Fréttablaðið - 02.09.2017, Page 96

Fréttablaðið - 02.09.2017, Page 96
Lestrarhestur vikunnar Kolbeinn Lárus Petersen Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs meðal barna. Á bókasafninu skrifa þau nafn á áhuga- verðri bók sem þau hafa lesið á bókarkjöl ásamt nafni, aldri og síma- númeri. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Það var Rottu- borgarinn eftir David Walliams. Hún er um stelpu sem átti pabba og stjúpmóður sem var ekki mjög góð við hana. Eftir skóla eða í frímínútum fengu þau sér hamborgara hjá Borgari. Stelpan fann rottu og hafði hana sem gæludýr og var alltaf að passa að stjúpmóðir sín sæi hana ekki. En stjúpmóðirin áttaði sig á að hún væri með rottu og hringdi í Borgar en þá var hann ekki Borg- ar heldur meindýraeyðir. Hvað finnst þér skemmtilegast við bækur? Það að þegar maður les þær þá getur maður búið til hvernig persónurnar líta út í alvörunni í huganum. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Ég held að það hafi verið Óvættaför. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Svona fyndnar bækur. Í hvaða skóla gengur þú? Ég er í Vogaskóla. Ferðu oft á bókasafnið? Já, ég fer bara þegar mig vantar bók. Hver eru þín helstu áhugamál? Það eru örugglega fótbolti og að vera rappari. Kolbeinn Lárus er tíu ára bókaormur. Grettuhringur Allir leikmenn sitja í hring. Einn byrjar á að gera grettu og gefa frá sér eitthvert hljóð. Næsti við hliðina á að herma eftir og svo koll af kolli. Þegar grettan hefur farið heilan hring má næsti velja grettu með hljóði og þannig er hægt að þróa leikinn áfram. Leikurinn Hinn ellefu ára Bjartur Clausen sló í gegn er hann söng einsöng með Sinfóníuhljómsveit Norður- lands á þrennum stórtónleikum í Hörpu undir sýningu Hringadrótt- inssögu. Hvernig kom það til? Álfheiður Björgvinsdóttir, kórstjór- inn minn í Skólakór Kársness, var beðin um að finna strák sem væri til í að syngja drengjasólóið, hún spurði mig og ég var til. Ég kom fram tvisvar á hverjum tónleikum. Þurftir þú að æfa mikið? Já, hrika- lega mikið. Ég æfði vel heima og svo hjálpaði Álfheiður mér rosalega mikið. Í vikunni fyrir tónleikana komu svo til landsins hljómsveitar- stjórarnir Ludwig Wicki og Shih- Hung Young og líka Katlyn Lusk, söngkona sem söng einsöng, og þá æfði ég rosalega mikið með þeim öllum, hljómsveitinni og kórunum. Hefur þú sungið einsöng áður? Nei, aldrei. Ég var bara lítill strákur í kórn- um og svo allt í einu farinn að syngja einsöng í Eldborg. Ég var stressaður á fyrstu tónleikunum en ekki eins mikið á hinum – samt svolítið. Þekktir þú Hringadróttinssögu? Já, rosalega vel og elska hana. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumarfríinu? Já, ég fór til Egilsstaða með fjölskyldunni á Unglingalands- mót og keppti í fótbolta, körfubolta og götuhjólreiðum. Svo fór ég líka á Draflastaði í Fnjóskadal að heim- sækja vini okkar og þangað fer ég aftur eftir nokkra daga til að taka þátt í göngum og réttum. Það verður frábært. Áttu  mörg áhugamál? Fótbolti er aðaláhugamálið, ég æfi fótbolta með Breiðabliki en hef líka áhuga á alls konar tónlist. Var að byrja að læra á trommur og mig langar að verða tón- listarmaður þegar ég verð stór. Var stressaður á fyrstu tónleikunum „Ég var bara lítill strákur í kórnum og svo allt í einu farinn að syngja einsöng í Eldborg,“ segir Bjartur. FrÉttaBLaðið/ViLHELM Fótbolti er aðal- áhugamálið, ég æFi Fótbolta með breiðabliki en heF líka áhuga á alls konar tónlist. „Hvaða er nú þetta?“ spurði Lísaloppa í forundran. „Ja, mér sýnist þetta vera mynd af Dýradýri,“ svaraði Konráð. „Heldur þú að það sé nokkuð hættulegt?“ spurði Lísaloppa og var augljóslega ekki alveg rótt. „Nei, það held ég ekki,“ svaraði Konráð hálf hikandi. „Mér sýnist það vera samsett úr nokkuð meinlausum dýrum...eða hvað?“ Getur þú séð úr hvaða dýr um Dýradýrið er samsett? ? ? ? Konráð á ferð og flugi og félagar 265 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r44 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð krakkar 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 5 -D D 0 0 1 D A 5 -D B C 4 1 D A 5 -D A 8 8 1 D A 5 -D 9 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.