Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skattleysi al-þjóðlegrastórfyrir- tækja hefur nokk- uð verið til umræðu undanfarin miss- eri. Fara ýmsir mikinn yfir þessari ósvinnu, en hlutirnir virðast þó breytast hægt. Skattaskjólin er víða að finna og nokkuð hefur verið þrengt að þeim, en pólitískur vilji til að ganga í það af hörku að stöðva undanskot hefur ver- ið takmarkaður. Í vikunni birtist athyglisverð frétt á vef breska blaðsins Guardian um það hvernig Jean- Claude Juncker, núverandi for- seti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, hefði árum saman beitt brögðum á laun til að standa í vegi fyrir tilraunum Evrópusambandsins til að taka á undanskotum alþjóðlegra fyr- irtækja frá skatti þegar hann var forsætisráðherra Lúxem- borgar. Efni fréttarinnar er byggt á leka trúnaðargagna frá þýsku utanríkisþjónustunni þar sem kemur fram hvernig Lúxem- borg var markvisst til trafala í störfum nefndar um skattlagn- ingu fyrirtækja. Nefndin var sett á laggirnar fyrir tæplega tveimur áratugum til þess að koma í veg fyrir að alþjóðleg stórfyrirtæki, í viðleitni sinni til að flytja hagnað yfir landa- mæri og komast hjá skatti, tefldu ríkisstjórnum aðildar- ríkjanna hverri gegn annarri í leit að lægsta samnefnara. Í gögnunum kemur fram að nokkur af minnstu aðildar- ríkjum ESB reyndu að verja skattaskjól sín og spilla áform- um nefndarinnar, oft með Lúx- emborg í broddi fylkingar. Juncker var forsætisráðherra Lúxemborgar frá 1995 til 2013. Hann var einnig fjármálaráð- herra á þessum tíma og lagði áherslu á skattamál. Mikil uppsveifla var í Lúx- emborg í valdatíð Junckers. Þangað löðuðust stórfyrirtæki á borð við McDonald’s, Fiat, Amazon, Pepsi og Ikea. Árið 2014 var gögnum um sérstaka ívilnunarsamninga, sem Lúx- emborg gerði við rúmlega þús- und fyrirtæki, lekið í fjölmiðla. Skattlagningin fór jafnvel niður fyrir einn af hundraði. Iðulega var málum síðan þann- ig fyrir komið að fyrirtækið í Lúxemborg lánaði sjálfu sér fé til rekstrar og framkvæmda í öðrum ríkjum með hærri skatta, jafnvel þótt þörfin fyrir þessi lán væri hverfandi eða engin. Þar voru fyrirtækin svo sliguð af greiðslum af þessum lánum og vöxtum af þeim að þau voru jafnvel rekin með tapi og komust þannig undan skatti. Gróðinn varð til í Lúxemborg þar sem skatturinn var jafnvel undir einu prósenti. Í kringum þessar tilfærslur peninga var spunninn svo flók- inn vefur að köngu- ló myndi villast. Framan af þver- tók Juncker fyrir að kalla mætti Lúx- emborg skatta- skjól. Hann sagði að skatt- kerfið í Lúxemborg hefði ekki verið ólöglegt, en bætti við að því er haft er eftir honum í Guardian að það hefði „ekki alltaf verið í samræmi við sann- girni í fjármálum“ og gæti hafa brotið í bága við „siðferðislega mælikvarða“. Nú er annar tónn í Juncker og hann hefur gert sér far um að styðja rannsóknir á íviln- unum Lúxemborgar til fyr- irtækja á borð við McDonald’s og Amazon. Þær snúast um það hvort flokka megi skattsamn- inga fyrirtækjanna við Lúxem- borg sem ólöglega aðstoð við þau. Stjórnvöld í Lúxemborg segjast nú hafa snúið við blaðinu og séu nú, eins og tals- maður þeirra orðar það í frétt Guardian, „í fararbroddi al- þjóðlegrar sveiflu í átt að auknu gagnsæi í skattamálum og baráttunni gegn skaðlegri skattasamkeppni“. Skjölin benda þó til þess að enn þráist Lúxemborg við í nefndinni góðu og hafi í fyrra lagst gegn tilraunum til að efla hana. Einkum var Lúxemborg- urum í nöp við ákvæði um að af- nema reglu um að allar sam- þykktir nefndarinnar yrðu að vera einróma. Frakkar, Þjóð- verjar og Svíar sögðu að það væri nauðsynlegt ætti nefndin að ná árangri. Hægt er að finna skatt- heimtu ýmislegt til foráttu og þræta um hversu ágeng hún eigi að vera. Með einhverjum hætti þarf þó að sjá til þess að grunnþættir samfélagsins virki og þeir, sem ekki leggja sitt af mörkum, fá ókeypis far á kostnað hinna. Þetta skekkir samkeppnisstöðu og dregur úr jafnræði. Stór fyrirtæki og rótgróin njóta frekar góðs af þessu, en lítil fyrirtæki og ný, sem ekki geta búið til hringrás peninga milli landa. Það gefur augaleið að fyrirtæki sem borg- ar skatt stendur höllum fæti gegn fyrirtæki sem ekki borgar skatt. Þegar hinir leynilegu skatta- samningar Lúxemborgar við alþjóðleg stórfyrirtæki voru afhjúpaðir 2014 hitnaði undir Juncker, en hann stóð það af sér. Fréttin um hegðun Lúx- emborgara í nefndinni um skattamálin í valdatíð hans hef- ur litla sem enga athygli vakið. Það er hins vegar ekki hægt að segja að sá maður, sem hefur verið einna ötulastur við að hjálpa stórfyrirtækjum þessa heims að komast undan skatt- heimtu, sé beinlínis trúverð- ugur málsvari baráttunnar gegn skattaskjólum. Juncker var lykil- maður í að gera Lúxemborg að skattaparadís} Ótrúverðugur málsvari S amkvæmt nýlegri fundargerð kirkjuráðs má gera ráð fyrir því að innan fárra vikna verði efnt til vígslubiskupskjörs í Skálholti. Þar hefur þjónað síðustu árin sr. Krist- ján Valur Ingólfsson en hann mun láta af embætti sökum aldurs síðar á þessu ári. Hef- ur hann, ásamt konu sinni, Margréti Bóas- dóttur, þjónað staðnum af myndarskap líkt og raunar forverar þeirra á staðnum, heiðurs- hjónin Sigurður Sigurðarson og Arndís Jóns- dóttir. Það er skemmtileg tilviljun að vígslubisk- upskjör skuli fara fram í Skálholti á sama ári og þess er minnst að 500 ár eru frá upphafi siðbótarinnar. En árið 1517 negldi Marteinn Lúther gagnrýni sína á hendur Rómarkirkj- unni á hallarkirkjudyrnar í Wittenberg. Það er áhugaverð staðreynd fyrir þær sakir að siðbótin, sem reyndar hóf innreið sína mun síðar hér á landi en víða annars staðar, hófst einmitt í fjósinu í Skálholti. Það gerðist þegar Oddur Gottskálksson settist niður við grútartýru og þýddi Nýja testamentið á íslensku. En vígslubiskupskjörið fram undan er einnig mikil- vægt fyrir Þjóðkirkjuna, ekki einvörðungu vegna þess að þar verður einn þriggja biskupa hennar valinn, heldur vegna þess að sá sem í embættið mun veljast mun í krafti staðarins og sérstöðu hans geta mótað með afgerandi þá stefnu sem kirkjan tekur á komandi árum. Sú stefna mun um leið geta haft gríðarleg áhrif á ásýnd stofnunar- innar. Þar er mikið verk óunnið og mikilvægt að með- limir hennar fái loks á tilfinninguna að for- ystufólkið kunni ekki aðeins fyrir sér í varnarleiknum, að það kunni einnig að sækja fram í nafni kristninnar. Væntanlega verða margir „kallaðir“í kjör- inu líkt og jafnan áður en aðeins einn fram- bjóðandi útvalinn. Það er mikilvægt að kjör- mennirnir sem ráða valinu, en þeir eru á annað hundrað talsins, ígrundi val sitt vel og velji til embættisins einstakling sem ekki að- eins hefur örugga burði til að gegn því heldur hefur einnig skýra sýn á framtíð Þjóðkirkj- unnar og Skálholtsstaðar. Í pistli á þessum vettvangi hef ég áður bent á það mikla tækifæri sem Skálholtsstaður stendur frammi fyrir vegna stóraukins straums ferðamanna til landsins. Um veginn yfir Brúará leggja nú hundruð þúsunda ferðamanna leið sína á ári hverju og innan fárra ára verður hópurinn talinn í milljónum. Kirkjan getur eflt stöðu Skálholts sem kirkju- og menningarseturs með uppbyggingu á staðnum. Þar væri stórkostlegt að geta tekið á móti Íslendingum og gestum þeim sem hingað koma og kynnt þeim merka sögu staðarins og kirkjunnar í heild. Það kallar hins vegar á gríðarlega fjárfestingu og uppbyggingu en ef rétt er á málum haldið mun það efla staðinn og skila honum miklum tekjum sem aftur geta nýst í boðunarstarfi kirkjunnar. Nú er einfaldlega spurn- ingin hvaða vígði þjónn kirkjunnar er líklegastur til að geta snúið vörn í sókn og látið hana hefjast, líkt og sið- bótina forðum, frá Skálholtsstað? ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Mikilvægt vígslubiskupskjör STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ekki reyndist unnt að flytjagjörgæslusjúkling ífyrsta forgangi frá Akur-eyri undir læknishendur í höfuðborginni sl. fimmtudag þar sem sjúkraflugvél gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli vegna stífrar suðvestanáttar. Er þetta í annað skiptið á skömmum tíma sem ekki er hægt að flytja sjúkling af lands- byggðinni með sjúkraflugvél til Reykjavíkur, en þar áður var um að ræða hjartasjúkling sem þurfti á sérhæfðri meðferð hjartalækna að halda. Leifur Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Mýflugs, sem sinnir nær öllu sjúkraflugi innan Íslands, segir vel hafa verið hægt að flytja áðurnefndan sjúkling á Landspítala hefði suðvesturbraut Reykjavíkur- flugvallar, svokölluð neyðarbraut, ekki verið lokuð. „Í þessu tilfelli buðumst við einnig til að flytja sjúklinginn til Keflavíkur, þar sem hægt var að lenda, en vegna þess að um gjör- gæslusjúkling er að ræða töldu læknar skárra að hafa hann áfram á gjörgæslunni hér á Akureyri í stað þess að flytja hann til Keflavíkur og svo þaðan með sjúkrabíl í um klukkustund til Reykjavíkur,“ segir Leifur, en þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær hafði gjörgæslu- sjúklingurinn verið strandaglópur á Akureyri í um það bil sólarhring. „En svona er þetta – þetta er raun- veruleikinn.“ Hefðu getað komist alla leið Spurður hvort hægt hefði verið að koma sjúklingnum til Reykja- víkur með því að lenda á neyðar- braut vallarins kveður Leifur já við. „Það hefði verið hægt að lenda á vellinum ef þessi braut hefði verið opin. Það var vissulega hundleiðin- legt flugveður með tilheyrandi ókyrrð en við erum vanir að fljúga í svoleiðis veðrum ef mikið liggur við og flytja þarf sjúkling í fyrsta eða öðrum forgangi,“ segir Leifur og bætir við að hann hafi miklar áhyggjur af stöðunni og þeim að- stæðum sem skapast geti vegna lok- un neyðarbrautarinnar. „Við gætum t.a.m. lent í því að vera yfir suðvesturhorninu um miðj- an vetur, í svarta myrkri og kolvit- lausu veðri, og geta hvorki lent í Reykjavík né Keflavík vegna þess að það er engin braut í þessari stefnu,“ segir hann og spyr: „Hvað gera menn í slíkri stöðu?“ Starfsmönnum Mýflugs tókst eftir hádegi í gær að flytja gjör- gæslusjúklinginn til borgarinnar eft- ir að veðurskilyrði á Reykjavíkur- flugvelli höfðu skánað. Í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala til meðferðar. „Verr stödd en áður“ Sigurður E. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Sjúkra- húsinu á Akureyri, segir þessi ný- legu atvik vera dæmi um þær afleiðingar sem fylgi þeirri ákvörðun að loka neyðarbrautinni á Reykja- víkurflugvelli án þess að búið sé að tryggja annað og sambærilegt úr- ræði sem nýtist sjúkraflugi. „Þetta á þó ekki að koma mönnum á óvart, því það var búið að benda á þetta. Það var hins vegar alltaf sagt að ekki yrði hróflað við aðstöðunni á Reykja- víkurflugvelli til verri vegar nema eitthvað annað og sam- bærilegt kæmi í staðinn. En það samkomulag heldur greinilega ekki því það er bú- ið að hrófla við og ekkert sam- bærilegt kom í staðinn – við erum því verr stödd en áður,“ segir hann. Gjörgæslusjúklingur tepptur í sólarhring Morgunblaðið/RAX Neyðarbrautin Hætta hefur þurft við tvö sjúkraflug á skömmum tíma vegna þeirrar ákvörðunar að loka einni af brautum Reykjavíkurflugvallar. Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir suðvestur- braut Reykjavíkurflugvallar vera í starfhæfu ástandi og því gætu flugvélar vel nýtt hana til lend- ingar með skömmum fyrirvara. „Þetta fer helst eftir því hvort búið sé að koma fyrir einhverju á byggingasvæðinu, s.s. háum krana, en eins og staðan er nú þá er ekkert fyrir brautinni,“ segir hann. „Brautin hefur ekk- ert breyst - henni var bara lokað eftir að innanríkisráðuneytið óskaði eftir því á sínum tíma.“ Fjölmargir hafa að undanförnu óskað eft- ir því að opnað verði aftur fyrir flug- umferð um brautina. Má þar m.a. nefna full- trúa sveitarfélaga auk Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutninga- manna sem skora á inn- anríkisráðherra að beita sér í málinu. Brautin enn sögð nothæf REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.