Morgunblaðið - 07.01.2017, Side 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Hver vill elska fagott?
Ferðalag / Journey
bbbbm
Íslensk fagotttónlist. Óþekktur höfundur:
Liljulag, einleiksfagott (1́58), Þorkell Sigur-
björnsson: Úr rímum af Rollant (1976), fagott
& semball (10́59), Atli Heimir Sveinsson:
Fönsun IV (1968/2008), einleiksfagott (7́46),
Jónas Tómasson: Sónata XII (1976), fagott &
semball (6́34), Anna Þorvaldsdóttir: Hugleið-
ing / Elements (2007), einleiksfagott (6́19),
Ríkarður Örn Pálsson: Fagottsónata (1996),
fagott & píanó (14́21), Hafdís Bjarnadóttir: Já!
(2012), fagott & rafhljóð (6́08). Semball: Guð-
rún Óskarsdóttir. Píanó: Jón Sigurðsson. Fa-
gott: Kristín Mjöll Jakobsdóttir. Tónmeistari:
Pétur Hjaltested. Hljóðritað í Víðistaðakirkju í
Harnarfirði 2008-2013. Smekkleysa SMK88.
Heildartími: 54́07.
Bassinn í tréblásturssveit sinfóníu-
hljómsveita hljómar reglulubundið bakvið
hljómvefinn, en er sjaldnast boðið upp í við-
líka eindans og á nýjum hljómdiski Kristínar
Mjallar Jakobsdóttur fagottleikara. Mikill
fengur er í gripnum fyrir öll þau fágætu tón-
verk sem nokkur helstu tónskáld Íslendinga
hafa samið fyrir fagotthljóðfærið eitt eða í fé-
lagi við annað hljóðfæri.
Ferðalag Kristínar
Mjallar hefst á stuttu
liljulagi eftir óþekktan
höfund, nánast kvein-
stöfum, en tónn Krist-
ínar er bæði hlýr og
ljóðrænn. Þá hljómar
kostuleg útfærsla Þor-
kels á rímum Rollant
riddara sem lendir í
ýmsum hetjudáðum undir fána Karlamagn-
úsar keisara gegn Márum. Riddaraleg hrynj-
andin nýtur styrkrar leiðsagnar sembals sem
gefur verkinu á stundum kómískan blæ.
Allt önnur skaphöfn er til staðar í fyrsta
íslenska einleiksverkinu fyrir fagott, Fönsun
IV, en fönsun merkir myndskipan er nær yf-
ir listræna samsetningu einstakra atriða,
sem sé compositio því verkið byggir út frá
einum tón en leitar jafnvægis í hvívetna með
mislöngum hendingum.
Sónöta XII er byggð úr fjórum örköflum
er renna saman. Í þeim fyrsta skipar semb-
allinn fyrir með hröðum mekanískum
áslætti sem fagottið breiðir yfir löngum
hendingum. Hugleiðing Önnu er í senn dul-
spekileg og innhverf hvar dýpri tónar fa-
gottsins njóta sín. Sónata Ríkarðs í þremur
þáttum er í hefðbundnu þrískiptu formi í fé-
lagi við píanó. Þar birtast annarskonar
bjartari litir en í undangengnum verkum;
saklaust en þó ekki meinlaust. Verk Hafdís-
ar, já, er það áhugaverðasta á hljóm-
disknum enda kemur það úr annari átt;
mótleikari fagottsins er svokallað playbakk,
þ.e. rafmagnaður pakki með ýmsum hvers-
dagslegum umhverfishljóðum, t.a.m. bolla-
glamri og hlátrasköllum.
Eilítið nördalegar myndir en blíðlegar af
Kristínu Mjöll með fagottið í fanginu innan
um grænar mosabreiður og hraun skreyta
umbúðirnar. Hljómdiskurinn vinnur mikið á
frá fyrstu hlustun og er í raun mjög eigu-
legur safngripur, þó ekki nema fyrir úrval
þessara sérstöku tónverka sem nær aldrei
heyrast.
Hymnodia borealis
Kveldúlfur / Lone wolf
bbbbm
Íslensk og erlend kórverk. Íslenskt þjóðlag:
Móðir mín í kví kví (4́17), Sigurður Flosason:
Allir góðir englar (3́14), Hjálmar H. Ragn-
arsson / Ulla Pirttijärvi: Grafskrift / Vigi-
heapmi (4́12), Ulla Pirttijärvi: Uhca Niilas
(1́48), ísl. þjóðlag: Michael Jón Clarke / Ulla
Pirttijärvi: Vögguvísa / Boares Gietkka (5́51),
ísl. Þjóðlag: Nú vil ég enn í nafni þínu (4́24),
Sigurður Flosason / Ulla Pirttijärvi: Ljósfaðir
/ Biegga (5́18), Guðrún Böðvarsdóttir: Ég er
að byggja (4́02), Harald Skullerud: SKU
(2́36), Norskt þjóðlag: Ned i vester (3́24),
Hugi Guðmundsson: Hvíld (2́17), Árni Thor-
steinsson / Ulla Pirttijärvi: Nótt / Guovs-
sahasat (4́02), Ulla Pirttijärvi: Gumppiid
meanut (2́10), Wilhelm Stenhammar: I serail-
lets have (2́18), Oskar Lindberg: Stilla sköna
aftonhimma (2́44), Kristín Lárusdóttir:
Sofðu nú (5́21), Hildigunnur Rúnarsdóttir /
Ulla Pirttijärvi: Martröð / Oðða áigi (8́43).
Hymnodia. Slagverk: Harald Skullerud. Saxó-
fónar og flauta: Sigurður Flosason. Jojk-
söngur: Ulla Pirttijärvi. Stofuorgel og stjórn-
andi: Eyþór Ingi Jónsson. Tónmeistari: Haak-
an Ekman. Hljóðritað í Verksmiðjunni á
Hjalteyri í nóvember 2015. HYM-003. Heild-
artími: 66́41.
Það býr mikil seigla og dugnaður að baki
þessum hljómdiski kammerkórsins Hymno-
diu frá Akureyri. Tón-
verkin eru einskonar
umhverfisverk þar
sem rýmið er fangað;
allt frá átthögunum við
Eyjafjörð yfir í víð-
áttur norðursins milli
hafs og himins, and-
artak tónlistar og til-
veru. Myndir af vett-
vangi sýna upptökur í
yfirgefnu köldu rými gamallar síldarbræðslu
Kveldúlfs hvar staðarandinn bauð upp á leik
með sjón, heyrn og snertingu, hita og kulda.
Verkin eru blanda af skipulögðum tón-
smíðum og spuna, nær ávallt við tregabland-
in kvöld- og næturljóð svo úr varð sameig-
inlegur bræðingur þeirra sem búa undir
himnafestingu norðurhjarans.
Af samhljómi kórsins að dæma virðast
meðlimir koma úr fleiri en einni átt. Það
kann að skýra ákveðið falsleysi hópsins, en
því ber ekki að neita að einstaka raddir skera
sig úr í hljómi, einkum þegar karla- og kven-
raddir sungu einar. Samsöngur kórsins með
Ullu virkaði jafn mismunandi og lögin voru
mörg en ávallt til ánægju. Í Grafskrift
Hjálmars braust jojkið náttúrulega út inn-
anfrá líkt og falin samagen hafi ávallt legið
undir yfirborðinu. Í laginu Nótt tók Ulla
hinsvegar flugið út í buskann líkt og vind-
urinn. Þá tekur Ulla einnig eigin sterku
spretti líkt og í jojkinu um úlfana, sem dans-
ar frjálst um himininn líkt og norðurljós.
Strax á eftir fylgir ægifagurt lag Stenhamm-
ars við saklausan, ef ekki syndlausan söng
Hlaupadómar
á nýári …
Yfirlit yfir nýjar íslenskar
klassískar plötur
Ingvar Bates ingvarbates@mbl.is
Griðastaður „Á sama tíma dylst ekki að þar fer líklega hljómfegursti kór landsins svo afurðin á
erindi í hæstu hæðir á meðal þess besta úti í heimi,“ segir um Schola cantorum.
Ífyrra voru þrjár aldir frá fæð-ingu kraftaskáldsins Látra-Bjargar, Bjargar Ein-arsdóttur, (1716-1784). Björg
var óvenjulegt, kröftugt og í raun
furðu nútímalegt skáld. Tíminn og
munnmælasögurnar hafa dregið lífs-
göngu hennar litríkum dráttum og
sjálfstæði hennar og viðbrögð í sam-
skiptum við aðra hafa lifað í frásögn-
um, þar sem hún birtist sem hálfgerð
tröllkona, og göldrótt að auki. Á
þriggja alda afmælinu var við hæfi að
sjá samtímaskáld vinna með sögu
hennar og kveðskap; í nýrri ljóðabók,
Tungusól og nokkrir dagar í maí,
birtir Sigurlín Bjarney Gísladóttir
skálduð dagbókarbrot Látra-
Bjargar, en byggð á þeim heimildum
sem til eru um ævi Bjargar, og þau
birtast líka en í allt annarskonar með-
förum í þessari áhugaverðu og vel
lukkuðu skáld-
sögu Hermanns
Stefánssonar,
Bjargræði. Í mik-
ilvægum eftir-
mála bendir hann
á að allar persón-
ur hennar séu
uppdiktaðar,
„hvort sem þær
eru sprottnar úr
heimildum eða ekki“. (303)
Í sögunni er Látra-Björg stödd í
samtíma okkar, komin á kaffihús í
Reykjavík að hitta hina aðalpersónu
verksins, smiðinn Tómas sem er að
norðan eins og hún. Hún hefur orðið í
fyrstu persónu frásögninni og höf-
undurinn tekur að flakka með henni
milli tíma og staða; lesandinn kynnist
jafnt og þétt sögu Tómasar í núinu,
sambandserfiðleikum og veikri dótt-
ur, og lífshlaupi Bjargar sjálfrar.
Smám saman verður til í hugsa les-
andans mynd og skilningur á tilveru
fólksins á skaganum milli Eyjafjarðar
og Skjálfanda á átjándu öld, á harð-
neskjunni og erfiðri lífsbaráttunni
þar sem Björg kynnist ást og svikum,
glímir við allskyns mótlæti, og skýrir
frá þessari sögu allri með eigin orð-
um, oft gróf í tali en glittir í viðkvæma
kvikuna undir niðri. Á sama tíma
Kraftaskáld í
samtímanum
Skáldsaga
Bjargræði bbbbn
Eftir Hermann Stefánsson.
Sæmundur, 2016. Innbundin, 307 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR