Fréttablaðið - 02.09.2017, Qupperneq 24
Þetta verður langur og strangur dagur í dag,“ segir Margrét Elías-dóttir, ritari hjá KSÍ og móðir Martins Her-mannssonar í körfu-
boltalandsliðinu sem nú keppir á
EM í Helsinki í Finnlandi. Rúmlega
tvö þúsund Íslendingar eru staddir
þar í landi, bæði til að styðja körfu-
boltalandsliðið og karlalandsliðið í
fótbolta sem etur kappi við finnska
landsliðið í dag.
Margrét og stuðningslið munu
mæta snemma á leikvanginn. „Við
mætum tímanlega, það er gaman
að vera komin í höllina til að byggja
upp stemningu. Svo er stefnan að
fara beint á fótboltaleikinn. Ég þarf
líka að útrétta sem starfsmaður KSÍ,
svo þetta verður lengra og strangara
fyrir vikið,“ segir hún.
Í miðborg Helsinki er vel greinan-
legt að Íslendingar eru mættir. „Um
það bil 1.200 Íslendingar fara beint
af körfuboltaleiknum á landsleikinn
í fótbolta frá Helsinki til Tampere.
Átta hundruð Íslendingar fylla lest-
ina til Tampere, það er bara orðið
uppselt,“ segir hún og hlær.
Íslendingarnir eru áberandi í
Helsinki að sögn Margrétar. „Ég var
á gangi um miðborgina og það eru
Íslendingar á hverju horni. Þeir setja
svo sannarlega svip sinn á Helsinki
þessa dagana. Strákarnir í körfu-
boltalandsliðinu fóru að versla í
gær og vöktu mikla athygli. Þeir
voru myndaðir í bak og fyrir,“ segir
hún frá.
Margrét hefur verið á ferð og flugi,
bæði sem starfsmaður KSÍ og sem
móðir í stuðningshlutverki. „Nú er ég
reynslunni ríkari eftir að hafa verið í
Hollandi í sumar með stelpunum og í
Frakklandi í fyrra. Þetta er svo gaman,
það myndast alltaf einstök stemning.
Allir glaðir og í sama gírnum. Jafnvel
þótt leikirnir fari ekki alltaf eins og
maður vill. Þetta er einstakt að finna,
hvað við getum verið samheldin
þegar á reynir,“ segir Margrét.
Íslendingar áberandi í Helsinki
Í dag fara á annað þúsund Íslendinga beint af körfuboltaleik á EM í Helsinki á landsleik í fótbolta gegn Finnum í
Tampere. Þeir troðfylla lestina þangað. Landsliðsmenn og stuðningsfólk vekja mjög mikla athygli í Helsinki.
Stuðningslið Martins Hermannssonar, með Margréti fyrir miðju, tekur dágott pláss á áhorfendapöllunum í Helsinki. Margir fjölskyldumeðlimir eru mættir til borgarinnar. Frá vinstri: Martin og Margrét,
Hergeir, Stína, Elías, Anna María kærasta Martins, Hertha tengdamamma hans, Hörður, Anna Margrét systir Martins, og Hermann faðir Martins, Arnór og Rósa. FRéttAblAðið/ERniR
Ég var á gangi um mið-
borgina og það eru
Íslendingar á hverju
horni.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Um helgina, af hverju ekki að …
vera plastlaus
Nú er hafið átakið: Plast-
laus september. Sleppum
innkaupapokum úr plasti og
notum eingöngu margnota
poka. Þá er ekki slæmt ef
hægt er að styrkja gott mál-
efni í leiðinni. Félagasam-
tökin Tau frá Tógó styrkja
heimili fyrir munaðarlaus
börn í Tógó með sölu á tau-
innkaupapoka sem er seldur
í Melabúðinni án álagningar.
skrifar meist-
araritgerð
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, verður
einbeitt alla helgina.
„Ég verð uppi á
skrifstofu að vinna í
meistararitgerðinni
minni í lögfræði alla
helgina,“ segir þing-
maðurinn.
að hitta Claes bang
Í kvöld verður frumsýnd kvikmyndin
The Square í leikstjórn Rubens Öst-
lund í Bíó Paradís. Myndin skartar
Claes Bang í aðalhlutverki og verður
hann viðstaddur frumsýninguna.
mömmuhópur
og vinna á
sunnudegi
„Ég ætla að hitta
mömmuhópinn
minn í dag. Á
sunnudag verð ég
að vinna því ég er
að fá nýjar vörur
frá Maybelline
og L’Oréal,“ segir
Erna Hrund Her-
mannsdóttir hjá
Ölgerðinni.
2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r24 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
helgin
0
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
6
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
A
5
-D
D
0
0
1
D
A
5
-D
B
C
4
1
D
A
5
-D
A
8
8
1
D
A
5
-D
9
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
2
0
s
_
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K