Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Greinarhöfundur var aðfylgjast með GuðmundiKjartanssyni í beinni út-sendingu frá lokaumferð
Hastings-mótsins sl. fimmtudag.
Hann var í baráttunni um efsta sæt-
ið, aðeins ½ vinningi á eftir efstu
mönnum. Og taflmennska hans var
skínandi góð. Indverskur andstæð-
ingur hans reyndi að flækja taflið,
fyrst með peðasókn á kóngsvæng og
síðan einhverju sprikli á drottning-
arvæng. Guðmundur svaraði með
því að gefa skiptamun og opna síðan
á kóngsstöðu Indverjans. Gamal-
kunnir taktar Friðriks Ólafssonar
frá Hastings á sjötta áratug síðustu
aldar komu upp í hugann. Til þess
að bæta um betur fórnaði Guð-
mundur manni. Hann var hrók und-
ir en menn biðu eftir því að hann
léki peði til f7. Fleira þurfti ekki til.
En leikurinn sá birtist aldrei á
tölvuskjánum; í staðinn lék hann
biskup upp í borð og varð mát. Sorg-
leg endalok:
Hastings 2017; 9. umferð:
Guðmundur Kjartansson – Das
Arghyadip
Enskur leikur
1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4.
g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rb6 7.
O-O Be7 8. Hb1 g5
Viktor Kortsnoj lék þessu fyrstur
manna en Guðmundur lætur ekki
slá sig út af laginu.
9. d3 g4 10. Rd2 Be6 11. b4 h5 12.
b5 Ra5 13. Dc2 a6 14. Bb2 f6 15. a4
h4 16. Rce4 hxg3 17. hxg3 Rd5 18.
Hfc1 axb5 19. axb5 b6 20. Rc3 Rb4
21. Dd1 Ra2 22. Rxa2 Bxa2
23. Da4!
Hann gat líka leikið 23. Bxa8 og
siðan lokað með e2-e4.
23. … Bxb1 24. Hxb1 Hg8 25.
De4! Ha7 26. d4! Kf8 27. dxe5!
Dxd2 28. exf6 Bc5
Og nú blasir vinningsleiðin við, 29.
f7! t.d. 29. … Kxf7 30. Df5+ Ke7 31.
Bf6+ Ke8 32. De6+ Kf8 33. Bd5! og
svartur er varnarlaus.
29. Bc1??
Það er ekki hægt að skýra þennan
afleik, sem eyðileggur frábæra skák,
með því að Guðmundur hafi leikið of
hratt. Það gerði hann ekki og hann
átti nægan tíma á klukkunni. Eina
skýringin hlýtur að vera sú að hann
hafið talið hrókinn valda e1-reitinn.
29. .. De1+ 30. Kh2 Hh8+
– og hvítur gafst upp.
Skákþing Reykjavíkur
og Nóa Síríus-mótið
Af skráningu keppenda að dæma
má ætla að Skákþing Reykjavíkur
sem hefst á morgun í húsakynnum
TR við Faxafen verði vel skipað en
meðal þátttakenda eru Guðmundur
Kjartansson, bræðurnir Bragi og
Björn Þorfinnssynir og Dagur
Ragnarsson. Fleiri kunnir meistarar
eiga eftir að bætast í hópinn en tefld-
ar verða níu umferðir eftir sviss-
neska kerfinu og fara þær fram á
sunnudögum og miðvikudögum.
Skákstjóri verður Ríkharður Sveins-
son.
Á þriðjudaginn kl. 19 hefst svo í
Stúkunni á Kópavogsvelli Nóa Sí-
rusmótið – Gestamót Hugins og
Breiðabliks. Það er Jón Þorvaldsson
skákmótafrömuður sem hefur haft
veg og vanda af skipulagningunni
undanfarin ár og hefur af mikilli
fortölulist tekist að fá til keppni
marga nafntogaða skákmeistara.
Teflt er einu sinni í viku í tveim riðl-
um, alls sex umferðir. Dagsetningar
mótsins rekast ekki á við Skákþing
Reykjavíkur svo að sumir verða með
í báðum mótunum. Mesta athygli
vekur þátttaka Jóhanns Hjartar-
sonar og Jóns L. Árnasonar en aðrir
kunnir kappar eru Helgi Áss Grét-
arsson, Þröstur Þórhallsson, Guð-
mundur Kjartansson, Jón Viktor
Gunnarsson, Björn Þorfinnsson,
Björgvin Jónsson og svo margir af
sterkustu ungu skákmönnum okkar.
Þá hefur Jóni tekist að laða til
keppni á ný meistara sem ekki hafa
teflt lengi, Jón Hálfdánarson og
Björn Halldórsson.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Leikurinn sem
birtist ekki
á tölvuskjánum
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn
á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111.
www.reykjavik.is
www.reykjavik.is
Á vef Reykjavíkurborgar undir „mínar síður“ geta fasteignaeigendur:
• skoðað álagningarseðil fasteignagjalda (eftir 30. janúar 2017) og alla breytingarseðla
þar á eftir
• skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda
• gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur
• óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða,
líkt og áður, ekki sendir út til greiðenda, 18-74 ára
• sent inn erindi vegna fasteignagjalda
Fasteignagjöld ársins 2017, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á
gjalddögum 1. febrúar, 4. mars, 2. apríl, 2. maí, 3. júní, 2. júlí, 2. ágúst, 2. september og
2. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 1. febrúar.
Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í netbönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt
bent á boðgreiðslur af greiðslukortum og á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum.
Mínar síður
á www.reykjavik.is
GARÐUR – SÉRHÆÐ
TIL SÖLU
100 fm sérhæð í góðu steinhúsi með sérinngangi
og lóð. Stutt á flugvöllinn, golfvöllinn og Helguvík.
Íbúðin er öll nýstandsett með nýjum gólfefnum.
Stórt og fallegt eldhús, stofa og 2 góð herbergi.
Gott útsýni yfir sjávarsíðuna. Húsgögn og hús-
búnaður geta fylgt með í kaupunum.
Verð aðeins 19,9 millj. Get tekið nýlegan bíl
upp í kaupverð. Ekkert áhvílandi.
LAUS STRAX!
Upplýsingar í síma 868 3144.
Góð viðbrögð voru við mynda-
gátu Morgunblaðsins. Rétt
lausn er:
„Hver verður vinsælasta jóla-
gjöf þjóðarinnar á þessu ári?
Verður það ný ríkisstjórn með
Pírata í forsæti eða bara brú-
negg í körfu?“
Dregið hefur verið úr réttum
lausnum.
Pálmar Kristinsson,
Sólheimum 14,
104 Reykjavík,
hlýtur bókina Stjörnuskoðun
fyrir alla fjölskylduna eftir
Sævar Helga Bragason,
María Dungal,
Engjaseli 87,
109 Reykjavík,
hreppir bókina Svartalogn eftir
Kristínu Mörju Baldursdóttur
og
Hallfríður Frímannsdóttir,
Sólheimum 14,
104 Reykjavík,
fær bókina Petsamo eftir Arn-
ald Indriðason.
Vinningshafar geta vitjað
bókanna í móttöku Morg-
unblaðsins í Hádegismóum 2
eða hringt í 569-1100 og fengið
þær sendar heim.
Morgunblaðið þakkar góða
þátttöku og óskar vinningshöf-
unum til hamingju.
Hver
j
þ
ný
pí
bara brún egg í kör fu
rata í for sæti eð a
rík is stjórn me ð
ess u ári Verður þ að
ól agjöf þjóð arinn ar á
verð ur vin sæl ast a
Lausn á
jólamynda-
gátu