Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
7
-0
0
1
3
Arnhild Gjönnes, lögmaður hjá NHO
og sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa
Public procurement and theway forward
Dagmar Sigurðardóttir, yfirlögfræðingur Ríkiskaupa
Kröfur opinberra aðila til fyrirtækja í útboðum
– ýmis álitaefni
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórnarformaður
Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja
Mun næsta tæknibylting hafa áhrif
á opinber innkaup?
Theódóra Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar
framtíðar og formaður bæjarráðs Kópavogs
Opinber innkaup eiga að vera stjórntæki – til að ná
fram hagkvæmari rekstri, trausti og bættri hegðun
Fundarstjóri er Ásdís Kristjánsdóttir,
forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Opinber innkaup
- getum við gert betur?
Opinn fundur Samtaka iðnaðarins
fimmtudaginn 12. janúar kl. 8.30–10.30
á Grand Hótel Reykjavík
Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.
Skráning á www.si.is
Dagskrá
Kristján Egilsson,
fyrrverandi flugstjóri,
lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi síðastliðinn
fimmtudag eftir erfið
veikindi, 74 ára að
aldri.
Kristján fæddist í
Reykjavík 31. desem-
ber 1942. Foreldrar
hans voru Anna Mar-
grét Þuríður Ólafs-
dóttir Briem húsmóðir
og Egill Kristjánsson
stórkaupmaður.
Kristján lauk
verslunarprófi frá Verzlunarskóla
Íslands árið 1961. Hann lauk at-
vinnuflugmannsprófi frá flugskól-
anum Þyt árið 1964. Hann réðst til
Flugfélags Íslands í ársbyrjun 1965
og var flugmaður og flugstjóri þar
og síðar hjá Flugleiðum og Ice-
landair til starfsloka.
Kristján tók mikinn þátt í fé-
lagsmálum fyrir Fé-
lag íslenskra atvinnu-
flugmanna um
áratuga skeið. Hann
tók fyrst sæti í stjórn
félagsins árið 1969 og
sat í stjórn í 13 ár,
þar af sem formaður
félagsins í sjö ár.
Einnig sat hann um
langa hríð í stjórn
lífeyrissjóðs flug-
manna. Þá tók hann
einnig þátt í starfi al-
þjóðasamtaka flug-
manna. Kristján sat í
nokkrum ráðherra-
skipuðum nefndum, m.a. um fram-
kvæmdir í flugmálum og um að-
gerðir gegn flugránum.
Eftirlifandi eiginkona Kristjáns
er Margrét Ósk Sigursteinsdóttir
kennari. Dætur þeirra eru Anna
Sigríður viðskiptafræðingur og
Ásta lögfræðingur. Barnabörnin
eru fimm.
Andlát
Kristján Egilsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Um 70% þjóðar-
innar horfðu á
Áramótaskaup
RÚV, sam-
kvæmt rafræn-
um áhorfsmæl-
ingum Capacent
sem fyrir lágu í
gær. Samkvæmt
sömu upplýs-
ingum var hlut-
deildin 100%,
sem þýðir að allir sem voru með
kveikt á sjónvarpinu á gamlárs-
kvöld voru að horfa á skaupið.
„Áhorfið mun svo aukast enn frek-
ar með endursýningum,“ segir
Skarphéðinn Guðmundsson, dag-
skrárstjóri RÚV, í samtali við
Morgunblaðið. Áramótaskaupið
verður endursýnt laugardaginn 14.
janúar – auk þess sem það má
nálgast á Sarpinum á vef RÚV og
á Frelsinu, endursýningaþjónustu
símafyrirtækjanna.
Áhorf á Krakkaskaupið var um
25% en þar gafst krökkum í fyrsta
sinn tækifæri til að senda inn sitt
eigið grín. Þá var mikið horft á
annálana á gamlárskvöld. Frétta-
annállinn var með 41% áhorf og
Íþróttaannáll með 26% og hlut-
deildin 90% þegar þeir voru í loft-
inu.
„Að 70% þjóðar sitji á sama
tíma og horfi á sama þáttinn í
sjónvarpi á sér varla hliðstæður.
Við hér í Efstaleiti erum því auð-
vitað hæstánægð. Þegar okkur
tekst með þessu móti, með góðu
íslensku efni, að hitta á réttu
taugar þjóðarsálarinnar gerast oft
ótrúlegir hlutir. Það sýnir líka
hvar helsti styrkur línulegrar dag-
skrár liggur og er hvatning um að
halda áfram á sömu braut, til
dæmis með beinum útsendingum
frá ýmsum menningarviðburðum,“
segir Skarphéðinn. Getur hann í
því sambandi beinnar útsendingar
í kvöld kl. 19.45 frá lokasýningu
Borgarleikhússins á Njálu. Fleira
í svipuðum dúr sé fram undan.
Áramótaskaupið slær öll
met með um 70% áhorfi
Krakkaskaup og annálar vinsælir Taugar þjóðarsálar
Skarphéðinn
Guðmundsson
Skaupið Þjóðlífið í spéspegli.
„Þetta er þróun sem ekki er bund-
in við Ísland. Tannsmiðir á öllum
löndum á Norðurlöndunum hafa
fundið fyrir þessu,“ segir Dagný
Kolbeinsdóttir, formaður Tann-
smiðafélags Íslands, þegar hún er
spurð hvort rétt sé að íslenskir
tannlæknar séu í auknum mæli
farnir að panta tannkrónur beint
frá Kína í stað þess að skipta við
íslenska tannsmiði.
Dagný segir upplýsingar ekki
liggja fyrir um umfang málsins, en
þessar pantanir virðist þó vera
meiri en hún hafi í fyrstu talið.
Þeir tannsmiðir sem lengi hafi
verið í stéttinni segist finna fyrir
nokkrum samdrætti í pöntunum
vegna þessa. Menn hefðu áhyggj-
ur af því að tannsmiðastéttin hér á
landi gæti jafnvel dáið út.
Fullkomlega leyfilegt
Dagný sagði mikilvægt að hafa í
huga að það væri fullkomlega lög-
legt að kaupa tannkrónur í munn
fólks í Kína. Litið væri á það sem
hver önnur viðskipti. Eðlilegt væri
að sjúklingar veltu fyrir sér kostn-
aði í þessu sambandi. Hún sagðist
ekki vita til þess að neitt væri at-
hugavert við þessar kínversku
krónur, en félaginu væri hins veg-
ar ekki kunnugt um hvernig
gæðaeftirliti væri háttað í Kína.
Dagný segir að tannsmíðanám
hér á landi sé núna þriggja ára
háskólanám sem ljúki með BS-
gráðu.
„Kosturinn við að skipta við ís-
lenska tannsmiði er sá að hægt er
að leita til þeirra aftur ef eitthvað
kemur upp á sem þarf að laga,“
segir Dagný. „Ég hef persónulega
ekkert á móti Kínakrónum, en
mér finnst mikilvægt að fólk sem
leitar til tannlækna fái að vita
hvað það er að fá í munninn og
hverjir valkostirnir eru. Sumir
halda að tannlæknarnir geri allt,
smíði jafnvel tennur, þannig að oft
er ekki spurt um hvaðan þetta sé.
Það er líka mikilvægt að halda
uppi gæðastandard hér innanlands
með öflugri íslenskri tann-
smiðastétt.“
Dagný segir að tannsmiðir hafi
ekki rætt þessi mál sérstaklega
við tannlækna hér á landi, en
nokkur umræða sé um þau innan
stéttarinnar og samtaka norrænna
tannsmiða. gudmundur@mbl.is
Ljósmynd/Vefur Háskóla Íslands
Tennur Rétt til að starfa sem tannsmiður hér á landi fá menn eftir þriggja ára
háskólanám sem lýkur með BS-prófi. Hægt er að læra tannsmíðar við HÍ.
Tannkrónur frá
Kína algengari
Tannsmiðir hugsi yfir þróuninni
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?