Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2017, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 02.09.2017, Qupperneq 38
Jóhann Berg Guðmundsson er á sínu öðru tímabili hjá Burnley sem freistar þess að endur- taka leikinn frá því í fyrra og halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það gerðist síðast á miðjum 8. ára- tugnum að Burnley náði að leika þrjú tímabil í röð í efstu deild. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Jóhanni Berg á síðasta tímabili. Hann byrjaði á bekknum í fjórum af fyrstu fimm deildarleikjum Burnley en Sean Dyche, knattspyrnustjóri liðsins, setti hann í byrjunarliðið fyrir leik gegn Watford á heimavelli í lok september. Íslenski landsliðs- maðurinn spilaði allan tímann í 2-0 sigri og hélt sæti sínu í byrjunar- liðinu í næstu sjö leikjum. Jóhann Berg spilaði sinn besta leik fyrir Burnley þegar liðið vann 3-2 heimasigur á Crystal Palace 5. nóv- ember. Hann skoraði og lagði upp mark í 3-2 sigri sem kom Burnley upp í 9. sæti deildarinnar. Burnley steinlá fyrir West Brom í næstu umferð og í leiknum þar á eftir, gegn Manchester City, meidd- ist Jóhann Berg aftan í læri og var frá í mánuð. Meiðsli héldu áfram að plaga íslenska landsliðsmanninn og hann var aðeins einu sinni í byrj- unarliðinu í ensku úrvalsdeildinni það sem eftir lifði tímabils. Hann lék alls 20 deildarleiki á síðasta tíma- bili, skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. Auk þess lék hann samtals fjóra leiki í ensku bikar- og deildarbikarkeppninni. Jóhann Berg virðist hafa nýtt undirbúningstímabilið vel því hann nýtur nú trausts Dyche og byrjaði alla þrjá leiki Burnley í ensku úrvals- deildinni á þessu tímabili. Stærsta ástæðan fyrir því að Burn- ley hélt sér örugglega í deildinni á síðasta tímabili var frábær árangur á heimavelli. Alls fékk Burnley 33 stig á Turf Moor sem var eins gott því uppskeran í 19 útileikjum var aðeins sjö stig. Í upphafi þessa tímabils hefur þessu verið öfugt farið. Burnley gerði sér lítið fyrir og vann 2-3 útisigur á Englandsmeisturum Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Jóhann Berg og félagar töpuðu því næst fyrir West Brom á Turf Moor en náðu svo í gott stig gegn Tottenham á Wembley. Fjögur stig úr útileikjum gegn tveimur efstu liðum deildarinnar í fyrra verður að teljast afar góður árangur fyrir lið sem vann aðeins einn útileik í fyrra. Burnley missti tvo af sínum bestu mönnum í sumar; Michael Keane og Andre Gray. Í staðinn náði Dyche í menn með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Jack Cork, Jonathan Walters og Phil Bardsley eru ekki mest spennandi leikmenn í heimi en þeir eru traustir liðsmenn og eiga samtals 640 leiki í ensku úrvals- deildinni. Þá keypti Burnley Chris Wood, markahæsta leikmann ensku B-deildarinnar á síðasta tímabili, á metverði frá Leeds. Nýsjálendingur- inn minnti strax á sig og skoraði jöfnunarmarkið gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Burnley. Annað árið hefur oft reynst liðum sem koma upp í ensku úrvalsdeild- ina erfitt. Burnley virðist hins vegar ágætlega í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni. Stjórinn er fær í sínu starfi, leikmannahópurinn nokkuð þéttur og liðið þekkir sín takmörk. Hið erfiða annað ár Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mætir aftur til leiks með Burnley í ensku úrvals- deildinni í vetur. Meiðsli gerðu honum erfitt fyrir í fyrra en hann hefur byrjað tímabilið í ár af krafti. Burnley náði í 33 stig á heimavelli á síðasta tímabili en aðeins sjö á útivelli. Jóhann Berg hefur byrjað alla þrjá leiki Burnley í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. nordicpHotos/ getty ALLT HEFST MEÐ 4 KynningArBLAÐ 2 . s e p t e m B e r 2 0 1 7 L AU G A R DAG U RensKi BoLtinn 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 6 -0 E 6 0 1 D A 6 -0 D 2 4 1 D A 6 -0 B E 8 1 D A 6 -0 A A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.