Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 55
Hymnodiuliða. Þessi norðnorðausturbræð- ingur væri ef til vill á fullmiklum berangri ef ekki væri fyrir rótfestu slagverksleikarans sem á m.a. góðan einleik í SKU. Enginn efast um færni og innsæi Sigurðar Flosasonar, en hljómur sykursjúkra saxfóna virkar þó á stundum hálfutanveltu í þessu sterka en sér- staka raddbandalagi við seinni hlustun. Í forsælu Hallgríms Meditatio – Hvíld bbbbb Íslensk og erlend kórverk. James MacMillan: A Child́s Prayer (3́23), John Tavener: The Lamb (3́42), Hugi Guðmundsson: Hvíld (3́32), Jón Leifs: Requiem (4́38), Morten Lauridsen: O Nata Lux (4́31), Eric Whitacre: Lux aurumque (3́51), Þorkell Sigurbjörnsson: Nú hverfur sól í haf (3́14), Sigurður Sævarsson: Nunc dimittis (4́46), Eeriks Ešenvalds: O salutaris hostia (3́26), Anna Þorvaldsdóttir: Heyr þú oss himn- um á (4́16), Þorkell Sigurbjörnsson: Heyr himna smiður (3́12), Hörður Áskelsson: Hvíld (4́38), Hreiðar Ingi: Nunc dimittis (3́18), Arvo Pärt: Nunc dimittis (5́50). Schola cantorum Reykjavicensis. Einsöngvarar: Rakel Edda Guðmundsdóttir, Ragnheiður Sara Gríms- dóttir, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Kristín Erna Blöndal, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Helgi Steinar Helgason og Fjölnir Ólafsson. Stjórn- andi: Hörður Áskelsson. Tónmeistari: Jens Braun. Hljóðritað í Hallgrímskirkju í október 2015. BIS-2200 SACD. Heildartími: 58́03. Undir hvelfingum Hallgrímskirkju þrífst griðastaður sem líkt og margt í lífríkinu leit- ar forsælu eftir vernd, athvarfi og hvíld mót sálarháska, í umbreytingu, ellegar íhugun. Við fyrstu áheyrn virtist sem kirkjurýmið væri komið heim í stofu gegnum stofuhátal- arana (ADAM A8X) en þar var jafnframt mættur hinn öflugi þýski tónmeistari Jens Braun, einn af húskörlum BIS- útgáfunnar; svo stökkur og svalur hljómur hefur varla heyrst á einum og sama hljómdisknum hérlendis. Á sama tíma dylst ekki að þar fer líklega hljómfegursti kór landsins svo afurð- in á erindi í hæstu hæðir á meðal þess besta úti í heimi. Verkin eru öll samin síðustu 35 árin fyrir utan verk Jóns Leifs er spratt út frá dóttur- missi árið 1947. Verk og tónskáld eru pöruð saman af natni og nákvæmni í áhrifaríka heildarmynd. Í fyrstu fimm verkunum eru börn eða saklaus fórnarlömb í einhverjum skilningi í forgrunni. Hljómdiskurinn opnar með A Child’s Prayer eftir James MacMillan sem er átak- anlegt verk, vafið hlýju og sársauka. Hlust- andinn getur fátt annað en gefið eftir í sorg- inni í kjölfar voðaatburðar í Skotlandi árið 1996 sem verkið sprettur af. Arvo Pärt og John Tavener mynda fulltrúa Rétttrún- aðarkirkjunnar – andlegrar naumhyggju eða Holy/sacred minimalism sem naut vin- sælda á seinni hluta 20. aldar þar sem lag- lína ferðast upp og andlag – svar viðtakanda – niður, eða öfugt. Lux aurumque litla ris- ans Eric Whitacre spegla andstæður Nunc dimittis stóra risans Arvo Pärt í einu magn- aðasta tónverki seinni tíma er byggist á tón- máli frumendurreisnar. Úr þessum firna- sterka samhenta kórhljómi stíga vel frambærilegir einsöngvarar fram eftir þörf- um, en ástæðulaust er að gera upp á milli framgöngu þeirra. Kveldúlfur „Það býr mikil seigla og dugnaður að baki þessum hljómdiski kammerkórsins Hymnodiu frá Akureyri.“ Fagott „Mikill fengur er í gripnum fyrir öll þau fágætu tón- verk sem nokkur helstu tónskáld Íslendinga hafa samið fyr- ir fagotthljóðfærið,“ segir um Ferðalag. MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 miðlar hún samtímasögu Tómasar og veltir yfir henni vöngum með lesand- anum sem getur ekki annað en borið saman ólíkar aðstæður á gjörólíkum tímum, þar sem tilfinningar fólks eru þó alltaf í grunninn þær sömu. Tungumálið er algjört lykilatriði í skáldsögu Hermanns. Mið er tekið af mergjuðu málfari Bjargar í kvæð- unum og gerir höfundurinn mjög vel í að skapa texta sem er forn að yfir- bragði, með afar fjölbreytilegu orð- færi, sérviskulegu og frumlegu, en þó nútímalegu um leið. Eins og til að mynda má sjá þar sem Björg hellir sér á einum stað yfir Tómas: „… þú ert helvítis taðsekkur, herjans tussa á kletti, galapín og gorvambarhaus, ég hef megnustu skömm á þér, guddilon, hérvillingur, hémóna og geðlurð- unnar guddilon og vesalingur og bjálfi.“ (141) Svo eru það kvæði Bjargar sjálfr- ar, sem eru vel felld inn í textann, jafnt og þétt og hnykkja á eða skýra það sem er til umræðu hverju sinni. Og það gengur afskaplega vel upp, styrkir myndina af skáldkonunni og kynnir lesendur um leið fyrir skáld- skap hinnar raunverulegu Bjargar. Bjargræði er þrettánda skáldverk Hermanns og sjötta skáldsagan. Hann er meðal annars þekktur fyrir að vinna út frá verkum annarra höf- unda og gera þau að sínum, oft á nokkuð galgopalegan en frumlegan og markvissan hátt; hann var til- nefndur til Íslensku bókmenntaverð- launanna fyrir síðustu bók, Leiðin út í heim (2015), þar sem hann skrifaði sína útgáfu af Palli var einn í heim- inum. Hér heldur Hermann áfram að vinna með verk annars höfundar, ljóð Bjargar, og gerir það á mjög athygl- isverðan hátt, í einu af sínu bestu og heilsteyptustu verkum til þessa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundurinn „Tungumálið er algjört lykilatriði í skáldsögu Hermanns. Mið er tekið af mergjuðu málfari Bjargar […] og gerir höfundurinn mjög vel.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.