Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
HARALDAR JÓNSSONAR,
Austurströnd 10, Seltjarnarnesi.
.
Gríma Lalla Sveinbjörnsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð, kærleik ykkar
og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæra
EGILS ARNAR GUNNARSSONAR.
.
Erna Valdís Ívarsdóttir,
Ásta Sigríður Egilsdóttir,
Gunnar Örn Rúnarsson, Ásta Samúelsdóttir,
Anton Örn Gunnarsson, Rósa Borg Guðmundsd.,
Eva Lind Gunnarsdóttir,
Rúnar Ólafsson, Sigurlína Konráðsdóttir,
Samúel Vilberg Jónsson, Bjarney Georgsdóttir,
Sigríður Sigurðardóttir, Jón Hörðdal Jónasson,
Ívar Örn Arnarson, Guðný Ævarsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
GUÐJÓN SÍVERTSEN,
lést 21. desember.
Útför hans fór fram í kyrrþey.
Þökkum sýnda samúð og vinarhug.
.
Sigríður Bergmann,
Kristbjörg Þöll Sívertsen,
Hjörleifur Guðjónsson.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Sigþór fædd-ist í Reykja-
vík 14. febrúar
1961. Hann lést
af slysförum 22.
desember 2016.
Foreldrar hans
voru Fanney
Halldórsdóttir,
fædd 1941, dáin
2016, frá
Syðri-Steinsmýri
í Meðallandi og
Grétar Guðmundsson, fæddur
1936, dáinn 2010, frá Hafn-
arfirði. Sigþór átti eina alsyst-
ur, Elsu Dóru, sex hálfsystkini
sammæðra; Jón Þór, Ingu
Láru, Bjarneyju, Ágústu, Jök-
ul og Ægi. Tvö systkini sam-
feðra, þau Grétar og Hönnu.
Á fjórða ári er hann tekinn í
fóstur til Elísabetar Önnu
Bjarnadóttur og Aðalgeirs Eg-
ilssonar á Mán-
árbakka á Tjör-
nesi og ólst þar
upp til 17 ára ald-
urs. Hann átti
einn uppeldis-
bróður, Bjarna
Sigurð. Einka-
dóttir Sigþórs er
Anna Sigríður,
fædd 2. október
1992. Sigþór
starfaði lengst af
sem bifreiðarstjóri, bæði á
vöru- og fólksflutningabif-
reiðum og síðustu árin vann
hann hjá Hópferðabílum
Akureyrar. Nokkur síðustu
árin var Sigþór í sambúð með
Anitu Henriksen og bjuggu
þau á Húsavík.
Útför Sigþórs fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 7. jan-
úar 2017, klukkan 14.
Elsku Sigþór frændi. Þín er
sárt saknað af mér og minni fjöl-
skyldu. Megi almættið vernda þig
í Sumarlandinu, vinurinn okkar.
Við sendum ástvinum Sigþórs
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Sjá, móðir jörð ber gylltan
geislahjúp.
Um gesti hennar flæðir ljós og ylur,
og um þá lykst hið mikla megindjúp,
sem mannleg augu sjá, en enginn
skilur.
Og fleiri stjörnur firðin bláa hylur
en fjöll og dalir eiga blóm og strá.
Og andi guðs mun yfirskyggja þá,
sem ætla sér að heyra það og sjá,
sem vizka hans og veldi öllum dylur.
Það gnæfir ofar gáfum dauðlegs
manns
að geta skynjað leyndardóma hans.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Kveðja, þín frænka
Birna Halldórsdóttir
og fjölskylda.
Elsku Sigþór frændi. Okkur
þótti mjög leitt að heyra að þú
hefðir lent í slysinu á Holtavörðu-
heiðinni. Þú varst uppáhalds
frændi. Ekki grunaði okkur syst-
ur þegar við töluðum við þig í
síma að það væri í síðasta sinn
sem við heyrðum í þér og þú ætl-
aðir að koma í heimsókn til okkar.
Það eru níu mánuðir síðan
mamma þín dó, en hún dó í mars
og þú í desember. Okkur langar
að kveðja þig með þessu versi:
Guðs orð er ljós, er lýsir
í lífsins dimmu hér,
og ljúfur leiðarvísir
það lífs á vegum er.
…
(Valdimar Briem)
Elsku Anita, Anna Sigríður,
Elísabet, Aðalgeir, systkini og
stórfjölskylda, Guð styrki ykkur
öll.
Hvíldu í friði, elsku frændi.
Þínar frænkur,
Alda, Bára, Ragnheiður
(Adda) og fjölskylda.
Sigþór Grétarsson
„Hvað er að
frétta?“ Þetta voru
alltaf fyrstu orð
hans, hvort sem það var í síma
eða þegar við hittumst.
Breytti engu ástand hans,
hvort hann væri nánast lamaður
í löppinni eftir sprautur, sem
hann fór reglulega í vegna sjúk-
dóms sem hann var að glíma
við, hvort sem illa lá á honum
eða ekki. Pétur var alltaf sá
hressasti og jákvæðasti félagi
og vinur sem ég hef kynnst.
Pétri kynntist ég fyrst sem
unglingur og síðan skildu leiðir
okkar en við vissum alltaf af
hvor öðrum. Síðan var það fyrir
um sjö árum að leiðir okkar
lágu saman á ný, þegar hann
kom og átti erindi til mín í
Tækjaleigunni til að fá keðjusög
að leigu. Eftir það má segja að
leiðir okkar skildu ekki og vor-
Pétur Freyr
Halldórsson
✝ Pétur FreyrHalldórsson
fæddist 4. júní
1968. Hann varð
bráðkvaddur 21.
desember 2016.
Útför hans fór
fram 6. desember
2017.
um við í sambandi
nánast daglega eft-
ir það. Það voru
ófáar stundirnar
sem við vorum úti í
skúr að ræða málin
yfir pílukasti og
„Pilsner“.
Síðustu ár höfum
við hjónin verið í
miklum fram-
kvæmdum á lóð-
inni. Þar kom Pét-
ur okkur alveg til bjargar. Við
værum ekki búin að gera það
sem gert var ef ekki hefði kom-
ið til aðstoð Péturs. Hann var
hjálpsamasti vinur sem hægt er
að hugsa sér; útsjónarsamur,
duglegur og frábær smiður.
Hann fann alltaf lausn á öllum
vandamálum sem komu upp við
verkið. Við munum hugsa til
hans þegar við njótum útiver-
unnar í garðinum, garðskálan-
um og grillinu sem eru allt hans
handverk og hönnun að stórum
hluta.
Pétur var stór hluti af lífi
okkar og við munum sakna
hans mikið.
Dýrlega þig dreymi og drott-
inn blessi þig.
Sigurður og Kristín.
✝ Guðjón Sívert-sen fæddist í
Reykjavík 7. jan-
úar 1955. Hann
lést 21. desember
2016.
Foreldrar hans
eru Sigurður Sí-
vertsen, fæddur
1931, látinn 2005,
og María Möller,
fædd árið 1935.
Guðjón var elstur
í fimm systkina hópi og sá
fyrsti þeirra sem fallinn er
frá. Eftirlifandi systkini Guð-
jóns eru: Þorleifur, f. 1956,
Margrét Stella, f. 1958, Víg-
lundur, f. 1961, og Sigurður,
f. 1964. Guðjón ólst upp á
Hverfisgötu 47 í Reykjavík.
Guðjón gekk í Miðbæjarskóla
og síðan Austurbæjarskóla.
Að Austurbæjarskóla loknum
hóf hann nám í Versl-
unarskóla Íslands. Að því
námi loknu lá leið hans til
Bretlands þar sem hann lærði
Landmannalaugum. Árið 1987
kynntist hann eftirlifandi eig-
inkonu sinni Sigríði Bergmann
og hófu þau sambúð fljótlega.
Árið 1991 eignuðust þau sitt
fyrsta barn, Kristbjörgu Þöll,
og tveimur árum síðar, árið
1993, eignuðust þau son sinn
Hjörleif. Guðjón og Sigríður
gengu í hjónaband 31. desem-
ber árið 1999. Aðaláhugamál
Guðjóns voru stang- og neta-
veiði, hann var veiðivörður við
Elliðaár nokkur sumur. Einnig
hafði hann gaman af ferðalög-
um, útilegum og síðast en ekki
síst bílum. Hann naut sín vel í
Landmannalaugum þar sem
hann sinnti af alúð starfi sínu
við þjónustu ferðamanna. Guð-
jón átti við heilsubrest að
stríða, rúmlega fertugur fékk
hann sitt fyrsta áfall, blóð-
tappa í höfuðið og í kjölfarið
komu fleiri veikindaáföll upp
hjá honum.
Útför Guðjóns fór fram í
kyrrþey 5. janúar 2017.
kerfisfræði. Að
námi loknu í Bret-
landi fluttist hann
heim og hóf starf
þar sem kerf-
isfræðingur hjá
Tölvuvinnslu og
kerfishönnun, síð-
ar sem fram-
kvæmdastjóri.
Hann starfaði þar
til ársins 1991. Þá
hóf hann nám við
endurmenntun Háskóla Ís-
lands og lauk þaðan prófi í
viðskipta- og rekstrarfræði. Í
kjölfarið hóf hann starf sem
húsnæðisfulltrúi hjá Kópa-
vogsbæ. Að fimm árum lokn-
um þar hóf hann starf sem
launafulltrúi og gjaldkeri hjá
Skjá Einum á fyrstu árum
Skjás Eins. Þar starfaði hann
í nokkur ár og hóf síðan starf
sem gjaldkeri og bókari hjá
Mími Símenntun. Tvö síðustu
ár hans starfaði hann við
rekstur í ferðaþjónustu í
Elsku Guðjón minn. Takk
fyrir samfylgdina, árin okkar
öll saman og síðast en ekki síst
fyrir yndislegu börnin okkar,
Kristbjörgu Þöll og Hjörleif.
Ég elska þig og sakna þín.
Þín
Sigríður (Sigga).
Elsku besti pabbi minn.
Aldrei átti ég von á því að
rétt fyrir jólin í ár myndir þú
kveðja þennan heim og að ég
myndi ekki eyða jólunum eða
öðrum degi yfirhöfuð aftur með
þér.
Ég átti heldur aldrei von á
því að ég yrði aðeins 23 ára
gamall að skrifa minningar-
grein um þig. Það er eitthvað
sem mér finnst virkilega ósann-
gjarnt.
Að hugsa til þess að geta
aldrei séð þig og talað við þig
aftur er óendanlega erfitt.
Það verður erfitt að fóta sig
án þín, því í einu og öllu varstu
mín stoð og ég gat alltaf leitað
til þín til þess að fá svar við
hverju sem er. Ef ég vissi ekki
eitthvað eða vildi fá álit frá ein-
hverjum sem vissi alltaf rétta
svarið þá kom aldrei neinn ann-
ar til greina en þú.
Það verður erfitt að geta
ekki rölt fram eða hringt í þig
og leitað til þín þegar eitthvað
bjátar á.
Það verður bæði erfitt og
sárt að koma sér á fætur á
morgnana vitandi það að þú
sért ekki lengur til staðar. Ég
sakna þín mjög mikið.
Ég er engu að síður afar
þakklátur fyrir öll þau 23 ár
sem við fengum saman.
Við eigum óteljandi margar
minningar saman sem gott er
að geta hugsað til.
Ef ég fer í gegnum allt það
sem við höfum brallað saman í
gegnum lífið þá sé ég hvað við
höfum gert mikið saman, og ef-
laust mun meira en flestir aðrir
feðgar ná að gera á mun lengri
tíma. Það voru forréttindi að
hafa átt þig sem minn besta
vin.
Það er ekki lengra síðan en
fyrir nokkrum vikum sem við
vorum bara að tala um að
skella okkur saman í smá frí til
útlanda í janúar og vorum farn-
ir að skoða ferðir og spá og
spekúlera, en það verður að
bíða betri tíma, pabbi minn.
Ég vona að þér líði vel og ég
veit það að afi Siddi, og Daníel
afi og Kristbjörg amma hafa
tekið vel á móti þér og hugsa
vel um þig.
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Þú varst í mínum augum alltaf
sannkölluð hetja sem lét ekkert
stoppa sig, og fyrirmynd mín í
lífinu.
Vertu bless, elsku besti
pabbi minn. Ég veit að það bíða
mín hlýlegar móttökur þegar
við hittumst aftur.
Elsku pabbi, hvíl í friði.
Ég elska þig.
Þinn
Hjörleifur.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson)
Það er skrítið þetta líf. Mað-
urinn áætlar en Guð ræður.
Allt í einu er góður maður horf-
inn á braut, langt um aldur
fram, svili og mágur okkar.
Þótt heilsan hafi verið léleg
lengi var enginn undir það bú-
inn.
Guðjón kom í fjölskylduna
undir lok níunda áratugarins.
Þá vörðum við mörgum góðum
stundum saman með honum og
Siggu í Skorradal. Börnin voru
ung, tré voru gróðursett þegar
þau fæddust. Guðjón var greið-
vikinn og gjafmildur maður.
Hann var vel tæknivæddur og
einstaklega handlaginn, úr-
ræðagóður og gamansamur. Í
Skorradal bjó hann til grill úr
hjólbörum þegar fjölmennt var
í mat. Það voru engin vanda-
mál, aðeins lausnir fundnar.
Tengdaforeldrum sínum var
hann mjög hjálpsamur. Guðjón
var viðræðugóður og aldrei
komið að tómum kofunum í
samtölum við hann. Hann átti
svör við öllum lífsins gátum.
Hundurinn Máni kom inn í líf
hans þegar heilsan var farin að
bregðast. Þá var gott að halda
sér í formi með góðum göngu-
túrum. Síðar kom kyrrðin í
Landmannalaugum inn í til-
veruna. Hann naut þess að
standa þjónandi vakt við ferða-
langa. Sorglegt að ekki varð
framhald á því.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson)
Elsku Sigga, Kristbjörg Þöll
og Hjörleifur. Við vottum ykk-
ur dýpstu samúð og biðjum
Guð að styrkja ykkur í sorg-
inni.
Kristín og
Þórður Daníel.
Guðjón Sívertsen
Þann 17. desem-
ber síðastliðinn
kvöddum við elsku
Marvin afa. Hann
var mikill vinur okkar systra,
stríðinn, hlýr og í alla staði ynd-
islegur maður. Hann kenndi
okkur systrum m.a. að það má
vera „þrjóskur sérvitringur“ al-
veg fram í fingurgóma ef maður
hefur bara húmor fyrir sjálfum
sér. Afi var þolinmóður og gaf
sér alltaf tíma til þess að að-
stoða eða heyra okkar hjartans
Marvin G.
Hallmundsson
✝ Marvin G. Hall-mundsson
fæddist 3. október
1931. Hann lést 17.
desember 2016.
Útför Marvins
fór fram 6. janúar
2017.
mál og það er góð
tilfinning að muna
það hvað afi Mar-
vin var alltaf stolt-
ur af okkur, sama
hvað við tókum
okkur fyrir hendur.
Steinunni þykir
það vera forrétt-
indi að hafa fengið
að kynnast afa sem
samstafsfélaga og
vini og að hafa
fengið að læra af þeim besta en
það voru ófáar stundirnar sem
þau áttu saman síðustu árin á
verkstæðinu. Við systur og fjöl-
skyldur okkar eigum frábærar
minningar og við kveðjum elsku
afa okkar með gleði en söknuð í
hjarta.
María, Auður Ósk
og Steinunn.