Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 49
en hann var blindur skósmiður. Ég man alltaf að hann sagði við okkur: „Passiði ykkur bara á því að láta ekki fullorðna fólkið taka þetta frá ykkur.“ „Svo var maður að leika sér í fjör- unni og að sniglast kringum grá- sleppukarlana á vorin sem voru með trillur sína og varir þarna í Skerja- firðinum. Maður biður ekki um betri æskuslóðir.“ Kristján stundaði nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og í leikhúsfræði við Háskólann í Bergen í þrjú ár. Löngu síðar hóf Kristján nám í heimspeki við Háskóla Ís- lands, lauk þaðan BA-prófi 2013 og MA-prófi 2015. Hann útskrifast núna í janúar með diplómanám við sama skóla, í því sem nefnist gagn- rýnin hugsun og siðfræði, og í vor með viðbótardiplóma í heimspeki- kennslu. Kristján vann lengi við lagerstörf, smíðar, garðyrkjustörf og var bankamaður um skeið. Kristján hefur helgað sig rit- störfum og skáldskap frá 1990. Hann vinnur jöfnum höndum við að semja ljóð, leikrit, skáldsögur, smá- sögur og söngtexta, auk þess að semja tónlist, kenna heimspeki, skáldleg skrif og ljóðlist, stjórna út- varpsþáttum og vísnakvöldum, rita greinar í blöð og tímarit, flytja er- indi, yrkja ýmiss konar tækifær- iskveðskap og koma fram sem trú- badúr. Á síðustu árum hefur Kristján haldið nokkur námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands, í bragfræði, skáldlegum skrifum. limrugerð og söngtextagerð. Jafnframt þessum störfum hefur Kristján stundað nám í heimspeki síðustu árin, við HÍ. Bækur Kristján eru orðnar rúm- lega 30 talsins, þar af eru sex skáld- sögur fyrir börn, tvær skáldsögur fyrir fullorðna, ýmsar barnabækur, ljóðabækur, vísnabækur og ein ævi- saga. Þá skipta blaðagreinar hans hundruðum. Einnig hefur hann skrifað nokkur leikverk; útvarps- leikri og verk fyrir leiksvið. Hann á u.þ.b. 200 lög á diskum og u.þ.b. 800 útgefna söngtexta, sem og tugi ljóða sem tónskáld hafa ort við og flutt hafa verið á tónleikum. Kristján hefur sinnt ýmiss konar stjórnunarstörfum, t.d. fyrir STEF, Félag tónskálda og textahöfunda, Bandalag íslenskra listamanna og knattspyrnudeild Breiðabliks, Skák- samband Íslands og fleiri. Þá hefur hann ritstýrt nokkrum verkum og tekið virkan þátt á vettvangi stjórn- málanna. Fjölskylda Fyrrverandi kona Kristjáns er Edda Birgitte Lingaas, f. 27.11. 1961, fulltrúi við leikmunadeild Þjóðleikhússins. Hún er dóttir Per Lingaas, yfirlæknis við Oslo Helse- rÊad, og Ástrósar Jónsdóttur, lengst af saumakonu hjá Nation- altheater í Osló. Synir Kristjáns eru Pétur Krist- jánsson, f. 9.10. 1990, stuðnings- fulltrúi í Reykjavík, og er sonur hans Victor Pétursson, f. 2010, og Baldur Kristjánsson, f. 27.3. 1993, barþjónn. Reykjavík. Systkini Kristjáns eru Auður Hreinsdóttir, f. 15.10. 1955, hús- freyja á Akranesi; Svanberg Hreins- son, f. 23.5. 1965, nemandi á Bifröst Foreldrar Kristjáns voru Hreinn Ágúst Steindórsson, f. 20.12. 1930, d. 7.12. 1999, verkstjóri í Reykjavík, og Guðrún Ólafsdóttir, f. 18.4. 1933, d. 11.11. 2010, húsfreyja í Reykjavík. Úr frændgarði Kristjáns Hreinssonar Kristján Hreinsson Sigríður Jónsdóttir vinnuk. á Árskógsströnd Davíð Guðmundsson vinnum. í Eyjafiriði Svanbjörg Davíðsdóttir húsfreyja á Akranesi Ólafur Magnússon verkam. og sjóm. á Akranesi og í Rvík Guðrún Ólafsdóttir matráðskona Margrét Ólafsdóttir bústýra í Hvammsvík Magnús Magnússon bóndi í Hvammsvík í Kjós, síðar á Akranesi Ívar Haukur Jónsson ritstj. Þjóðviljans, síðar skrif- stofustjóri Þjóðleikhússins Ólína Ágústa Jónsdóttir húsfr. á Valdasteins- stöðum og á Borðeyri Hjörtur Theódór Jóhannsson bóndi á Valdasteinsstöðum í Hrútafirði Oddný Hjartardóttir húsfreyja í Rvík Steindór Kristinn Ingimundarson frystihússtjóri í Sænska frysti- húsinu í Rvík Hreinn Ágúst Steindórsson verkstjóri Ingimundur Ingimundarson bóndi á Sogni í Ölfusi Jón Ívarsson b. á Hálsi í Grafningi, síðar verkam. í Rvík Guðbjörg Ívarsdóttir húsfreyja á Sogni Kristján Hér er limra á leiðinni. ÍSLENDINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 Egill G. Thorarensen fæddist íKirkjubæ á Rangárvöllum7.1. 1897. Foreldrar hans voru Grímur S. Thorarensen, oddviti og hreppstjóri á Bjólu og í Kirkjubæ, og k.h., Jónína Guðrún Egilsdóttir. Grímur var sonur Skúla Thor- arensen, læknis á Móeiðarhvoli, bróður Bjarna, amtmanns og skálds. Bróðir Gríms var Þorsteinn, bóndi á Móeiðarhvoli, afi Þorsteins S. Thor- arensen borgarfógeta. Jónína var dóttir Egils Pálssonar frá Múla í Biskupstungum. Eiginkona Egils var Kristín Daní- elsdóttir og eignuðust þau fjögur börn, Grím kaupfélagsstjóra, Erlu húsfreyju, Benedikt framkvæmda- stjóra og Jónínu húsfreyju. Egill stundaði verslunarnám í Danmörku 1912-14 og verslunarstörf 1915 og var til sjós tvö ár, ásamt námi við Stýrimannaskólann. Egill flutti að Sigtúnum við Ölfus- árbrú 1918 og átti eftir að verða einn helsti áhrifamaður í atvinnumálum og pólitík Selfyssinga og Suðurlands á síðustu öld. Hann starfrækti versl- un að Sigtúnum til 1930, beitti sér þá fyrir stofnun kaupfélags, seldi versl- un sína nýstofnuðu Kaupfélagi Ár- nesinga, var kaupfélagsstjóri Kaup- félags Árnesinga og stjórnarformað- ur Mjólkurbús Flóamanna í þrjá áratugi, sat í mjólkursölunefnd, mjólkurverðlagsnefnd, beitti sér fyr- ir kaupum kaupfélagsins á Laug- ardælum og kom þar upp stórbú- skap, beitti sér fyrir hafnargerð og útgerð í Þorlákshöfn, var formaður Meitilsins og sat í stjórn Mjólk- ursamsölunnar og stjórn Osta- og smjörsölunnar, auk stjórnarsetu í öðrum fyrirtækjum og félögum. Egill var bókmaður og bók- menntalega sinnaður. Um hann sex- tugan, sagði Ágúst, alþm. á Brúna- stöðum, faðir Guðna: „Hann er maður fríður og vel á sig kominn að líkamsvexti. Bjartur á hörund, hárið hvítt; bláeygur og fagureygur, all- harður undir brún að líta, en ef betur er að gætt, bros undir hvarmi og blik gáfna og góðmennsku í augum.“ Egill lést 15.1. 1961. Merkir Íslendingar Egill G. Thorarensen Laugardagur 85 ára Axel Kvaran Birna Ólafsdóttir Elías Jökull Sigurðsson Erla Veturliðadóttir 80 ára Ásta G. Benjamínsdóttir Einar Guðmundsson Jóhann Hjálmarsson Lars Eiríkur Björk 75 ára Bjarnfinnur R. Jónsson Gísli Ingi Sigurgeirsson Guðrún Gunnarsdóttir Ingólfur Árnason Jensína G. Magnúsdóttir Karl Valgeir Jónsson Ólafur Rúnar Þorvarðarson Ragnar Guðnason Snjólaug Hólmgrímsdóttir Steinunn Gunnarsdóttir Þorbjörg Guðmundsdóttir 70 ára Anna Helgadóttir Daníel Douglas Teague Einar Magnús Kristjánsson Elsa Sigrún Sigurðardóttir Halldór Ólafsson Stefanía Stefánsdóttir Þorbjörg Einarsdóttir Þórhalla Sigurðardóttir Þórunn Ólöf Jósefsdóttir 60 ára Björn Kristján Svavarsson Guðrún Pálsdóttir Guðrún Sveinsdóttir Hrefna Þórarinsdóttir Ingibjörg Pálsdóttir Jóhanna Erlingsdóttir Kristján Hreinsson Lára Helga Jónsdóttir Móeiður Sigvaldadóttir Skúli Sigurðsson Valtýr Þorvaldsson Þorkell Einarsson Þorvaldur Kröyer 50 ára Anna María Bryde Einar Jóhannesson Friðrik Sigurberg Pálmason Halldóra Þ. Friðjónsdóttir Hákon Guðvarðarson Hjördís Jóna Gísladóttir Hólmfríður Þórðardóttir Júlíus Már Larsen Kristján Eldjárn Magnússon Luzviminda Agliday Diongco Magnús Gunnarsson Sigrún Garcia Thorarensen Unnar Aðalsteinn Elíasson Þórhildur Á. Magnúsdóttir 40 ára Andrea Baldursdóttir Anna Sigríður Hauksdóttir Avdi Haxholli Enika Hildur Jónsdóttir Gunnar Val Friðriksson Hildur G. Hallvarðsdóttir Katrín Freysdóttir Kristján Freyr Imsland Krzysztof Piotr Solecki Lára Bryndís Pálmarsdóttir Lísa Jóhannesdóttir Pacharin Julburom Samúel Jón Samúelsson Sara Björk Hauksdóttir Sigurlaug Sverrisdóttir 30 ára Adrian Kajetan Bekasiewicz Ágústa Arnardóttir Davíð Þór Sævarsson Hjálmar Guðjónsson Inga Rún Helgadóttir Jón Atli Júlíusson Jón Smári Tómasson Kristín Erla Svanlaugsdóttir Signý Gestsdóttir Thelma Marín Jónsdóttir Tinna Dögg Þóreyjardóttir Þorsteinn Þór Tryggvason Sunnudagur 95 ára Kristín H. Kristjánsdóttir 85 ára Einar Jónsson Sigurjón Jónsson 80 ára Finnur Ellertsson Gígja Gunnlaugsdóttir Lára Zoéga 75 ára Aðalheiður Jóhannesdóttir Brynja Árnadóttir Haukur Óttarr Geirsson Jódís Dagný Vilhjálmsdóttir Sigurður Ólafsson 70 ára Aldís Elíasdóttir Ármann Benediktsson Árni Sigvaldason Edda Jónasdóttir Erla Magnúsdóttir Gísli Már Gíslason Helga Hermannsdóttir Inga Hersteinsdóttir Ingibjörg F. Ragnarsdóttir Viðar Jónsson 60 ára Aðalheiður Jóhannsdóttir Auður Svava Jónsdóttir Björn Björnsson Björn Björnsson Björn Jóhannsson Czeslaw Tylenda Einar Ólafsson Guðni Jónsson Guðný K.S. Tómasdóttir Guðrún Eysteinsdóttir Karitas I. Jóhannsdóttir Óskar Bjarnason Sigríður S. Sæmundsdóttir Unnur Hreinsdóttir Þorbjörn Helgi Stefánsson Þórdís S. Karlsdóttir 50 ára Aðalheiður Gylfadóttir Alda Jenny Rögnvaldsdóttir Guðmundur Jónsson Hannes Þ. Guðrúnarson Karl Örvarsson Rannveig H. Ásgeirsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Sigurður Kristjánsson Van Dinh Nguyen Zoran Daníel Ljubicic 40 ára Árdís Hulda Stefánsdóttir Bergdís Finnbogadóttir Björn Stefán Björnsson Einar Árni Jóhannsson Gunnlaugur Róbertsson Jón Á. Hallgrímsson Sean Pio McGinley Sigurveig Ágústsdóttir Svanhvít Ljósbj. Guð- mundsdóttir Una Tone Bjarnardóttir Vannessa Graas 30 ára Anton Bjarni Ingibjartsson Dániel Kovács-Herde Egill Sigþórsson Guðmundur K. Bjarnason Helga K. Guðmundsdóttir Magnea Guðmundsdóttir Marek Tomasz Garwol Sigurður V. Jóhannsson Sonja Ósk Georgsdóttir Stefán Hjartarson Tinna Hrund Gunnarsdóttir Tinna Rut Traustadóttir Til hamingju með daginn HAPPY HOUR alla daga frá 16 - 18 Argentína steikhús | Barónsstíg 11 | 101 Reykjavík | Sími 551 9555 | salur@argentina.is | argentina.is alvöru steik Borðapantanir 551 9555 salur@argentina.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.