Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 82
Frammistaðan var fullkomin og úrslit voru afleiðing af frammistöðunni,“ sagði
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri
Liverpool, himinlifandi eftir 4-0
stórsigur liðsins á Arsenal um
síðasta sunnudag.
Það er eðlilegt að Klopp hafi
verið í skýjunum eftir frammi-
stöðuna gegn Arsenal enda bar
hún öll „höfundareinkenni“ Þjóð-
verjans. Liverpool setti leikmenn
Arsenal undir stífa pressu og þegar
boltinn vannst sótti Rauði herinn
hratt og af krafti. Liverpool skoraði
þrjú mörk eftir skyndisóknir og
þau hefðu getað orðið fleiri. Þetta
var sannkallaður „heavy metal“
fótbolti eins og Klopp hefur kallað
leikstílinn sem hann predikar.
Góð vika átti eftir að verða enn
betri því áður en félagaskipta-
glugginn lokaðist keypti Liver-
pool Alex Oxlade-Chamberlain
frá Arsenal og Naby Keïta frá RB
Leipzig. Sá síðarnefndi gengur þó
ekki í raðir Liverpool fyrr en næsta
sumar. Bítlaborgarfélagið hélt líka
Philippe Coutinho sem hefur verið
þrálátlega orðaður við Barcelona í
nær allt sumar. Brassinn hefur ekk-
ert spilað með Liverpool það sem
af er tímabils en því var borið að
hann glímdi við bakmeiðsli. Það
verður spennandi að sjá í hvaða
hugarástandi hann verður þegar
hann snýr aftur til Liverpool eftir
landsleikjahléið.
Fyrr í sumar fékk Liverpool
Dominic Solanke, ungan og
efnilegan framherja frá Chelsea,
Andrew Robertson frá Hull City
og Mohamed Salah frá Roma. Sá
síðastnefndi hefur farið frábær-
lega af stað í rauða búningnum
og Liverpool er ekki árennilegt
með Salah og Sadio Mané sinn á
hvorum kantinum.
Stuðningsmenn Liverpool geta
líka glaðst yfir því að Mané verður
með liðinu allt tímabilið, að því
gefnu að hann haldist heill. Fjar-
vera Manés vegna Afríkukeppn-
innar setti stórt strik í reikninginn
hjá Liverpool í fyrra en liðið vann
aðeins einn af sjö leikjum sínum á
því tímabili.
Sóknarleikurinn verður væntan-
lega ekki vandamál hjá Liverpool
í vetur. Varnarleikurinn er meira
spurningarmerki. Liverpool fékk
á sig 42 mörk á síðasta tímabili og
gamlir draugar létu á sér kræla í
1. umferðinni þar sem Liverpool
fékk á sig þrjú mörk gegn Wat-
ford. Tvö þeirra komu eftir föst
leikatriði sem Rauði herinn hefur
átt í miklum vandræðum með að
verjast síðan Klopp tók við. Það er
eitthvað sem Þjóðverjinn þarf að
laga ef hann ætlar að koma Liver-
pool ofar í töfluna.
Liverpool tókst ekki að landa
Hollendingnum Virgil van Dijk
áður en félagaskiptaglugginn
lokaðist og breiddin í miðvarða-
stöðunum er ekki mikil. Joël Matip
þarf að haldast heill en hann er
einn mikilvægasti leikmaður Liver-
pool. Á síðasta tímabili fékk liðið
2,03 stig í leikjum sem hann spilaði
en aðeins 1,59 stig úr leikjunum
sem Kamerúninn missti af.
Liverpool var ekki með í Evrópu-
keppni á síðasta tímabili en álagið
í vetur verður meira þar sem liðið
er komið í riðlakeppni Meistara-
deildar Evrópu. Klopp þarf að nýta
leikmannahópinn skynsamlega
því leikstíll Liverpool útheimtir
mikla orku.
Klopp er í guðatölu hjá Liver-
pool og svo lengi sem hann verður
hjá félaginu hljómar heavy metall-
inn á Anfield. Þjóðverjinn þarf
bara að passa að feilnóturnar verði
ekki of margar.
Liverpool fékk 2,03
stig úr leikjunum
sem Joël Matip spilaði á
síðasta tímabili en aðeins
1,59 stig úr leikjunum
sem hann missti af.
Það er þungskýjað yfir Emirates vellinum þessa dagana. Arse-nal steinlá fyrir Liverpool, 4-0,
í síðasta leiknum fyrir landsleikja-
hléið og situr í 16. sæti ensku úrvals-
deildarinnar með þrjú stig eftir þrjá
leiki. Aðeins West Ham (10) hefur
fengið á sig fleiri mörk en Arsenal
(8) í fyrstu þremur umferðunum.
Skytturnar enduðu í 5. sæti ensku
úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili
sem er versti árangur liðsins síðan
1995. Fyrir vikið missti Arsenal
af Meistaradeildarsæti í fyrsta
sinn í tæpa tvo áratugi. En liðið
vann bikarkeppnina í þriðja sinn
á síðustu fjórum árum og Arsene
Wenger var verðlaunaður með
nýjum tveggja ára samningi.
Óánægja stuðningsmanna
Arsenal með Wenger var mikil fyrir
og hún minnkaði ekkert við þessa
vondu byrjun á tímabilinu. Til við-
bótar við slæm úrslit missti Arsenal
sterka leikmenn undir lok félaga-
skiptagluggans. Liðið í dag er því
veikara en liðið sem hóf tímabilið.
Það versta er svo kannski að
Wenger virðist ekki læra af mis-
tökunum eins og sást gegn Liver-
pool. Metnaðurinn til að spila
góðan varnarleik var lítill og þegar
boltinn tapaðist var allt opið fyrir
Rauða herinn sem skoraði þrjú
mörk eftir skyndisóknir í leiknum.
Allt þetta hefur sést áður í leikjum
Arsenal gegn hinum toppliðunum í
ensku úrvalsdeildinni. Samt breytist
ekkert.
Það er ólíklegt að Arsenal verði í
titilbaráttu í vetur og stefnan verður
væntanlega sett á að tryggja sér
Meistaradeildarsæti, annaðhvort
með því að enda í einu af efstu
fjórum sætum ensku úrvalsdeildar-
innar eða vinna Evrópudeildina
eins og Manchester United gerði í
fyrra.
Þungskýjað
yfir Emirates
Arsene Wenger er undir gríðarlega mikilli pressu. nordicphotos/getty
heavy metallinn
hljómar áfram á Anfield
Liverpool hefur farið vel af stað á þriðja tímabilinu undir stjórn Jürgens Klopp. Þjóðverjinn er í
miklum metum á Anfield og honum er treyst fyrir því að koma Liverpool aftur í hóp þeirra bestu.
Liverpool-menn fagna einu fjögurra marka sinna í stórsigrinum gegn Arsenal. nordicphotos/getty
Opið:
Mán. til fimmtudaga kl. 9 -18
Föstudaga kl. 9 - 17
Lokað á laugardögum í sumar
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
GASELDAVÉLAR
HÁGÆðA
Við höfum mörg járn í eldinum þegar það kemur að úrvali á gaseldavélum því við vitum
að ekki elda allir kokkar eins. Hvort sem þú ert ástríðukokkur eða ekki, þá höfum við
réttu græjurnar fyrir þig. Ofnarnir okkar eru með fjölda stillinga sem henta
ástríðukokkum sem og áhugafólki um matargerð. ELBA - 106 PX
ELBA - 126 EX
3ja ára ábyrgð
ELBA Í YFiR
60 ÁR
8 KynningArBLAÐ 2 . s e p t e m B e r 2 0 1 7 L AU G A R DAG U RensKi BoLtinn
0
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
A
6
-1
D
3
0
1
D
A
6
-1
B
F
4
1
D
A
6
-1
A
B
8
1
D
A
6
-1
9
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
0
s
_
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K