Fréttablaðið - 02.09.2017, Side 34

Fréttablaðið - 02.09.2017, Side 34
Það er þriðjudagshádegi, klukkan er rétt rúmlega ellefu. Hádegisönnin er nýhafin og inni í Mat-höllinni á Hlemmi er strax orðið margt um manninn. Á bekkjum inni í Höllinni sitja saman strætófarþegar, ferðamenn, mæður með börn, vinir í mat og pör á hádegisstefnumóti. Matarangan slæðist úr hverju horni. Hlemmur er gjörbreyttur. Þar sem áður var sjoppa sem seldi smurð rúnstykki og majónessamlokur, sæl- gæti og sígarettur er veitingastaður- inn Kröst. Grill og vínbar sem rekinn er af matreiðslumanninum Böðvari Lemacks. Það er mikið að gera. Vin- sælasti réttur staðarins er svokall- aður Kröstí-hamborgari Hann er gerður úr feitu rib-eye kjöti, bæði hægeldaður og grillaður. Með ham- borgaranum mælir starfsfólkið með Drappier kampavíni. Réttur sem er töluvert langt frá smurðu rúnstykki og kókómjólk. Eins og að vera í útlöndum Vinkonurnar Kristín Ólafsdóttir, Val- gerður Björk Pálsdóttir og Kristrún Kristinsdóttir eru á meðal gesta sem sitja á bekkjum og gæða sér á hádegis- mat. Kristín og Valgerður fengu sér samloku frá Bánh mi en Kristrún er að gæða sér á tómatsúpu frá Rabbar barnum með ferskri basilíku. „Súpan er ofboðslega góð og fersk. Ég fékk að klippa ferska basilíku út á súpuna, segir Kristrún. Þær Kristín og Val- gerður eru líka ánægðar með sam- lokurnar. „Það var allt dautt hér á Hlemmi,“ segir Valgerður Björk og Kristín tekur undir. „Þetta er mikil- vægur liður í að bæta miðborgina, það er búið að umbreyta andanum hér.“ „Ég held að breytingarnar á Hlemmi skipti máli í stærra sam- hengi. Nú verður tengingin við Hverfisgötu sterkari, efsti hluti mið- borgarinnar lifnar við,“ segir Val- gerður Björk. „Þetta er eins og að vera í útlöndum, þessir spennandi evrópsku markaðir sem er svo gaman að sækja. Nú eigum við einn lítinn slíkan,“ segir Kristín. „En svo er eitt sem ég verð að nefna, ísinn hjá Ísleifi heppna. Hann er sá trylltasti sem ég hef smakkað,“ segir Valgerður Björk. „Mig langaði eiginlega að fá mér hann bara í hádegismat,“ segir hún. Vinsælast hjá börnum Þetta eru góð meðmæli sem ísbúðin fær. Þar stendur vaktina Gunnar Logi Málmkvist Einarsson, rekstrarstjóri og matreiðslumaður. „Ég er að frysta ís með fljótandi köfnunarefni. Það sem gerir okkar ís sérstakan er að við gerum allt á staðnum og notum bara úrvalshráefni. Þegar þú frystir ís með köfnunarefni þá verður áferðin þéttari og ísinn loftminni. Þetta er mjúkur og góður ís. Þetta er talin vera besta aðferðin til að frysta ís. Þú kemur bara og pantar einn skammt af ís og við búum hann til. Börnum finnst skemmtilegt að horfa á, nefnir hann. Hér er eitthvað fyrir alla. Snúðar og kaffi Í einu horninu er útibú af Brauði & Co. þar sem vinsælustu snúðar borgarinnar eru bakaðir, þar við hliðina geta gestir og strætófarþegar fengið sér heitt kaffi hjá Te og Kaffi. Maríanna Magnúsdóttir og Ágúst Einþórsson bakarameistari standa við bakaraofnana og baka pítsur og snúða. Anna Ingólfsdóttir stendur Löggurnar borða á Hlemmi Mathöllin á Hlemmi hefur vakið eftirtekt. Þangað streymir fólk til að grípa sér bita og inni á milli sitja strætófarþeg- ar með rjúkandi kaffibolla að bíða eftir strætó. Líkast til er Mathöllin eitt öruggasta svæði borgarinnar í hádeginu því kaupmenn segja lögreglumenn góða kúnna. Eitt er víst, að töluvert meira líf hefur færst í miðju borgarinnar. Ágúst Einþórsson og Maríanna Magnúsdóttir raða snúðum og pítsum í ofna Brauð&Co. FréttaBlaðið/Ernir Georg Jónas- son beið eftir strætisvagni og finnst Mathöllin mega bæta sig. Kristín, Valgerður Björk og Kristrún gæða sér á veitingum í Mathöllinni. rakel Eva á Borðinu í undirbúningi. rib-eye hamborgarar á Kröst í undirbúningi. Ís á vöfflu frá Ísleifi heppna. Davíð á Bánh mí segir lögregluna fjölmenna í hádeginu. Bryndís Sveins- dóttir rekur rabbar barinn og selur ferskt grænmeti beint frá bónda. vaktina í afgreiðslunni. „Viðtökurnar hafa verið frábærar. Maður finnur að fólk er að fatta þetta. Snúðarnir okkar eru alltaf vinsælastir og strætó- farþegar versla mikið hjá okkur. Þeir koma við á morgnana og líka þegar líður á daginn,“ segir Anna. Veitingastaðurinn Borðið sem er á Ægisíðu rekur glæsilegt útibú á Hlemmi. Rakel Eva Sævarsdóttir, einn eigenda, undirbýr hádegisösina. „Þetta er smækkuð útgáfa af veitinga- staðnum okkar á Ægisíðu. Við erum með fleiri smárétti hér, erum með kjötáleggin okkar sem við skerum niður fersk hér, áleggsplatta með grilluðu og pikkluðu grænmeti, osta og fleira góðgæti sem gestir okkar þekkja. Fullkomið til að deila og fá sér gott vín eða bjórglas með, segir Rakel. „Hádegin eru annasöm. Strætófarþegar versla líka hér. Í gær kom einstaklingur sem var að bíða eftir strætó, hann fékk sér smárétt og rauðvínsglas áður og sat og las í bók áður en hann náði vagninum. Svo kemur líka mikið af fólki á milli sex og sjö og fær sér kvöldmat.“ Fáir í mötuneyti lögreglu Við innganginn á móti lögreglu- stöðinni er víetnamski staðurinn Bánh mi. Þar er boðið upp á víet- namskar samlokur. Davíð Davíðs- son stendur vaktina. „Það er búið að vera mjög mikið að gera og góð stemning. Í hádeginu koma margir starfsmenn fyrirtækja úr nágrenninu og lögreglumenn. Þeir versla mikið hér,“ segir Davíð og telur líklegt að í mötuneyti lögreglumanna á Hverfis- götu sé fámennt þessa dagana. að kaupa það sem þarf Í einu horninu rekur Bryndís Sveins- dóttir Rabbar barinn þar sem má kaupa ferskt íslenskt grænmeti, humarlokur og súpur. „Íslenskir grænmetisbændur senda grænmetið beint til mín. Ég sel það í lausasölu og því getur fólk komið og keypt sér akkúrat það sem það vantar,“ segir Bryndís og segir hugmyndina að vekja fólk til þess að kaupa það sem það þarf, jafnvel í umbúðum sem það kemur með sjálft. „Við bjóðum líka upp á súpur á hverjum degi og humarlokur sem eru vinsælar svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún. Blómabúðin á Hlemmi Bryndís hefur búið töluvert erlendis, í Danmörku og Svíþjóð og athygli vekur að hún selur einnig blóm og pottaplöntur. „Við erum blóma- búðin á Hlemmi. Ég er búin að búa erlendis, sex ár í Danmörku og fjögur ár í Svíþjóð, og er alin upp í því núna að fara á markaðinn og kippa blómi með og hjóla með það heim í körf- unni. Blóm gleðja, mér finnst þetta ómissandi,“ segir Bryndís. Fyrir utan Mathöllina situr Georg Jónasson myndlistarnemi og bíður eftir strætisvagni. Hann er ekki jafn- hrifinn. „Ég varð fyrir vonbrigðum og átti von á meira lífi en minni kaup- mennsku.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Þetta er eins og að vera í útlöndum. Kristín Ólafsdóttir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r34 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 5 -E 6 E 0 1 D A 5 -E 5 A 4 1 D A 5 -E 4 6 8 1 D A 5 -E 3 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.