Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2017, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 02.09.2017, Qupperneq 36
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.is Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Mikið að gera á skrifstofunni Everton var aðsópsmikið á félaga- skiptamarkaðinum og keypti alls níu leikmenn. Félagið seldi líka nokkra leikmenn, þ. á m. Romelu Lukaku til Manchester United fyrir 76,2 milljónir punda. Ross Barkley endaði þó á því að vera áfram hjá Everton. Í heildina keypti Ronald Koeman, stjóri Everton, eftirtalda leikmenn fyrir samtals 142,5 milljónir punda: l Gylfi Þór Sigurðsson keyptur frá Swansea á 44,5 milljónir punda. l Wayne Rooney á frjálsri sölu frá Man. Utd. l Michael Keane keyptur frá Burnley á 25,7 milljónir punda. l Jordan Pickford keyptur frá Sun- derland á 25,7 milljónir punda. l Davy Klaassen keyptur frá Ajax á 24,3 milljónir punda. l Nikola Vlasic keyptur frá Hajduk Split á 9,7 milljónir punda. l Sandro Ramírez keyptur frá Málaga á 5,4 milljónir punda. l Cuco Martina á frjálsri sölu frá Southampton. l Henry Onyekuru keyptur frá Eupen á 7,2 milljónir punda. Lánaður til Anderlecht. Framhaldssögunni um félaga-skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar lauk loks 16. ágúst þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Everton. Talið er að Everton hafi borgað Swansea City um 45 millj- ónir punda fyrir Gylfa sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu bláa liðsins í Liverpool. Þá er hann langdýrasti íslenski fótboltamaður- inn frá upphafi. Gylfi brosti breitt eftir að hafa skrifað undir fimm ára samning við Everton. Ronald Koeman, knatt- spyrnustjóri liðsins, var einnig alsæll með að hafa landað íslenska lands- liðsmanninum sem hann hefur lengi haft augastað á. „Allt frá upphafi var hann einn af þeim leikmönnum sem ég vildi fá til Everton. Fyrst og fremst út af því hversu góður hann er og vegna reynslu hans úr ensku úrvaldsdeild- inni sem hann býr yfir. Að mínu mati er hann einn af bestu leik- mönnum ensku úrvalsdeildarinnar í sinni stöðu,“ sagði Koeman um Gylfa. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli gegn Manchester City í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar mánudag- inn 21. ágúst. Þremur dögum síðar var hann í byrjunarliðinu í seinni leiknum gegn Hajduk Split í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópu- deildarinnar. Í upphafi seinni hálf- leiks skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir Everton sem stuðningsmenn liðsins eru eflaust búnir að horfa 100 sinnum á. Gylfi skoraði þá með óvæntu skoti yfir markvörð Hajduk, nánast frá miðju. Stórkostlegt mark sem létti eflaust smá pressu af Gylfa sem er sem áður sagði dýrasti leik- maður í sögu Everton. Koeman á sér stóra drauma og vill koma Everton í fremstu röð. Þessi hugsunarháttur Hollendingsins virðist hafa höfðað til Gylfa ef marka má orð hans eftir að félagaskiptin frá Swansea gengu í gegn. „Hann [Koeman] var frábær leik- maður og einn sá besti á sínum tíma. Nú er hann góður stjóri og framtíð- arsýn hans hjá Everton er skýr. Það skipti miklu máli fyrir mig að hann væri stjórinn. Það er bæði draumur minn og allra hjá félaginu að vinna titla með Everton,“ sagði Gylfi. Það verður þó enginn hægðar- leikur fyrir Everton að komast í hóp þeirra bestu. Koeman hefur verið duglegur á félagaskiptamarkaðinum í sumar og fékk meðal annars Wayne Rooney aftur heim á Goodison Park. En það er vandséð að Koeman hafi fyllt skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig. Belginn öflugi skoraði 25 mörk í fyrra og Everton þarf að finna þessi mörk einhvers staðar. Rooney og Gylfi munu skora sín mörk en þeir þyrftu helst að njóta aðstoðar alvöru framherja. Miðað við frammistöðuna í 2-0 tapinu fyrir Chelsea um síðustu helgi er Sandro Ramírez ekki í þeim flokki. Í þeim leik vantaði Everton sárlega einhvern til að hlaupa aftur fyrir vörn Chelsea. Hinn ungi og efnilegi Dominic Calvert-Lewin er mjög fljótur og býður upp á þann mögu- leika. En hann hefur bara skorað tvö mörk fyrir Everton síðan hann kom til liðsins og býr yfir lítilli reynslu. Hvað svo sem gerist hjá Everton í vetur, þá verður alltaf gaman að fylgjast með Gylfa. Hann er í stóru hlutverki í stóru liði og þar á bæ búast menn við miklu af honum. Annars hefðu þeir ekki borgað 45 milljónir punda fyrir íslenska lands- liðsmanninn sem átti stærstan þátt í því að Swansea hélt sér í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. En nú stendur Gylfi frammi fyrir nýrri áskorun sem hann mun eflaust stand ast með stæl. Getur Gylfi komið Everton upp í næstu tröppu? Everton galopnaði veskið til að fá Gylfa Þór Sigurðsson á Goodison Park. Hann stimplaði sig inn með glæsilegu marki í fyrsta byrjunarliðs- leiknum. Gylfi á að hjálpa Everton að komast í fremstu röð. Gylfi hefur farið vel af stað með Everton og er þegar búinn að opna markareikning sinn með félaginu. NORDiCPHOtOS/GEtty Wayne Rooney er kominn aftur heim til Everton. NORDiCPHOtOS/GEtty Getrtaunanúmerið er 121 Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík Ingvi Þór Sæmundsson ingvithor@365.is UmsjónarmaðUr efnis Ingvi Þór Sæmundsson ingvithor@365.is 2 KyNNiNGARBLAÐ 2 . S E P t E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U RENSKi BOLtiNN 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 5 -F A A 0 1 D A 5 -F 9 6 4 1 D A 5 -F 8 2 8 1 D A 5 -F 6 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.