Morgunblaðið - 07.01.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 07.01.2017, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...algjör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Ómissandi í eldhúsið Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vestmannaeyjar eiga mikið undir því að Vinnslustöðin gangi vel. Ég hef fylgst með og starfað talsvert fyrir þetta fyrirtæki frá því laust fyrir aldamót og mér hefur fundist eftirtektarvert að fylgjast með því hvernig yfirbragð sjálfs Eyja- samfélagsins breytist í takt við það hvernig Vinnslustöðinni vegnar. Auðvitað er það eðlilegt, enda lang- stærsti vinnustaðurinn í Eyjum og þar slær því hjarta byggðarlagsins að miklu leyti,“ segir Atli Rúnar Halldórsson blaðamaður. Hann er höfundur bókarinnar Sjötug og sí- ung – Vinnslustöðin 1946-2016 sem kom út á sjötugsafmæli Vinnslu- stöðvarinnar núna 30. desember. Á sjötíu árum myndast mikil saga. Skip og bátar Vinnslustöðvarinnar hafa borið á land milljónir tonna afla sem unninn hefur verið í vinnslu- húsum fyrirtæksins. Á þessum langa tíma hefur gangurinn í starfseminni verið misjafn frá einum tíma til ann- ars og sveiflurnar í rekstrinum tals- verðar, eins og segir frá í bókinni. Hins vegar má segja að undanfarin ár hafi fyrirtækið siglt með byr í seglum og standi nú öflugra en nokkru sinni fyrr. Svigrúm til fjárfestinga Erfiðleikar steðjuðu að rekstri Vinnslustöðvarinnar undir lok ald- arinnar sem leið og grípa þurfti til harkalegra og sársaukafullra að- gerða til að koma fyrirtækinu á rétt- an kjöl á ný. „Ég kynntist Vinnslustöðinni fyrst vorið 1999 og þá gegnum Geir Magnússon og Olíufélagið. Þá sátu helstu eigendur og nýráðinn fram- kvæmdastjóri á linnulausum krísu- fundum um páska í Reykjavík og fyrsta verkefnið mitt var að útbúa fréttatilkynningu um fjölda- uppsagnir. Þá voru 320 manns á launaskrá en 1. september 1999 mættu einungis um 150 manns til starfa, starfsmönnum fækkaði um helming. Það hvarflaði satt að segja ekki að mér þá að unnt yrði að vinna sig út úr erfiðleikunum á þann hátt sem raun ber vitni. Það gerðist í skrefum og árangurinn sýnir sig nú þegar föst stöðugildi eru orðin um 350 og svigrúm skapaðist til fjárfest- inga, sem reyndar var kominn tími á,“ segir Atli Rúnar. Vísar hann þarna til þess að í nóvember var ný uppsjávarvinnsla Vinnslustöðv- arinnar tekin í gagnið og verið er að stækka frystigeymsluna á Eiðinu margfalt. Þá er í Kína verið að smíða togarann Breka VE sem er vænt- anlegur heim með vorinu. Eyjamenn trúir vinnustaðnum Í bókarskrifunum segist Atli Rún- ar hafa gert sér far um að segja sögu Vinnslustöðvarinnar út frá sjónar- hóli starfsfólks og annarra þeirra sem fyrirtækinu tengjast. Má þar meðal annars nefna viðtal við far- andverkamanninn Bubba Morthens. „Það er ríkt meðal Eyjamanna að segja sögur sem berast frá manni til manns og varðveitast gjarnan með þeim hætti. Svo býr þetta samfélag að einstökum myndum Sigurgeirs Jónassonar sem í þúsundavís eru varðveittar á byggðasafninu. Það er mikill menningarsjóður, segir Atli Rúnar og heldur áfram. „Við bókarskrifin naut ég frá- bærrar aðstoðar Hermanns Kr. Jónssonar og Þórs Vilhjálmssonar sem báðir hafa starfað lengi í Vinnslustöðinni og þekkja bæði hana og Eyjasamfélagið niður í rót. Sér- staklega fannst mér, sveitamann- inum úr Svarfaðardal, fengur að því að Þór skyldi rekast á það í gögnum að Dalvíkingurinn Ragnar Stef- ánsson hefði verið fyrsti fram- kvæmdastjóri félagsins, í átta mán- uði árið 1948. Áður hafði Jóhann Sigfússon verið talinn fyrsti fram- kvæmdastjórinn en hann tók ekki við sem slíkur fyrr en á árinu 1950. Annars er býsna áberandi að Eyja- menn eru trúir vinnustöðunum sín- um og sumir halda tryggð við sín fyrirtæki stóran hluta starfsferilsins eða jafnvel ævina alla, sem segir sína sögu.“ Á stærsta vinnustaðnum slær hjarta bæjarins  Sjötíu ára saga Vinnslustöðvarinnar í Eyjum í bók Atla Rúnars Halldórssonar Humavinnsla Starfsemi Vinnslustöðvarinnar er fjölþætt. Hér er fólk að flokka og vinna humar, en fá fyrirtæki á landinu eru jafn stór á því sviði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sigling Togarinn Brynjólfur VE siglir út úr Vestmannaeyjahöfn. Nú er unnið að endurnýja skipastóls Vinnslustöðvarinnar. Höfundur Atli Rúnar Halldórsson með bók sína um Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum. KPMG komst að þeirri nið- urstöðu í greinargerð í nóv- ember síðastliðnum að Vinnslu- stöðin hefði skapað sam- félaginu í Eyjum og þjóðarbúinu verðmæti sem næmu 13 millj- örðum króna á árinu 2015. Atli Rúnar Halldórsson rifjar þetta upp í samhengi við að þegar hann byrjaði í blaðamennsku fyrir um 40 árum og enn frekar fyrstu árin sem þingfréttamað- ur Ríkisútvarpsins hafi vandi sjávarútvegsins verið eilífð- arviðfangsefni Alþingis og rík- isstjórna. „Kvótakerfið lagði grunn að breyttri stöðu, eins og því var ætlað að gera. Í nýafstaðinni kosningabaráttu var svo komið að heilu stjórnmálahreyfing- arnar töluðu um það sem brýnt viðfangsefni að bregðast við þeim „vanda“ að sjávarútvegur- inn og klasi hans hefur styrkt sig svo mjög sem atvinnu- og nýsköpunargrein að eftir er tek- ið víða um heim,“ segir Atli Rúnar. 13 milljarðar kr. til sam- félagsins ÚTVEGUR ER NÝSKÖPUN Skákþing Reykjavíkur hefst á morgun, sunnudaginn 8. janúar, klukkan 13. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og er mótið opið áhorfendum. Níunda og síðasta umferðin verð- ur tefld föstudaginn 3. febrúar kl. 19.30 Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 5. febrúar kl. 13 og verður þá jafnframt verðlauna- afhending fyrir Skákþingið. Keppt er um titilinn „Skákmeist- ari Reykjavíkur 2017“ og hlýtur sá keppandi sem verður efstur þeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eða eru félagsmenn í reykvísku skákfélagi, titilinn og farandbikar til varðveislu í eitt ár. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er al- þjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson. Taflfélag Reykjavíkur er elsta skákfélag landsins, stofnað 6. októ- ber árið 1900. Skákþing Reykjavíkur hefst á morgun Jón Viktor Gunnarsson Morgunblaðið/Eyþór Veður Flug hefur þrisvar fallið niður vegna veðurs síðustu tvær vikur. „Flug féll alveg niður tvo daga yfir hátíðarnar og svo núna í þriðja sinn á fimmtudaginn,“ segir Árni Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Flug- félags Íslands, en hver lægðin á fæt- ur annarri hefur gengið yfir landið. „Auðvitað veldur þetta okkur ein- hverju tjóni en við takmörkum það með því að fjölga ferðum strax og veður leyfir.“ Flugfélag Íslands flytur hátt í 1.000 farþega á dag í innanlands- flugi og veltir um 10 milljónum. Það er því mikið í húfi en Árni segir nýj- ar vélar flugfélagsins auðvelda leik- inn. „Nýr flugfloti okkar tekur bæði fleiri farþega í sæti og vélarnar fljúga hraðar. Við getum því flutt fleiri farþega á skemmri tíma.“ Gífurleg fjölgun hefur verið í inn- anlandsflugi en farþegum fjölgað um 7% milli ára á þessu ári og voru erlendir ferðamenn 18% farþega Flugfélags Íslands. Nýjar vélar takmarka tjónið  Töluvert um að aflýsa þyrfti flugi vegna veðurs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.