálmsson, Gísli Ásgeirsson, Karen Þórólfsdóttir, og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, tengdafaðir og afi, SVEINN TORFI ÞÓRÓLFSSON verkfræðingur, Þrándheimi, lést miðvikudaginn 28. desember. Útförin fer fram þriðjudaginn 17. janúar klukkan 13 frá Havsteinskirkju, Þrándheimi. . Sigríður Erla Gunnarsdóttir Hans Jakob Jakobsen Sigrid Hansdottir Jakobsen Hákon Hansson Jakobsen Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, Kelduhvammi 1, Hafnarfirði, lést 26. desember á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við viljum þakka starfsfólki Ísafoldar fyrir góða umönnun á ævikvöldi hennar. . Tómas Grétar Sigfússon, Gunnar Tómasson, Elsa Marísdóttir, Sigfús Tómasson, Oddfríður Jónsdóttir, Rita Eigminaite, Tómas Tómasson, Kristín Harðardóttir, Anna Margrét Tómasdóttir, Jónas Jónatansson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGFRÍÐ LÁRUSDÓTTIR sjúkraliði, Reykjaflöt, Hrunamannahreppi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. janúar klukkan 13. . Finnbogi Jóhannsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er KRISTJÁN EGILSSON, fv. flugstjóri, lést fimmtudaginn 5. janúar. . Margrét Ósk Sigursteinsdóttir, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Magnús Ragnarsson, Ásta Kristjánsdóttir, Bragi Gunnarsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR GUÐMUNDSSON trésmíðameistari, Hátúni, Eyrarbakka, lést að kvöldi nýársdags á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Útför fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 14. janúar klukkan 13. . Ingibjörg Eiríksdóttir, Páll Halldórsson, Sigurlína Eiríksdóttir, Sigurður Steindórsson, Kristín Eiríksdóttir, Erlingur Þór Guðjónsson, Árni Eiríksson, Guðrún Björg Leósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.