Morgunblaðið - 07.01.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
SÓLTÚN KYNNIR
ÖRYGGIS- OG ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR
UM ÍBÚÐIRNAR
Nýjar og bjartar tveggja til fjögurra herbergja
íbúðir í fimm hæða húsi, að meðaltali um 95 m2
að stærð, til sölu fyrir 60 ára og eldri. Yfirbyggðar
suðursvalir. Stæði í upphitaðri bílageymslu, auk
þess sem geymsla fylgir öllum íbúðum.
Íbúðirnar eru staðsettar í Sóltúni 1–3, beint
á móti Sóltúni hjúkrunarheimili. Frábær
staðsetning miðsvæðis og stutt í alla þjónustu
í nágrenninu.
Kynntu þér íbúðirnar, verðskrá og aðrar
upplýsingar á www.soltunibudir.is eða hafðu
samband við okkur og bókaðu fund.
Sóltún 1 ehf | Laugavegi 182 | 105 Reykjavík
Sími 563 1440 | soltunibudir@soltunibudir.is | www.soltunibudir.is
PO
RT
hö
nn
un
Til sölu fyrir 60 ára og eldri
í Sóltúni 1-3, Reykjavík.
Verð frá kr. 39.800.000.
ÍBÚÐIRNAR VERÐA AFHENTAR Í APRÍL 2017
Heimilt verður að veiða heldur
fleiri hreinkýr á þessu ári en á því
liðna en færri tarfa. Kemur það
fram í tilkynn-
ingu umhverfis-
og auðlinda-
ráðuneytisins.
Hrein-
dýrakvóti ársins
er ákveðinn af
ráðherra að
fengnum til-
lögum frá Um-
hverfisstofnun.
Heimilt verð-
ur að veiða allt að 1.315 hreindýr í
ár, 15 dýrum fleira en á því síðasta.
Þar af verður heimilt að veiða 922
kýr sem er 74 kúm fleira en á síð-
asta ári. Leyft verður að veiða 393
tarfa sem er 59 törfum færra en á
liðnu ári.
Síðasta haust var heimilt að veiða
1.300 hreindýr. Ekki tókst að veiða
þau öll vegna aðstæðna á sumum
veiðisvæðanna.
Veiðitíminn er sá sami og í fyrra.
Tarfar verða veiddir frá 1. ágúst til
15. september og veiðitími kúa er
frá 1. ágúst til 20. september. Um-
hverfisstofnun getur þó heimilað að
veiðar á törfum hefjist heldur fyrr.
Umhverfisstofnun mun auglýsa
veiðileyfin og sjá um sölu þeirra. Á
síðasta ári sóttu 3.200 um þau 1.300
leyfi sem í boði voru. Leyfunum var
úthlutað eftir að nöfn þeirra
heppnu höfðu verið dregin út í byrj-
un mars.
Leyft að veiða fleiri
kýr en færri tarfa
Hreindýr Fleiri dýr
verða veidd í ár.
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið
að fresta innleiðingu á nýju
greiðsluþátttökukerfi vegna heil-
brigðisþjónustu til 1. maí næstkom-
andi. Ákvörðunin byggist á því að
meiri tíma þurfi til að undirbúa
kerfisbreytinguna, fyrst og fremst
vegna ýmissa tæknilegra örð-
ugleika við útfærslu hennar. Sam-
kvæmt nýju greiðsluþátttökukerfi
verður tryggt að mánaðarlegar
greiðslur fólks fyrir heilbrigð-
isþjónustu fari aldrei yfir tiltekið
hámark og að þar með verði jafn-
framt sett þak á árleg heildar-
útgjöld fólks fyrir þá heilbrigð-
isþjónustu sem fellur undir nýja
greiðsluþátttökukerfið.
Nýju greiðsluþátt-
tökukerfi seinkar
Erla Rún Guðmundsdóttir
erlarun@mbl.is
Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu standa að frístundarstyrkjum en
víðsvegar á landsbyggðinni standa
slíkir styrkir ekki til boða.
Margrét María Sigurðardóttur,
umboðsmaður barna, segir engar
samræmdar reglur vera til um
styrkveitingar til frístundastarfs.
„Íslenska ríkið er bundið af
barnasáttmálanum og þar á að gæta
jafnréttis. Svo afhendir ríkið ákveð-
in verkefni til sveitarfélaga og [þau
hafa] ákveðið svigrúm um hvernig
þau framfylgja verkefnunum. Auð-
vitað myndum við gjarnan vilja að
það væri eitthvert samræmi en
sveitarfélögin hafa þetta svigrúm.“
Að sögn Margrétar Maríu er um-
ræða um þessi mál mikilvæg. „Auð-
vitað getur það verið mjög bagalegt
að það sé svona mikill munur frá ein-
um stað til annars.“
Frístundastyrkur Reykjavík-
urborgar hækkaði um 17 þúsund
krónur frá síðasta ári en að sögn
Björns Blöndals, formanns borg-
arráðs, var markmiðið með breyt-
ingunni að gera sem flestum kleift
að nýta sér frístundastarf.
„Það hefur sýnt sig að þátttakan
er heldur minni í þeim hópum þar
sem foreldrar eru tekjuminni og við
erum að vonast til að þetta auki
möguleika fleiri á þátttöku.“
Segir ekki alla söguna
Ísafjarðabær er dæmi um þau
sveitarfélög sem ekki standa að frí-
stundastyrkjum. Margrét Halldórs-
dóttir, sviðstjóri skóla- og tóm-
stundasviðs Ísafjarðarbæjar, segir
sveitarfélagið þó vel samkeppn-
ishæft við þau sveitarfélög sem
bjóða upp á frístundastyrk.
„Íþróttafélögunum sem slíkum er
veittur rekstrarstyrkur og það er
hugsað til að koma til móts við æf-
ingagjöld barna. Við höfum líka gert
verkefnasamning við íþróttafélögin
sem eru með íþróttastarf fyrir börn.
Þau leysa þá af hendi einhver létt og
löðurmannleg verkefni fyrir
ákveðna fjármuni.“ Margrét segir
stærsta verkefnið þó líklega vera
íþróttaskóla Héraðssambands Vest-
fjarða fyrir nemendur í 1.-4. bekk.
„Þar geta krakkar farið í allt það
sport sem þau vilja. Þau borga bara
8 þúsund krónur fyrir önnina og svo
er mismunurinn greiddur af sveitar-
félaginu.“
Sem dæmi má þess geta að fullt
nám við Tónlistarskólann á Ísafirði
skólaárið 2016-2017 kostaði 89.500
kr. en í Tónlistarskólanum í Kópa-
vogi greiddu nemendur í fullu námi
121.000 eða 81.000 ef frístunda-
styrkur er nýttur að fullu. Í Tónlist-
arskólanum á Akureyri var fullt
gjald 98.526 kr. en 78.526 ef frí-
stundarstyrkurinn er fullnýttur.
Tómstundastarf mikilvægt
Árni Guðmundsson, aðjunkt við
tómstunda- og félagsfræðideild Há-
skóla Íslands og sérfræðingur í
æskulýðsmálum, segir ýmsar rann-
sóknir hafa sýnt fram á mikilvægi
tómstundastarfs barna.
„Þátttaka í æskulýðsstarfi er bæði
jákvæð og uppbyggileg. Þarna er
verið að leggja grunn að góðum
áhugamálum fyrir tilveruna og góð
tómstundamál í æsku eru lykill að
lífshamingju.“ Árni hefur meðal
annars talað við eldri borgara um
tómstundaævi þeirra og þannig
fræðst um mikilvægi áhugamála.
„Það kemur greinilega fram að
gott áhugamál er gulls ígildi. Það
eru veruleg lífsgæði falin í því að
eiga góðar og ríkar tómstundir.“
Gott fyrir samfélagið
Árni segist því fagna því að sveit-
arfélög veiti frístundastyrki enda
séu þeir til þess fallnir að sem flestir
hafi aðgang að góðu tómstunda-
starfi. Þá hvetur hann önnur sveit-
arfélög til að skoða málið vandlega.
„Það er erfitt ef þetta varðar efna-
hag fólks því að sumar tómstundir
kosta peninga. […] Ég hvet öll þau
sveitarfélög sem ekki standa að
svona styrkjum eindregið til að gera
það. Það kemur bæði einstaklingn-
um og samfélaginu ákaflega vel.“
Engar samræmdar reglur
Morgunblaðið/Golli
Leikur og list Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar,
segir mikilvægt að fólk átti sig á því að frístundastarf snúist ekki bara um
íþróttir heldur sé ótrúlega margt og fjölbreytt í boði fyrir börnin.
Frístundastyrkir sveitarfélaganna 2017
SVEITARFÉLAG UPPHÆÐ ALDURSBIL
REYKJAVÍK 50.000 kr. 6–18 ára
SELTJARNARNES 50.000 kr. 6–18 ára
KÓPAVOGUR 40.000 kr. 5–18 ára
HAFNARFJÖRÐUR 36.000 kr. 6–18 ára
GARÐABÆR 32.000 kr. 5–18 ára
MOSFELLSBÆR 27.500–36.093 kr. 6–18 ára
AKRANES 25.000 kr. 6–17 ára
REYKJANESBÆR 21.000 kr. 6–16 ára
AKUREYRI 20.000 kr. 6–17 ára
BOLUNGARVÍK 20.000 kr. 0–20 ára
FJALLABYGGÐ 20.000 kr. 4–18 ára
ÁRBORG 15.000 kr. 5–17 ára
FLJÓTSDALSHÉRAÐ Engir frístundastyrkir
ÍSAFJARÐARBÆR Engir frístundastyrkir
Heimild: Vefsíður sveitarfélaganna
Ósamræmi um frístundastyrki milli sveitarfélaga Hæstir á höfuðborgar-
svæðinu Beinir styrkir ekki eina leiðin Tómstundamál lykill að lífshamingju