Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni.is
– sjö viftur í einni
Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB)
Valin besta nýja
vara ársins,
Nordbygg 2016
Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar
ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými.
Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og
framleidd í Svíþjóð.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
EFLA verkfræðistofa ákvað að ráð-
ast í þróunarverkefni síðastliðinn
vetur í þeim tilgangi að bæta ör-
yggi gangandi og hjólandi vegfar-
enda að vetrarlagi. Þegar mikil
hálka er á höfuðborgarsvæðinu er
ekki óalgengt að á annað hundrað
manns leiti á
bráðamóttöku
LHS vegna
hálkuslysa. Ná-
kvæmar tölur um
hálkuslys liggja
ekki fyrir.
Aðferðin sem
prófuð var felst í
því að stígar eru
sópaðir niður í
yfirborð stígsins
og síðan er salt-
pækli ýrt yfir stíginn til að bæta
hálkuvörnina. Athugað var hvort
aðferðin gæti verið valkostur við
hreinsun stíga og hvaða árangur sú
aðferð bæri.
Þess má geta að þessi aðferð er í
auknum mæli notuð annars staðar
á Norðurlöndunum og þannig tekin
fram yfir hefðbundinn snjóruðning
og sandburð á stígum, samkvæmt
upplýsingum Sighvats Arnarssonar,
byggingatæknifræðings hjá EFLU,
sem hafði umsjón með tilrauninni.
Ókostur við núverandi aðferð er
sá helst að þegar stígur er ruddur
verður eftir snjór, sem síðan verður
að svelli í leysingum. Sandur sem
borinn er á í kjölfar snjóruðnings-
ins verður að litlu gagni þegar ísing
leggst yfir hann eða hann er sokk-
inn í svellið.
Sveitarfélögin þátttakendur
Þátttakendur í verkefninu ásamt
EFLU voru sveitarfélögin á höf-
uðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafn-
arfjörður, Kópavogsbær, Mosfells-
bær, Reykjavíkurborg og
Seltjarnarnesbær auk verktakafyr-
irtækisins Hreinsitækni.
Reykjavík er fjölmennasta sveit-
arfélagið og með umfangsmesta
stígakerfið. Að sögn Hjalta J. Guð-
mundssonar, skrifstofustjóra á
skrifstofu reksturs og umhirðu
borgarlands hjá Reykjavíkurborg,
hefur borgin verið að skoða þessi
mál ítarlega undanfarið. „Enda vilj-
um við reyna að bæta þjónustu við
gangandi og hjólandi vegfarendur
yfir vetrartímann. Það er gert með
því að athuga mismunandi aðferðir
við vetrarþjónustu. Þetta er eitt
verkefnið á því sviði,“ segir Hjalti.
Á veturna hvílir sú ábyrgð á ríki,
bæjar- og borgaryfirvöldum að
hreinsa og moka götur, göngu- og
hjólastíga. Í því felst að tryggja að
vegfarendur komist leiðar sinnar
óháðir veðurfari hverju sinni.
„Aukin áhersla hefur verið lögð á
að íbúar nýti sér umhverfisvæna
samgöngumáta til dæmis með hjól-
reiðum og hefur töluverð bragarbót
verið gerð á hjólastígum á höfuð-
borgarsvæðinu. Því er mikilvægt að
tryggja að hreinsun hjólaleiða sé
með árangursríkum hætti,“ segir
Sighvatur.
Aðferðin við snjóhreinsunina var
prófuð á tímabilinu 21. desember
2015 til 26. janúar 2016. Hún var
gerð á tveimur stígum, hjólaleið í
Fossvogsdal í Reykjavík og hjóla-
leið í Vatnsendahverfi Kópavogs.
Þá voru göngustígar sem lágu sam-
hliða hjólastígunum og voru hreins-
aðir með hefðbundinni aðferð, þ.e.
ruddir og sandbornir, skoðaðir til
samanburðar. Fylgst var með ár-
angri aðferðarinnar, annars vegar
hvernig tækjakostinum gekk að
hreinsa snjóinn með því að sópa og
hálkuverja með pækli, og hins veg-
ar hver afköst snjótækisins voru.
Árangur aðferðarinnar var metinn
með sjónrænum aðferðum, mæl-
ingu á yfirborðshita, auk þess sem
gengið var og hjólað á yfirborði
stígsins.
Á báðum stígunum gekk til-
raunin vel og sýnt var fram á að
hjólastígarnir héldust bæði hreinir
og stamir, þ.e. mun minni hálka var
á yfirborðinu heldur en á sam-
anburðargöngustígum, segir Sig-
hvatur.
Margvíslegur ávinningur
Niðurstöðurnar hafi sýnt að hægt
er að ná mun betri snjóhreinsun
stíga með því að sópa og úða salt-
pækli í stað þess að ryðja snjóinn
og sandbera. Þá hafi þetta vinnulag
það í för með sér að nýting hreinsi-
tækisins með saltpækil sem hálku-
vörn, er mun betri en með sandi,
því sjaldnar þarf að aka eftir áfyll-
ingu á saltpækli. Meðalhraðinn við
að sópa snjó og dreifa pækli er mun
meiri ef miðað er við afkastatölur
erlendis frá en við hefðbundinn
snjóruðning og sandburð.
Með aðferðinni, að sópa og salta
stíga með pækli, náist betri árang-
ur við hreinsun á snjó og klaka af
yfirborði stígsins. Þannig sé hægt
að koma oftar í veg fyrir slys á
fólki og fækka óhöppum hjá hjól-
andi vegfarendum. Þá gæti sparast
kostnaður sem hleypur á tugum
milljóna við hreinsun á sandinum á
vorin, bæði á götum, stígum og í
frárennsliskerfum og stígar verða
hreinni og minna um svifryk.
EFLA hefur kynnt niðurstöður
verkefnisins fyrir þeim aðilum sem
tóku þátt í því og hefur gefið út
skýrslu um efnið. Að mati EFLU
er næsta skref verkefnisins að fá til
landsins sérútbúinn tækjabúnað til
að sópa snjó og pækildreifara sem
tryggja lágmarksnotkun á saltpækli
og þróa nýtt verklag við íslenskar
vetraraðstæður.
Er allra hagur
„Spennandi verður að fylgjast
með framvindu verkefnisins, en
markmiðið með öruggum hjólaleið-
um er í takt við stefnu yfirvalda til
framtíðar um hjólreiðatengd mál-
efni og vistvæna valkosti. Ákvörð-
unarvaldið liggur því hjá borgar- og
bæjaryfirvöldum og vonandi verður
sterkur hljómgrunnur að þessu
verkefni hjá þeim. Öruggari og
vistvænni samgöngumáti er allra
hagur og vel til þess fallið að skoða
þessa aðferð af kostgæfni,“ segir
Sighvatur Arnarsson að lokum.
Ný aðferð við hálkueyðingu reynd
EFLA verkfræðistofa ákvað að ráðast í þróunarverkefni í þeim tilgangi að bæta öryggi fólks
Í stað þess að sandbera göngu- og hjólastíga voru þeir sópaðir og síðan var saltpækli ýrt yfir þá
Ljósmyndir/EFLA
Göngustígur að vetri Hin nýja aðferð sem EFLA prófaði reyndist hafa ýmsa kosti fram yfir þær aðferðir sem notaðar hafa verið við hálkuvarnir til þessa.
Tilraun Tækið sem notað var. Kefli með nælonhárum og kassi með pækli.
Sighvatur
Arnarsson
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
hefur ákveðið að skipa þriggja
manna starfshóp til að leggja mat
á hvaða takmarkanir komi helst til
greina til að viðhalda ræktanlegu
landbúnaðarlandi og búsetu í
sveitum landsins.
Þetta kemur fram í frétt á vef-
síðu atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytisins. Hópnum er einnig
ætlað að skoða takmarkanir á
eignarhaldi bújarða, sem er að
finna í löggjöf nágrannalanda Ís-
lands, eins og t.d. Noregs, Dan-
merkur og Möltu, og rúmast innan
40. greinar EES-samningsins.
Í frétt ráðuneytisins segir að í
dönsku jarðalögunum sé m.a. eign-
arhald á landbúnaðarlandi tak-
markað og skilyrði sett fyrir kaup-
um erlendra ríkisborgara. Þá mun
hópurinn gera tillögu til ráðherra
um nauðsynlegar breytingar á lög-
um í samræmi við framangreint.
Í fréttinni segir að nokkur um-
ræða hafi verið í þjóðfélaginu um
árabil varðandi kaup erlendra að-
ila á bújörðum hér á landi. Dæmi
eru um það að sami aðili hafi
keypt margar jarðir á stóru svæði
án þess að þar sé fyrirhuguð bú-
seta eða að ræktanlegt land sé
nýtt. Hópurinn verður skipaður
þremur fulltrúum. Einn verður til-
nefndur af innanríkisráðherra,
einn tilnefndur af Bændasamtök-
um Íslands en formaður hópsins
verður skipaður af sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra án til-
nefningar.
Gert er ráð fyrir að hópurinn
skili tillögum sínum eigi síðar en í
júní 2017.
Jarðaeign verður skoðuð
Þriggja manna starfshópur skipaður af ráðherra Mun
kanna takmarkanir á eignarhaldi útlendinga á bújörðum
Jarðir Grímsstaðir á Fjöllum hafa verið í umræðunni vegna eignarhalds.