Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2017, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 02.09.2017, Qupperneq 24
Þetta verður langur og strangur dagur í dag,“ segir Margrét Elías-dóttir, ritari hjá KSÍ og móðir Martins Her-mannssonar í körfu- boltalandsliðinu sem nú keppir á EM í Helsinki í Finnlandi. Rúmlega tvö þúsund Íslendingar eru staddir þar í landi, bæði til að styðja körfu- boltalandsliðið og karlalandsliðið í fótbolta sem etur kappi við finnska landsliðið í dag. Margrét og stuðningslið munu mæta snemma á leikvanginn. „Við mætum tímanlega, það er gaman að vera komin í höllina til að byggja upp stemningu. Svo er stefnan að fara beint á fótboltaleikinn. Ég þarf líka að útrétta sem starfsmaður KSÍ, svo þetta verður lengra og strangara fyrir vikið,“ segir hún. Í miðborg Helsinki er vel greinan- legt að Íslendingar eru mættir. „Um það bil 1.200 Íslendingar fara beint af körfuboltaleiknum á landsleikinn í fótbolta frá Helsinki til Tampere. Átta hundruð Íslendingar fylla lest- ina til Tampere, það er bara orðið uppselt,“ segir hún og hlær. Íslendingarnir eru áberandi í Helsinki að sögn Margrétar. „Ég var á gangi um miðborgina og það eru Íslendingar á hverju horni. Þeir setja svo sannarlega svip sinn á Helsinki þessa dagana. Strákarnir í körfu- boltalandsliðinu fóru að versla í gær og vöktu mikla athygli. Þeir voru myndaðir í bak og fyrir,“ segir hún frá. Margrét hefur verið á ferð og flugi, bæði sem starfsmaður KSÍ og sem móðir í stuðningshlutverki. „Nú er ég reynslunni ríkari eftir að hafa verið í Hollandi í sumar með stelpunum og í Frakklandi í fyrra. Þetta er svo gaman, það myndast alltaf einstök stemning. Allir glaðir og í sama gírnum. Jafnvel þótt leikirnir fari ekki alltaf eins og maður vill. Þetta er einstakt að finna, hvað við getum verið samheldin þegar á reynir,“ segir Margrét. Íslendingar áberandi í Helsinki Í dag fara á annað þúsund Íslendinga beint af körfuboltaleik á EM í Helsinki á landsleik í fótbolta gegn Finnum í Tampere. Þeir troðfylla lestina þangað. Landsliðsmenn og stuðningsfólk vekja mjög mikla athygli í Helsinki. Stuðningslið Martins Hermannssonar, með Margréti fyrir miðju, tekur dágott pláss á áhorfendapöllunum í Helsinki. Margir fjölskyldumeðlimir eru mættir til borgarinnar. Frá vinstri: Martin og Margrét, Hergeir, Stína, Elías, Anna María kærasta Martins, Hertha tengdamamma hans, Hörður, Anna Margrét systir Martins, og Hermann faðir Martins, Arnór og Rósa. FRéttAblAðið/ERniR Ég var á gangi um mið- borgina og það eru Íslendingar á hverju horni. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Um helgina, af hverju ekki að … vera plastlaus Nú er hafið átakið: Plast- laus september. Sleppum innkaupapokum úr plasti og notum eingöngu margnota poka. Þá er ekki slæmt ef hægt er að styrkja gott mál- efni í leiðinni. Félagasam- tökin Tau frá Tógó styrkja heimili fyrir munaðarlaus börn í Tógó með sölu á tau- innkaupapoka sem er seldur í Melabúðinni án álagningar. skrifar meist- araritgerð Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, verður einbeitt alla helgina. „Ég verð uppi á skrifstofu að vinna í meistararitgerðinni minni í lögfræði alla helgina,“ segir þing- maðurinn. að hitta Claes bang Í kvöld verður frumsýnd kvikmyndin The Square í leikstjórn Rubens Öst- lund í Bíó Paradís. Myndin skartar Claes Bang í aðalhlutverki og verður hann viðstaddur frumsýninguna. mömmuhópur og vinna á sunnudegi „Ég ætla að hitta mömmuhópinn minn í dag. Á sunnudag verð ég að vinna því ég er að fá nýjar vörur frá Maybelline og L’Oréal,“ segir Erna Hrund Her- mannsdóttir hjá Ölgerðinni. 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r24 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð helgin 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 5 -D D 0 0 1 D A 5 -D B C 4 1 D A 5 -D A 8 8 1 D A 5 -D 9 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.