Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Side 41
BESTU VINKONUR: Tvíburasystir Möggu, Alexia Erla Hildur, fór með henni á Siglufjörð. Systurnar eru bestu vinkonur og báðar einstaklega hæfileika- ríkar, en Alexia vinnur hjá Sign og stefnir á nám í skartgripasmíði. SÚ NÝJASTA: Refurinn er nýjasta og sjöunda myndin í tvímyndaseríunni. Listakonan Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir, eða Magga eins og hún er oftast kölluð, er ung og upprennandi listakona. Hún er sjálfmenntuð í myndlistinni og hefur haft nóg að gera í fjölbreyttum verkefnum. Hún leggur stund á nám í grafískri hönnun og nýjasta verkefnið er leyndarmál, sem verður af- hjúpað í sumar. Mamma segir að ég hafi byrjað að teikna um leið og ég gat haldið á blýanti,“ segir Magga sem segir innblásturinn koma alls staðar að. Hún teiknar mest með penna eða blýanti, en málar einnig akrýl- myndir og veggmyndir. „Flestar hugmyndirnar fæ ég á kvöldin og nóttunni.“ Nýlega var Magga með mynd- irnar sínar á sýningunni Hand- verk og hönnun sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Helgin gekk mjög vel, betur en ég bjóst við,“ segir Magga hógvær. Listaverk á hótelveggjum Magga hefur málað myndir á veggi hótela og veitingastaða bæði í Reykjavík og á Siglufirði. „Fyrir tveimur og hálfu ári síðan fékk Helgi Tómas Sigurðsson, vinur minn og eigandi Frederiksen Ale House í Austurstræti, mig til að hanna og mála „lógó“ staðarins auk Íslandskorts og stórrar mynd- ar sem eru á veggjum staðar- ins,“ segir Magga. Verkið vakti athygli og fleiri boð um að mála komu koll af kolli. Magga málaði Íslandskort á veggi veitinga- staðarins Scandinavian sem er á Laugavegi, íslensku landvættina í eigin útfærslu í „renaissance“-stíl, landakort og íslenskt landslag á Residence hótelinu á Siglufirði og síðast miðbæjarkort í Kvosin hótel Kirkjutorgi. Hannar framtíðina Magga vinnur núna að því að klára lokaverkefni fyrsta ársins í Lista- háskólanum, en námið í grafískri hönnun er þrjú ár. „Einnig er ég að klára teikningar fyrir annað verk- efni sem verður afhjúpað í sumar, auk þess sem ég verð að vinna í Hrím hönnunarhús,“ segir Magga, sem á framtíðina fyrir sér í listinni. „Fæ FLestar HugMyndir á kvöLdin og nÓttunni“ Margrét Ósk (24) er upprennandi listamaður: MAGGA OG MIÐ- BÆRINN: Í lok árs 2016 málaði Magga kort af miðbænum sem prýðir veggi Kvosin hótel sem er á Kirkjutorgi. „Snorri Valsson rekstrarstjóri sá verkið mitt á Frederiksen og hringdi í mig.“ STJÖRNUMERKIN TIL SÖLU: Magga er með síðuna MOHH verk á Facebook og þar er hægt að panta myndir eftir hana. Hún er til dæmis með eigin útgáfu af stjörnumerkj- unum. TVÍMYNDASERÍAN: Sjö myndir eru komnar í þessari seríu og fygldi sú fyrsta þeirra, Lundinn, sem póstkort með fyrsta Hús og híbýli í ár. LEYNIVERKEFNI: Magga er núna að vinna teikningar fyrir verkefni sem verður afhjúpað í sumar. FYRSTA VEGGMYNDIN: „Fyrir tveimur og hálfu ári síðan fékk Helgi Tómas Sigurðsson, vinur minn og eigandi Frederiksen Ale House í Austurstræti, mig til að hanna og mála lógó staðarins auk Íslandskorts og stórrar myndar sem eru á veggjum staðarins,“ segir Magga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.