Morgunblaðið - 07.01.2017, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Stórútsalan hafin
Skoðið laxdal.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Vetraryfirhafnir
GERRY WEBER - BETTY BARCLAY
Gæðafatnaður
30-60% afsláttur
Stúlkurnar tvær sem var nauðgað á
hrottafenginn hátt af sama mannin-
um í sumar hafa báðar glímt við
skelfilegar afleiðingar ofbeldisins.
Foreldrar nauðgarans reyndu að fá
hann lagðan inn á geðdeild eftir fyrri
árásina en án árangurs.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um var maðurinn, sem var á nítjánda
aldursári þegar hann nauðgaði stúlk-
unum tveimur í sumar, dæmdur í
fimm og hálfs árs fangelsi í Héraðs-
dómi Reykjaness 30. desember sl.
Stúlkurnar voru báðar fimmtán ára
og liðu aðeins sex dagar á milli of-
beldisverkanna.
Foreldrar ofbeldismannsins báru
fyrir dómi að sonur þeirra hefði ósk-
að eftir því að þau færu með hann á
bráðamóttöku geðdeildar daginn eft-
ir fyrra brotið og þau verið fullviss
um að hann yrði lagður þar inn enda
hefði hann verið gjörsamlega niður-
brotinn og tryði því ekki að hann
hefði framið þann skelfilegasta glæp
sem hægt væri að hugsa sér, eins og
hann orðaði það við foreldra sína
þegar hann var látinn laus úr haldi
26. júlí.
Á bráðageðdeildinni var fyrst rætt
við unga manninn og síðan foreldr-
ana. Þeim var öllum tjáð að mögu-
lega fengi hann inni á göngudeild
innan einnar viku eða tveggja.„Þau
hefðu hins vegar lítið getað gert ann-
að en fara heim aftur með ákærða,“
er haft eftir móður mannsins í dómi
héraðsdóms eftir að ljóst var að hann
yrði ekki lagður þar inn. Fimm dög-
um síðan nauðgaði hann annarri
stúlku á hrottalegan hátt.
Í meðferð í Barnahúsi
Stúlkurnar hafa báðar verið í með-
ferð í Barnahúsi en móðir stúlkunn-
ar sem varð fyrir seinni árásinni seg-
ir meðferðina ekki hafa hjálpað
stúlkunni nóg. Hin hefur aðeins
mætt í tvo af níu viðtalstímum sem
hún fékk hjá sálfræðingi þar.
Dagana á eftir nauðgunina segir
móðir fórnarlambsins, sem varð fyr-
ir ofbeldi af hálfu mannsins 31. júlí,
líðan hennar hafa verið hræðilega.
Stúlkan, sem venjulega væri alltaf
úti, hefði bara verið heima og líðan
hennar hefði enn versnað eftir að
vinir hennar fréttu af því sem gerst
hafði, en stúlkan hefði upplifað sig
niðurlægða. Taldi móðirin að stúlkan
hefði í kjölfarið lokað á vini sína og
fundið sér annan og síðri félagsskap.
Kvíði, þunglyndi og streita
Í dómnum er vísað til skýrslu sál-
fræðings sem segir stúlkuna sýna
mjög alvarleg einkenni kvíða og al-
varleg einkenni þunglyndis og
streitu. Hún hafi sagt sálfræðingn-
um að hún hafi alltaf verið þung og
fundið fyrir kvíða sem hún tengir við
skólagöngu sína og skólann sjálfan,
sem hún segir að henni hafi aldrei
liðið vel í. Hún segist þó aldrei hafa
fundið eins sterkt fyrir þessum ein-
kennum eins og eftir kynferðis-
ofbeldið en á erfitt með að skilgreina
það nánar.
Að sögn sálfræðings sýnir stúlkan
merki um forðunarhegðun, en hún er
algeng meðal þolenda í kjölfar áfalls
og er þá nýtt sem bjargráð til að
forðast það að finna fyrir tilfinning-
um sínum. Forðun er einnig einkenni
áfallastreitu og er sá þáttur sem
einna helst viðheldur einkennum
áfallastreituröskunar. Stúlkan lýsti
fyrir sálfræðingnum skelfilegasta
augnablikinu sem hún upplifði á
meðan á nauðguninni stóð, þegar
þrengt var að hálsi hennar svo hún
gat ekki andað og hugsaði þá um það
að hún myndi deyja.
5½ árs dómur Fékk ekki inni á bráðamóttöku geðdeildar
Glíma við afleið-
ingar nauðgunar
Landsmenn komu saman víða um
bæinn og landið í gærkvöldi til að
skemmta sér og kveðja jólin á
þrettánda og síðasta degi jóla.
Víða er siður að halda þrett-
ándagleði með brennu, dansi og
söng.
Jólasveinar koma gjarnan við á
leið til heimkynna sinna og eru oft
í fylgd með álfum og tröllum undir
forystu álfakóngs og drottningar
sem klædd eru á viðeigandi hátt.
Siðirnir eru aðeins mismunandi á
milli staða. Sums staðar er farið í
skrúðgöngur að brennu en á öðr-
um stöðum er haldið upp á tíma-
mótin án brennu.
Í Reykjavík voru þrjár brennur.
Sú fjölmennasta er við Ægisíðu.
Hefð er fyrir fjölmennum þrett-
ándaskemmtunum og brennum í
Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, á
Selfossi og Akureyri.
Skotið er upp flugeldum og blys-
um veifað. Gestir syngja sig hása.
Brennur, dans og söngur á þrettándagleði víða um land
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Kjötkrókur er fastagestur á þrettándagleði Þórs og býður jafnan upp á hangikjötsbita.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Húsavík Litríkir flugeldar kölluðust á við ljósin á skipum í höfninni þegar jólin voru kvödd.
Landsmenn
kveðja jólin
á þrettánda
Morgunblaðið/Eggert
Hafnarfjörður Þrettándagleði var á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þótt margir mættu uppábúnir til að kveðja jólin skáru þessi ungmenni sig nokkuð úr.