Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 12
 l Árið 1999 setti Arpaio bann við því að fangar hefðu klám undir höndum eftir að kven- kyns fangaverðir kvörtuðu yfir því að fangarnir snertu sig fyrir framan þær. Bannið var kært á grund- velli fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna en áfrýjunar- dómstóll felldi kæruna niður. l Á árunum 2004 til 2007 var Arpaio kærður 2.150 sinnum fyrir illa meðferð fanga í fangelsum Mari- copa-sýslu. l Maricopa-sýsla hefur þurft að greiða fjölskyld- um fanga sem dóu í fangelsum sýslunnar undir stjórn Arpaios 43 milljónir Bandaríkjadala í bætur. l Í tilfelli Brians Crenshaw, sem lést í fangelsi eftir að fangaverð- ir réðust á hann árið 2003, var lögreglustjóraembættinu gert að greiða tvær milljónir Banda- ríkjadala í bætur. Saksóknari hélt því fram að embætti Arpaios hefði eyðilagt sönnunargögn í málinu. l Lögreglustjóraembættið þurfti að greiða Richard Post, hreyfihömluðum fanga sem fangaverðir hálsbrutu, 800.000 Bandaríkjadali í bætur árið 1996. l Embættið þurfti að greiða tveimur blaðamönnum Phoen ix New Times 3,75 milljónir Bandaríkjadala í bætur eftir ólögmæta handtöku þeirra. Var blaðamönnunum gefið að sök að hafa birt dómsskjöl sem þeir máttu ekki birta. Um var að ræða stefnu frá lögreglustjóra- embættinu vegna fréttar þar sem heimilisfang Arpaios var birt. Þann 25. ágúst síðastlið-inn tók Donald Trump Bandaríkjaforseti þá afar umdeildu ákvörð-un að náða lögreglu-stjórann Joe Arpaio. Í tilkynningu frá forsetaembættinu sagði að Arpaio hefði þjónað þjóð sinni af mikilli dyggð. Hann væri því verðugur náðunar. Trump kallaði Arpaio í kjölfarið „sannan föðurlandsvin“ á Twitter- reikningi sínum. Sagði hann jafn- framt að Arpaio hefði þjónað lykil- hlutverki í að halda „íbúum Arizona öruggum“. En þeir sem eru náðaðir þurfa að hafa brotið af sér, eða að minnsta kosti vera grunaðir um ólöglegt athæfi. Í júlí var Arpaio dæmdur fyrir að neita að hlýða tilskipun dómara um að hætta að hneppa ólöglega inn- flytjendur í varðhald. Arpaio hefur aflað sér þess orðspors undanfarin ár og áratugi að vera eindreginn harð- línumaður þegar kemur að ólög- legum innflytjendum. Harðasti lögreglustjórinn Arpaio varð lögreglustjóri Maricopa- sýslu í Arizona árið 1993 og gegndi hann þeirri stöðu þar til 2016. Lýsir hann sjálfum sér sem harðasta lög- reglustjóra Bandaríkjanna. Segja má að andstæðingar Arpa- ios séu sammála honum um titilinn „harðasti lögreglustjóri Banda- ríkjanna“. Þeir leggja þó eflaust aðra merkingu í þau orð. Umdeildir starfshættir hans leiddu til þess að dómsmálaráðuneytið lýsti því yfir árið 2011 að embætti Arpaios hefði brotið á mannréttindum rómansk- amerísks fólks. Hefði embættið mis- munað vegna kynþáttar. Sjálfur sagði Arpaio árið 2009 að hann hefði þá handtekið að minnsta kosti 30.000 ólöglega inn- flytjendur á undanförnum fimm árum. Meirihluti þeirra kom frá Rómönsku-Ameríku. Umdeild ákvörðun Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að náða Arpaio er umdeild eins og áður segir. Í könnun NBC og SurveyMonkey kemur fram að 60 prósentum aðspurðra fannst ákvörðunin röng sam- anborið við 34 prósent sem töldu hana rétta. John McCain, öldungadeildar- þingmaður Repúblikana og harð- ur gagnrýnandi forsetans, sagði í kjölfar tilkynningarinnar að náðunin væri í raun stuðnings- yfirlýsing við kynþáttahatur gagnvart fólki af rómansk- amerískum uppruna. Á fimmtudag fjöll- uðu bandarískir fjöl- miðlar hins vegar um að ekki væri víst að náðun forsetans næði að ganga í gegn. Hafði Susan Bolton, dómari í máli Arpaios, þá frestað dómsupp- kvaðningu í máli hans en ekki vísað málinu frá. Sagði Bolton að hún þyrfti að fara yfir málsgögn áður en hún felldi sakfellingu Arpaios niður. Íslandsvinurinn Arpaio Joe Arpaio skipar athyglisverð- an sess í íslenskri réttarsögu en hann lék lykilhlutverk í máli sem rekið var fyrir íslenskum dóm- stólum árið 1997. Málið varðaði kröfu bandarískra stjórnvalda um framsal hjónanna Connie Jean og Donalds Hanes sem dvöldu hér á landi. Þeim var gefið að sök að hafa numið barnabarn sitt á brott með ólöglegum hætti og höfðu ákærur verið gefnar út í Bandaríkjunum vegna þeirra sakargifta. Þegar hér var komið sögu hafði barnið þegar verið tekið úr umsjá hjónanna og komið í hendur móður sinnar í Bandaríkjunum. Mál hjónanna hlaut mikla athygli bæði hér á landi og vestanhafs. Voru því meðal annars gerð skil í þætti af Unsolved Mysteries. Hjónin voru sannfærð um að þau myndu hvorki njóta mann- úðlegrar meðferðar né réttlátrar málsmeðferðar yrðu þau framseld til Bandaríkjanna. Helsta ástæða þessa ótta hjónanna var sjálfur Joseph M. Arpaio, lögreglustjóri Maricopa-sýslu í Arizona. Hjónin höfðu ítrekað boðist til að gefa sig fram gegn skilyrðum um mannúð- lega og réttláta meðferð við komu til Bandaríkjanna en fengu ekki svar. Hræddust slæma meðferð Í úrskurði héraðsdóms eru ítarlegar lýsingar á hörmulegri meðferð á föngum í fangelsum í Maricopa- sýslu. Fyrir lá að ef framsalið yrði heimilað myndu löggæsluyfirvöld í Arizona taka við hjónunum við komuna til Bandaríkjanna og flytja þau til Arizona. Fyrirkomulag og framkvæmd flutningsins yrði í höndum Arpaios lögreglustjóra og yrði ómannúðlegt og vanvirðandi. Meðal gagna málsins var árs- gamalt bréf mannréttindadeildar bandaríska dómsmálaráðuneytis- ins, sem ritað var í kjölfar rannsókn- ar ráðuneytisins á ætlaðri óhóflegri valdbeitingu gagnvart föngum og skorti á heilbrigðisþjónustu við þá í fangelsum Maricopa-sýslu. Í bréfinu eru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við aðstæður og með- ferð fanga í fangelsunum, þar sem hjónin yrðu vistuð meðan meðferð refsimálsins í Bandaríkjunum stæði yfir. Lýsingar eru ítarlegar í úrskurði héraðsdóms og þar er einnig vísað til fjölda blaðagreina sem fjalla um slæman og ómannsæmandi aðbúnað í fangelsum undir stjórn Arpaios. Tekið er fram að ekk- ert liggi fyrir um að ástandið hafi batnað. Í n i ð u r s t ö ð u héraðsdóms er því slegið föstu að með- ferð fanga í fangelsum Maricopa-sýslu brjóti í bága við ákvæði stjórn- arskrárinnar og Mann- réttindasáttmála Evrópu um bann við pyndingum og ómannúðlegri meðferð. Í niðurstöðunni segir meðal annars: Arpaio lykilmaður í íslensku dómsmáli Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að náða umdeildan lögreglustjóra. Sá lýsir sér sem harðasta lögreglustjóra Bandaríkjanna og hefur verið sakaður um kynþáttafordóma. Kröfu um framsal hjóna frá Íslandi til Bandaríkjanna var hafnað vegna orðspors Arpaios. Dómsmál sem tengjast Arpaio Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Joe Arpaio var hress þegar hann kom fram á stuðnings- mannafundi fyrir Donald Trump í kosningabaráttunni í fyrra. NorDicpHoTos/AFp „Þykja vera komin fram nægileg gögn í málinu sem ekki hafa verið hrakin af ákæruvaldinu, að hætt sé við, að þar muni bíða þeirra ómannúð leg meðferð. Þegar þetta er virt þykja ekki vera lagaskil- yrði til að framselja varnaraðila til Bandaríkja Norður-Ameríku.“ Úrskurður héraðsdóms var stað- festur í Hæstarétti, meðal annars á þeim forsendum að íslensk stjórn- völd hefðu ekki gætt meðalhófs við meðferð málsins. Hjónin hefðu frá upphafi lýst sig reiðubúin til að fara til ættlands síns og standa þar ábyrg gerða sinna og lýst árangurs- lausum tilraunum sínum til að ná samkomulagi við bandarísk stjórn- völd um eðlilega og mannúðlega framkomu. Afstaða þeirra hafi gefið íslenskum stjórnvöldum skýrt til kynna að ná mætti því mark- miði að fá þau leidd fyrir dóm í Bandaríkjunum, án þess þau þyrftu að þola þau óþægindi af handtöku sem áður var lýst og hefði óhjákvæmilega leitt af skilyrðis- lausu framsali. „Bar íslenskum stjórnvöldum við þessar aðstæður og í ljósi ríkra hagsmuna varnar- aðila í málinu að ganga til móts við réttmæt sjónarmið þeirra.“ Fór út og fékk vægan dóm Connie dvaldi á Íslandi alla tíð eftir niðurstöðu Hæstaréttar. Hún er nýlega látin. Donald Hanes fór sjálfviljugur til Bandaríkjanna eftir niðurstöðu Hæstaréttar. Þar var hann handtekinn og fluttur í fangelsi í Maricopa-sýslu og sat inni meðan mál hans var rekið fyrir dómstólum. Hann fékk vægan dóm, ekki síst vegna þess að hann gaf sig sjálfviljugur fram og var látinn laus strax eftir að dómur féll. Mikið var fjallað um mál Hanes-hjóna í íslenskum fjölmiðlum. MyNDir/skJáskoT 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 5 -B A 7 0 1 D A 5 -B 9 3 4 1 D A 5 -B 7 F 8 1 D A 5 -B 6 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.