Morgunblaðið - 07.01.2017, Síða 28
28 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
BAKSVIÐ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Jacqueline Sauvage var tákngerv-
ingur plágu heimilisofbeldis í
Frakklandi og fangelsun hennar
hafði verið mótmælt hvað eftir ann-
að. Francois Hollande forseti not-
færði sér ákvæði í lögum sem sjald-
an er beitt og náðaði hana á fjórða
degi jóla. Hafði frú Sauvage verið
dæmd í 10 ára fangelsi árið 2012
fyrir að skjóta ofbeldisfullan mann
sinn til bana. Fyrir dómstólum rétt-
lætti hún þá gjörð sem neyðar-
úrræði til að losna undan andlegum
og líkamlegum misþyrmingum um
áratuga skeið.
„Löngu stríði var að ljúka í þessu
en baráttan heldur þó áfram í þágu
allra kvenna,“ sagði lögmaður Sau-
vage, Janine Bonaggiunta, við
BFM-sjónvarpsstöðina, eftir að
hafa fengið að vita af náðuninni.
Skjólstæðingur hennar var þá horf-
inn úr fangelsinu í fylgd dætra
sinna.
Eftir undirskriftaherferð fyrir
náðun hennar sem dætur Sauvage
þrjár höfðu staðið fyrir og rúmlega
380.000 manns lagt lið aflétti Hol-
lande refsingu hennar að hluta í
janúar 2016. Við það öðlaðist hún
rétt til að fara fram á reynslulausn,
sem á var látið reyna. Hún var ekki
bænheyrð því tveir dómstólar höfn-
uðu kröfunni. Barátta aðstandenda
hennar og stuðningsmanna hélt
samt áfram.
Sjaldan beitt
„Forseti lýðveldisins ákvað að
fangelsið væri ekki lengur staður
fyrir frú Sauvage, heldur í faðmi
fjölskyldu sinnar,“ sagði í tilkynn-
ingu sem gefin var út í Elysee-höll í
tilefni náðunarinnar.
Hollande hafði einu sinni áður
beitt hinu sérlega forsetavaldi og
veitt öldruðum manni, Philippe El
Shennawy, reynslulausn árið 2013.
Hann hafði þá setið í fangelsi í 38
ár, eða lengur en nokkur annar
fangi í sögu Frakklands. Forsetinn
getur beitt valdi sínu til að stytta
refsingu en getur ekki raskað for-
sendum sakfellingarinnar. Frá
árinu 2008 hefur þessu forsetavaldi
aðeins verið beitt í einstaka máli
einstaklinga. Þar áður var það helst
brúkað til að fella úr gildi smásak-
fellingar, svo sem umferðarsektir, í
massavís. Oftast var því beitt við
áramót og á sérstökum tyllidögum,
svo sem þjóðhátíðardeginum. Tekið
var fyrir slíkar hópuppgjafir saka
árið 2008.
Sú náðun sem er líklega sögu-
frægust í Frakklandssögunni er
náðun herforingjans Alfreds Drey-
fus árið 1899. Hafði hann verið
dæmdur fyrir landráð en sakfell-
ingin olli gríðarlegum óvinsældum
og hörðum deilum. Áfrýjunarréttur
ógilti síðar landráðadóminn.
Kinnhestur kornið sem
mælinn fyllti
Jacqueline Sauvage er 69 ára og
hafði setið inni í rúm þrjú ár af 10.
Hún var sakfelld fyrir að hafa þann
10. september 2012 skotið eigin-
mann sinn, Norbert Marot, í bakið
með veiðibyssu á heimili þeirra í
Selle-sur-le-Bied, um þúsund
manna bæjarfélagi í Loiret-sýslu,
rúmlega 100 km suður af París.
Hæfðu þrjár kúlur hann. Daginn
áður hafði sonur þeirra, Pascal,
fengið nóg af harðræði föðurins og
hengt sig. Þetta septembersíðdegi
blundaði frú Sauvage í sófa er eig-
inmaður hennar, herra Marot, gekk
þar að og sló hana í andlitið og
krafðist þess að hún eldaði kvöld-
mat handa honum. Hún sagði kinn-
hestinn hafi verið kornið sem fyllti
mælinn; aflið sem ýtti við henni og
knúði hana til aðgerða. Í stað þess
að fara fram í eldhús tók hún veiði-
riffil úr skáp, gekk út á veröndina
þar sem maður hennar sat og
dreypti á viskíi og skaut hann.
Dómarar tóku ekki til greina við-
bárur hennar að um nauðvörn hefði
verið að ræða þar sem hún hafði
skotið mann sinn í bakið – og það
nokkrum mínútum eftir að hann rak
henni kjaftshöggið. Féllust þeir þó
á að ekki hafi verið um morð að
yfirlögðu ráði að ræða. Þeir átöldu
hana fyrir að hafa ekki gengið út af
heimilinu eða kært mann sinn áður
en hún greip til örþrifaráðs síns.
Einhverju sinni hafði hún reynt að
svipta sig lífi en fram kom við rétt-
arhöldin að læknir sem annaðist
hana hefði aldrei spurt um ástæður
þess. Þá fór ein dætranna til lög-
reglu og sagði að faðir sinn hefði
nauðgað sér. Tók lögreglan það
ekki alvarlega og dró hún ásökun
sína til baka af ótta við viðbrögð
föðurins.
Sjálfsvörn þröngt
skilgreind í lögum
Réttarhöld í málinu fóru fram
2014 og 2015 fyrir stórglæpadóm-
stóli í bænum Blois. Dómur gekk
þann 28. október 2014 með því að
hún var dæmd í 10 ára fangelsi, þá
65 ára, fyrir morð. Ári seinna stað-
festi áfrýjunarréttur hann. Fyrir
dómi greindi Jacqueline Sauvage
þar frá því að hún hafði búið við of-
beldi af hálfu áfengissjúks eigin-
manns síns um 47 ára skeið. Hún
hefði lengi vel talið það vera sína
skömm. Sömuleiðis hefði maður
hennar beitt dætur þeirra þrjár
kynferðislegu ofbeldi á æskuárum
þeirra og beitt þær líkamlegu of-
beldi einnig. Lýstu þær ofbeldi hans
við rannsókn málsins og í dómsölum
en fyrir rétti sögðust þær hafa verið
„of smánaðar“ til að hafa kjark í sér
til að leita sér hjálpar.
Áfrýjun dómsins yfir Sauvage féll
á lagagrein sem kveður á um að
sjálfsvörn verði að vera beitt taf-
arlaust gegn árás og vera í réttu
hlutfalli við hana. „Þrjú skot í bakið
er of mikið til að geta fallist á sjálfs-
vörn,“ sagði saksóknari í málinu. Á
það féllust dómararnir sem sögðu
aðgerðaleysi hennar í 47 ára hjóna-
bandi augljóst og vekja spurningar
um hvers vegna það tók hana svo
langan tíma að gera eitthvað gagn-
vart manninum sem beitt hafði hana
og börn hennar kynferðislegu of-
beldi. Verjandi Sauvage lagði að
dómurum að rýmka sjálfsvarnar-
skilgreininguna í málum kvenna
sem búið hefðu við ofbeldi í hjóna-
bandi.
Mál Sauvage hefur vakið mikla
athygli í Frakklandi og létu kven-
réttindasamtök, fræga fólkið og
stjórnmálamenn það til sín taka.
Leiddi það til víðtækari umræðu um
heimilisofbeldi í landinu, en á annað
hundrað kvenna fellur þar fyrir
hendi maka síns á ári hverju. Efnt
var til fjöldagöngu henni til stuðn-
ings í París í byrjun nýliðins desem-
bermánaðar.
Dómarar óhressir
Fólk sem lagði baráttunni fyrir
frelsi Sauvage lið fagnaði náðun
hennar. Einn af verjendum hennar,
Nathalie Tomasini, sagði við út-
varpsstöðina RTL að náðunin væri
„mögnuð yfirlýsing“ fyrir allar kon-
ur sem væru fórnarlömb heimilis-
ofbeldis. Formaður samtaka rann-
sóknardómara, Virginie Duval,
andmælti hins vegar náðuninni og
sagði forsetann hafa lítilsvirt lands-
lögin „til að gleðja almannaróm“.
Við blaðið Le Monde sögðu dómara-
samtökin (USM) ákvörðun Hollande
„hneykslanlega og sorglega“ árás á
hlutleysi réttarfarsins.
Fulltrúar stjórnmálaflokka bæði
vinstri- og hægrimanna lýstu hins
vegar ánægju sinni og mun það
vera fyrsta ákvörðunin í tæplega
fimm ára forsetatíð Hollande sem
allir flokkar taka undir.
Önnur frönsk kona, Alexandra
Lange, sem vó mann sinn með því
að stinga hann með hnífi í hálsinn
er hann reyndi að kyrkja hana, var
sýknuð af ákæru 2012. Sögðu dóm-
ararnir viðbrögð hennar við ofbeldi
hans hafa verið í réttu hlutfalli við
það. Hún lagði baráttu aðstandenda
Sauvage lið og hvatti til þess að
slakað yrði á lagalegri skilgreiningu
sjálfsvarnar. „Lögin líta ekki á Jac-
queline sem fórnarlamb, heldur sem
lögbrjót,“ sagði Lange við útvarps-
stöðina Radio Bleu Nord. „Hún var
aðeins að bregðast við 47 ára of-
beldi. Hvað hefðu þeir helst kosið?
Að hún hefði bæst í hóp þeirra 118
kvenna sem falla ár hvert fyrir
hendi ofbeldisfullra eiginmanna
sinna?“ bætti hún við.
Tvær til þrjár deyja
í viku hverri
Könnun hefur leitt í ljós að árlega
sæti 223.000 franskar konur lík-
amlegu eða andlegu ofbeldi af hálfu
maka sinna, að sögn franska fjöl-
skyldumálaráðuneytisins. Árið 2014
eitt og sér létu 134 konur lífið af
völdum slíks ofbeldis en á sama
tíma risu fimm konur upp gegn
mökum sínum og hefndu ofbeldisins
með því að drepa þá. Samkvæmt
Réttindastofnun Evrópusambands-
ins hefur þriðjungur allra kvenna
einhvern tíma eftir að hafa náð 15
ára aldri orðið fyrir líkamlegu eða
andlegu ofbeldi. Það þýðir með öðr-
um orðum að 62 milljónir kvenna
séu fórnarlömb ofbeldis á ESB-
svæðinu. Tíunda hver kona hafði
sætt einhvers konar kynferðislegu
ofbeldi og tuttugustu hverri verið
nauðgað. Fimmta hver kona hafði
sætt ofbeldi af hálfu maka og 67%
sögðust aldrei hafa tilkynnt atvik al-
varlegs heimilisofbeldis.
Líklegt þykir að mál Sauvage eigi
eftir að breyta meðferð sambæri-
legra mála. Aðeins fjórum dögum
eftir að Francois Hollande forseti
mildaði refsingu hennar í janúar í
fyrra hlaut önnur kona, hin 59 ára
gamla Bernadette Dimet, sem skaut
mann sinn til bana 2012 eftir 40 ára
ofbeldi og misneytingu, einungis
skilorðsbundinn dóm fyrir verkn-
aðinn til fimm ára.
Dæmd í 10 ára fangelsi Forseti Frakklands notfærði sér lagaákvæði sem sjaldan er beitt
Náðuð þótt hún hafi myrt mann sinn
AFP
Mótmæli Frá mótmælum stuðningsmanna Jacqueline Sauvage á Trocadero flötinni í París 10. desember sl. Á
kröfuspjaldinu er skilyrðislausrar náðunar hennar krafist. Frakklandsforseti varð við þessum kröfum.
Morgunblaðið/AFP
Flutt úr fangelsi Jacqueline Sauvage í aftursæti bifreiðar sem flutti hana
úr fangelsinu í Reau suðaustur af París eftir náðunina 28. desember sl.
majubud.is
SEÐLABANKI ÍSLANDS
auglýsir eftir umsóknum
um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals
Auglýst er eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar
Nordals og veittur er af Seðlabanka Íslands.
Tilgangur styrksins, sem veittur er árlega, er að styðja framtak sem
miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð
hefur fengið í arf.
Styrkfjárhæðin nemur þremur milljónum króna og verður úthlutað í
apríl eða maí 2017. Hugsanlegt er að skipta fjárhæðinni á milli tveggja
eða fleiri umsækjenda.
Umsóknir skulu sendar skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands eigi
síðar en 28. febrúar 2017. Úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð eru
aðgengileg á heimasíðu bankans og í afgreiðslu hans á Kalkofnsvegi 1.
Nánari upplýsingar veitir Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri á
skrifstofu seðlabankastjóra.
Seðlabanki Íslands · Kalkofnsvegi 1 · 150 Reykjavík · Sími: 569 9600