Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 7. DAGUR ÁRSINS 2017
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. „Var alltaf að drulla yfir sjálfan mig“
2. Dæmdur fyrir 2 nauðganir
3. Þarna hrundi nánast allt á einni nóttu
4. Morgunverður ofurkroppsins
Vigdís – Vinir gæludýra á Íslandi
býður börnum að heimsækja Borgar-
bókasafnið í Grófinni á völdum
sunnudögum í vetur kl. 13.20 og lesa
sér til ánægju fyrir hunda sem eru
þjálfaðir til að hlusta á börn lesa.
Fyrsta lestrarstund ársins verður á
morgun. Bóka þarf tíma fyrirfram.
Morgunblaðið/Ómar
Hundar sem hlusta
Fyrsta samsýn-
ing ársins í An-
arkíu í Hamraborg
verður opnuð í
dag milli kl. 15 og
18. Þar sýna Berg-
þór Morthens,
Ragnheiður Re-
bel, Isabella Pra-
her og Ólöf Björg
málverk sín, myndbandsverk og inn-
setningu. Öll hafa þau menntað sig
erlendis, í Svíþjóð, Austurríki og á
Spáni. Sýningin stendur til 27. janúar.
Fyrsta samsýning
ársins í Anarkíu
Olivier Manoury, tónlistar- og
myndlistarmaður, leikur fyrir gesti og
ræðir vatnslitamyndir sínar í Hann-
esarholti í dag, laugar-
dag, kl. 15. Sýningin
ber yfirskriftina Litir
vatns og jarðar og
stendur til 20. janúar.
Olivier Manoury leik-
ur á bandóneon
harmónikkuna,
hið ómstríða og
ástríðufulla
hljóðfæri
tangósins.
Leikur fyrir gesti og
ræðir myndir sínar
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestanátt á öllu landinu, yfirleitt 8-15 m/s. Él um landið
vestanvert og samfelldari ofankoma í kvöld en úrkomulítið austanlands.
Á sunnudag Suðaustan 5-13 m/s og skýjað en dálítil snjómugga um landið sunnan- og
suðvestanvert framan af degi. Vaxandi austlæg átt síðdegis, víða 15-23 m/s um kvöldið,
fyrst við suðurströndina en norðvestantil um miðnætti. Talsverð slydda eða rigning undir
kvöld en snjókoma til fjalla. Úrkomumest á suðaustanverðu landinu.
„Ég er mjög ánægður með að nú sé
þetta mál frá. Þá get ég einbeitt sér
að landsliðinu á næstunni og tekið
síðan endasprettinn með Haukum
eftir HM,“ sagði Janus Daði Smára-
son, leikmaður íslenska landsliðsins í
handknattleik og Hauka. Hann skrif-
aði í gærmorgun undir þriggja ára
samning við topplið dönsku úrvals-
deildarinnar, Aalborg. »1
Janus Daði flytur til
Danmerkur í sumar
Eftir þriggja marka sigur á
Egyptum í fyrrakvöld,
30:27, tapaði íslenska
landsliðið í handknattleik
karla með sömu markatölu
fyrir Ungverjum í gær í
næstsíðasta vináttulands-
leik sínum áður en haldið
verður til Frakklands á
heimsmeistaramótið. Geir
Sveinsson landsliðsþjálfari
var bærilega sáttur
þrátt fyrir tap. »3
Þriggja marka tap
fyrir Ungverjum
Goðsögnin Zinedine Zidane hefur átt
frábært ár í þjálfarastarfinu hjá
spænska meistaraliðinu Real Madrid,
en í vikunni var eitt ár liðið frá því
hann tók við þjálfun liðsins af Rafael
Benítez. Zidane hefur stýrt Real
Madrid til sigurs í þremur keppnum,
sem eru fleiri en tapleikirnir eru. Þeg-
ar Zidane var ráðinn heyrðust efa-
semdaraddir um að hann, með alla
sína frábæru getu
í fótboltanum,
væri endilega
góður þjálfari.
»4
Frábært fyrsta ár Zid-
ane hjá Real Madrid
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Harmonikuleikarar eiga það sameiginlegt að
kunna að njóta lífsins. Félag harmonikuunn-
enda í Reykjavík heldur næst ball í Breiðfirð-
ingabúð í kvöld og þar verður Friðjón Hall-
grímsson, harmonikuleikari og formaður
skemmtinefndar með meiru, á sínum stað. „Þá
verða nikkurnar þandar og gleðin í fyrirrúmi,“
segir Þróttarinn og fyrrverandi formaður Fé-
lags harmonikuunnenda í Reykjavík.
Á liðnu sumri mátti oft heyra í útvarps-
auglýsingum frá Slippfélaginu í Reykjavík að
Friðjón væri kominn aftur. „Ég hætti að vinna
þar vegna aldurs 2013 og tók svo upp þráðinn á
ný, þegar þá vantaði aðstoð,“ segir sölumaður-
inn fyrrverandi og segist hafa haft gaman af
uppátæki forsvarsmanna fyrirtækisins. Áður
fór hann oft um landið og seldi bækur og síðar
málningu. „Nikkan var oft með í för og ekki var
verra ef maður hitti á ball í sveitinni,“ segir
farandsalinn fyrrverandi, sem skrifaði sögu
Slippfélagsins á 100 ára afmæli fyrirtækisins,
er ritstjóri Harmonikublaðsins, sem kemur út
þrisvar á ári, og var með harmonikuþætti í
Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum árum, en þeir
voru endurfluttir í haust.
Gömlu dansarnir í uppáhaldi
Gömlu dansarnir eru í uppáhaldi hjá Friðjóni.
„Þeir duga mér alveg,“ segir hann og bætir við
að hann hafi fengið tónlistina í æð frá ömmu
sinni og afa á Hellissandi. „Amma hafði gaman
af tónlist og margir í föðurfjölskyldu minni
spila á hljóðfæri. Bróðir minn lærði á harm-
oniku en mér datt ekki í hug að ég gæti það
eða lært á hljóðfæri yfir höfuð, en það var mis-
skilningur.“
Fyrir rúmlega 40 árum missti Friðjón föður
sinn. „„Þú gætir nú reynt að ná lagi á nikkuna
hans pabba þíns,“ sagði mamma við mig
skömmu síðar og af þegnskyldu við móður mína
reyndi ég það fyrst, meira af vilja en mætti,
þegar mig vantaði eitt ár í þrítugt. Ég er svo
herfilega örvhentur að fyrstu tvo mánuðina
spilaði ég bara með vinstri hendinni, bara bass-
ann, og flautaði „Nú blikar við sólarlag“ og
önnur lög með, en eftir að ég byrjaði að reyna
að spila með hægri gekk það ágætlega.“
Bætir við að sér hafi aldrei dottið í hug að
snúa nikkunni á hvolf eins og annar örvhentur
maður gerði, reyndar án árangurs. „Ég hef
aldrei heyrt þetta gert með nikku en það er al-
gengt með bassa og gítar, samanber Paul
McCartney. Ég hef heldur aldrei lært neitt í
þessa veru heldur spila bara eftir eyranu.“
Svilarnir Friðjón og Hilmar Hjartarson koma
fram undir nafninu Vindbelgirnir og fyrir
nokkrum árum gáfu þeir út diskinn Dustað af
dansskónum. „Hann er Strandamaður og alinn
upp við gömlu dansana eins og ég,“ segir Frið-
jón um Hilmar.
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur
um sjö böll á ári í Breiðfirðingabúð og á árlegu
harmonikumóti í Varmalandi í Borgarfirði um
verslunarmannahelgina er dansað þrjú kvöld í
röð. „Bókstafstrúarharmonikuunnendur hópast
á harmonikumót, sem haldin eru víða um landið
á sumrin, og þessar samkomur eru hressandi.
Þetta er skemmtilegt líf enda þekkir þetta fólk
ekki orðið leiðinlegur,“ segir Friðjón.
Friðjón gefur lífinu lit
Harmonikuleikarinn
leikur við hvern sinn
fingur og á balli í kvöld
Morgunblaðið/RAX
Friðjón er kominn aftur Sölumaðurinn síkáti var ánægður með auglýsingu Slippfélagsins.
Á balli Friðjón og nikkan eru sem eitt.