Morgunblaðið - 07.01.2017, Síða 53

Morgunblaðið - 07.01.2017, Síða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 Menningarviðurkenningar RÚV voru afhentar í gær og var veitt úr Tónskáldasjóði og Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins auk þess sem Krókurinn var veittur af Rás 2 fyrir framúrskarandi lifandi tónlist- arflutning, tilkynnt var um val á orði ársins og styrkir veittir úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins. Sölvi Björn Sigurðsson hlaut við- urkenningu Rithöfundasjóðs Rík- isútvarpsins, rapparinn Emmsjé Gauti hlaut Krókinn og orðið „hrút- skýring“ var valið orð ársins en það vísar til karlmanns sem þykist vita betur en kona, útskýrir eitthvað fyrir henni og talar um leið niður til hennar. Valið stóð um níu orð sem þóttu endurspegla umræðuna í þjóðfélaginu á liðnu ári: aflands- félag, hatursorðræða, hrútskýring, hú!, kynsegin, panamaskjöl, skatta- skjól, tjákn, víkingaklapp. Hall- grímur Helgason rithöfundur er höfundur orðsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV. „Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hlaut Krókinn 2016 - við- urkenningu Rásar 2 fyrir fram- úrskarandi flutning á árinu. Emmsjé Gauti gaf út tvær breið- skífur á árinu og var án efa einn vinsælasti tónlistarmaður ársins. Hann kom fram á tónleikum um allt land þar sem útgáfutónleikar hans og tónleikar hans á Airwaves og Secret Solstice hátíðunum stóðu upp úr. Emmsjé er sviðsmaður af Guðs náð og á létt með að ná til tónleikagesta,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Á vegum RÚV eru starf- ræktir þrír sjóðir, Rithöfunda- sjóður, Tónskáldasjóður Rík- isútvarpsins og Leiklistarsjóður Þorsteins Ö. Stephensen og er markmiðið með þeim að efla menn- ingarlífið í landinu með fjár- framlögum til listamanna. Alls voru veittir 46 styrkir úr Tónskáldasjóði Styrkirnir eru veittir til að semja ný sinfónísk tónverk, kammerverk, verk fyrir einstök hljóðfæri, kór- verk, hljóðritun íslenskra tónverka o.fl. Sölvi Björn Sigurðsson Emmsjé Gauti Sölvi Björn og Emmsjé Gauti hlutu viðurkenningu Tilkynnt var í gær hverjir hljóta starfslaun listamanna í ár, en valið er í höndum úthlutunarnefnda sem starfa samkvæmt lögum og reglu- gerð þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun. Til úthlutunar eru 1.600 mánaðar- laun en sótt var um 9.506 mánuði. Ár- angurshlutfall sjóðsins er því 17 pró- sent. Alls bárust 819 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum. Umsækjendur voru samtals 1.606 en úthlutun fengu 391 lista- menn. Starfslaun listamanna eru 370.656 kr. á mánuði samkvæmt fjár- lögum 2017 og um verktakagreiðslur er að ræða. Eftirtaldir listamenn og hópar fá flest mánaðarlaun: Myndlistarmenn 435 mánaðarlaun eru til skiptanna og fær Egill Sæbjörnsson, sem er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær- ingnum í sumar, laun í 24 mánuði. Tólf mánuði fá Ásdís Sif Gunn- arsdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Finnbogi Pétursson, Hrafnhildur Arnardóttir, Jóhanna K. Sigurðardóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson og Unnar Örn Jónasson Auðarson. Níu mánuði fá Anna Guðrún Líndal, Ingólfur Örn Arnarsson, Kristján Steingrímur Jónsson, Magnús Tumi Magnússon, Margrét H. Blöndal og Rúrí. Laun í sex mánuði fá Anna Hallin, Arnar Ásgeirsson, Darri Lorenzen, Elín Hansdóttir, Erling Þ.V. Klingenberg, Guðmundur Thorodd- sen, Gústav Geir Bollason, Haraldur Jónsson, Helgi Þórsson, Hildigunnur Birgisdóttir, Katrín Bára Elvars- dóttir, Katrín I. Jónsd. Hjördísar- dóttir, Kristinn Már Pálmason, Libia Pérez de Siles de Castro, Magnus Logi Kristinsson, Olga Soffía Berg- mann, Ólafur Árni Ólafsson, Ólafur Sveinn Gíslason, Rakel McMahon, Ráðhildur Sigrún Ingadóttir, Re- becca Erin Moran, Sigurður Árni Sigurðsson, Sigurður Guðjónsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Stein- grímur Eyfjörð. Þá fær 41 myndlist- armaður laun í þrjá mánuði. Sviðslistafólk 190 mánaðarlaun eru til skiptanna. Af hópum fær Elefant 19 mánuði fyr- ir Skömm; Aldrei óstelandi 17 mán- uði fyrir Agnes og Natan; Sómi þjóð- ar 16 mánuði fyrir SOL og Sokka- bandið fær 15 mánuði fyrir Lóa- boritoríum. Galdur Productions fær 14 mánuði fyrir Atómstjörnu og Augnablik 12 mánuði fyrir Bláklukk- ur fyrir háttinn. 11 mánuði fá Óska- börn ógæfunnar fyrir Hans Blær og RaTaTam fyrir AHHH. Tíu mánuði fá DFM félagasamtök fyrir Marri- age; Gára Hengo fyrir Íó; Melkorka Sigríður Magnúsdóttir fyrir The In- visibles og Menningarfélagið Tær fyrir Crescendo. Þá fær Miðnætti átta mánuði fyrir Á eigin fótum og sex mánuði fá Alþýðuóperan fyrir #sexdagsleikinn – How to Make an Opera og Síðasta kvöldmáltíðin fyrir samnefnda uppfærslu. Rithöfundar 555 mánaðarlaun voru til skipt- anna. Laun í tólf mánuði fá Auður Jónsdóttir, Bergsveinn Birgisson, Bragi Ólafsson, Einar Már Guð- mundsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Guð- rún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Kristín Eiríksdóttir, Kristín Ómars- dóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Sjón, Steinunn Sigurðardóttir og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir. Laun í tíu mánuði fá Sigurbjörg Þrastardóttir og Steinar Bragi, og í níu mánuði þau Andri Snær Magna- son, Einar Kárason, Gyrðir Elíasson, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Pétur Gunnarsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Sigurður Pálsson, Sölvi Björn Sigurðsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Þórarinn Leifs- son, Þórarinn Eldjárn og Þórdís Gísladóttir. Laun í hálft ár fá Bjarni Bjarna- son, Bjarni Jónsson, Brynhildur Þór- arinsdóttir, Dagur Hjartarson, Elísa- bet Kristín Jökulsdóttir, Emil Hjörvar Petersen, Gunnar Helgason, Gunnar Theodór Eggertsson, Hávar Sigurjónsson, Hermann Stefánsson, Hildur Knútsdóttir, Jónína Leósdótt- ir, Kári Tulinius, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Vilhjálms- dóttir, Margrét Örnólfsdóttir, Mikael Torfason, Ólafur Gunnarsson, Sif Sigmarsdóttir, Sigrún Eldjárn, Sig- rún Pálsdóttir, Stefán Máni, Sverrir Norland og Tyrfingur Tyrfingsson. Þá fá 27 höfundar laun í þrjá mánuði. Hönnuðir 50 mánaðarlaun voru til skiptanna í launasjóði hönnuða. Sex mánuði fær Aníta Hirlekar, Brynhildur Páls- dóttir fimm mánuði, Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir og Kristín Arna Sig- urðardóttir fjóra og þá fá laun í þrjá mánuði Anna María Bogadóttir, Brynjar Sigurðarson, Elísabet Karls- dóttir, Gunnar Þór Vilhjálmsson, Hanna Jónsdóttir, Hildigunnur Sverrisdóttir, Kristín Sigfríður Garð- arsdóttir, Sigrún Halla Unnarsdóttir og Úlfur Kolka. Tónlistarflytjendur 180 mánuðir eru til skiptanna og tólf mánuði fá Gunnsteinn Ólafsson, Tinna Thorlacius Þorsteinsdóttir og Valgerður Guðrún Guðnadóttir. Ár- mann Helgason fær níu mánuði og hálft ár þau Auður Gunnarsdóttir, Björn Thoroddsen, Eva Þyri Hilm- arsdóttir, Greta Salóme Stefáns- dóttir, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Svanur Vilbergsson og Tómas R. Einarsson. Sóley Stefánsdóttir fær fimm mánuði og 22 fá þrjá mánuði. Tónskáld 190 mánaðarlaun eru til skiptanna. Tólf mánuði fá Anna Þorvaldsdóttir, Bubbi Morthens, Bára Grímsdóttir og Þuríður Jónsdóttir. Níu mánuði fá Einar Valur Scheving og Haukur Tómasson og sex mánuði þau Friðrik Karlsson, Guðmundur Steinn Gunn- arsson, Gunnar Andreas Kristinsson, Gunnsteinn Ólafsson, Páll Ragnar Pálsson, Ríkharður H. Friðriksson, Þorsteinn Hauksson og Þráinn Hjálmarsson. Gunnar Karel Másson fær fjóra mánuði og tuttugu fá þrjá mánuði. 391 listamaður fær starfslaun í ár  1.600 mánaðarlaunum úthlutað en sótt var um 9.506 Egill Sæbjörnsson Anna Þorvaldsdóttir Gunnsteinn Ólafsson Bubbi Morthens Auður Jónsdóttir Ásdís Sif Gunnarsdóttir Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Sun 8/1 kl. 20:00 139. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Fim 12/1 kl. 20:00 140. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Lau 4/2 kl. 20:00 148. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Sun 5/2 kl. 20:00 149. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Fös 10/2 kl. 20:00 150. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s Lau 11/2 kl. 20:00 151. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Sýningum lýkur í febrúar! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 8/1 kl. 13:00 25.s Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Lau 7/1 kl. 20:00 Síðasta s. Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Allra síðasta sýning. Ræman (Nýja sviðið) Þri 10/1 kl. 20:00 Fors. Sun 15/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 11/1 kl. 20:00 Frums. Mið 18/1 kl. 20:00 4. sýn Lau 14/1 kl. 20:00 2. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 5. sýn Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014! Hún Pabbi (Litla svið ) Lau 7/1 kl. 20:00 2. sýn Lau 14/1 kl. 20:00 4. sýn Lau 21/1 kl. 20:00 6. sýn Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 5 sýn Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning Salka Valka (Stóra svið) Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Sun 12/2 kl. 20:00 16.sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Sun 8/1 kl. 19:30 33.sýn Fös 20/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 37.sýn Sun 15/1 kl. 19:30 34.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 36.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 13/1 kl. 20:00 Akureyri Fim 26/1 kl. 19:30 34.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 14/1 kl. 20:00 Akureyri Fös 27/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 39.sýn Sun 15/1 kl. 20:00 Akureyri Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 aukasýn Sun 22/1 kl. 19:30 aukasýn Sun 5/2 kl. 19:30 37.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Gott fólk (Kassinn) Lau 7/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 12/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 19/1 kl. 19:30 5.sýn Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu Gísli á Uppsölum (Kúlan) Fös 13/1 kl. 19:30 Mið 18/1 kl. 19:30 Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 15/1 kl. 14:00 Fim 19/1 kl. 19:30 Mið 25/1 kl. 19:30 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 12/1 kl. 20:00 1.sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6.sýn Fim 26/1 kl. 20:00 11.sýn Fös 13/1 kl. 20:00 2.sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7.sýn Fös 27/1 kl. 20:00 12.sýn Fös 13/1 kl. 22:30 3.sýn Fös 20/1 kl. 22:30 8.sýn Fös 27/1 kl. 22:30 13.sýn Lau 14/1 kl. 20:00 4.sýn Lau 21/1 kl. 20:00 9.sýn Lau 28/1 kl. 20:00 14.sýn Lau 14/1 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/1 kl. 22:30 10.sýn Lau 28/1 kl. 22:30 15.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan) Lau 14/1 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Hrífandi brúðusýning fyrir alla fjölskylduna! ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.