Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 41
BESTU VINKONUR: Tvíburasystir Möggu, Alexia Erla Hildur, fór með henni á Siglufjörð. Systurnar eru bestu vinkonur og báðar einstaklega hæfileika- ríkar, en Alexia vinnur hjá Sign og stefnir á nám í skartgripasmíði. SÚ NÝJASTA: Refurinn er nýjasta og sjöunda myndin í tvímyndaseríunni. Listakonan Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir, eða Magga eins og hún er oftast kölluð, er ung og upprennandi listakona. Hún er sjálfmenntuð í myndlistinni og hefur haft nóg að gera í fjölbreyttum verkefnum. Hún leggur stund á nám í grafískri hönnun og nýjasta verkefnið er leyndarmál, sem verður af- hjúpað í sumar. Mamma segir að ég hafi byrjað að teikna um leið og ég gat haldið á blýanti,“ segir Magga sem segir innblásturinn koma alls staðar að. Hún teiknar mest með penna eða blýanti, en málar einnig akrýl- myndir og veggmyndir. „Flestar hugmyndirnar fæ ég á kvöldin og nóttunni.“ Nýlega var Magga með mynd- irnar sínar á sýningunni Hand- verk og hönnun sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Helgin gekk mjög vel, betur en ég bjóst við,“ segir Magga hógvær. Listaverk á hótelveggjum Magga hefur málað myndir á veggi hótela og veitingastaða bæði í Reykjavík og á Siglufirði. „Fyrir tveimur og hálfu ári síðan fékk Helgi Tómas Sigurðsson, vinur minn og eigandi Frederiksen Ale House í Austurstræti, mig til að hanna og mála „lógó“ staðarins auk Íslandskorts og stórrar mynd- ar sem eru á veggjum staðar- ins,“ segir Magga. Verkið vakti athygli og fleiri boð um að mála komu koll af kolli. Magga málaði Íslandskort á veggi veitinga- staðarins Scandinavian sem er á Laugavegi, íslensku landvættina í eigin útfærslu í „renaissance“-stíl, landakort og íslenskt landslag á Residence hótelinu á Siglufirði og síðast miðbæjarkort í Kvosin hótel Kirkjutorgi. Hannar framtíðina Magga vinnur núna að því að klára lokaverkefni fyrsta ársins í Lista- háskólanum, en námið í grafískri hönnun er þrjú ár. „Einnig er ég að klára teikningar fyrir annað verk- efni sem verður afhjúpað í sumar, auk þess sem ég verð að vinna í Hrím hönnunarhús,“ segir Magga, sem á framtíðina fyrir sér í listinni. „Fæ FLestar HugMyndir á kvöLdin og nÓttunni“ Margrét Ósk (24) er upprennandi listamaður: MAGGA OG MIÐ- BÆRINN: Í lok árs 2016 málaði Magga kort af miðbænum sem prýðir veggi Kvosin hótel sem er á Kirkjutorgi. „Snorri Valsson rekstrarstjóri sá verkið mitt á Frederiksen og hringdi í mig.“ STJÖRNUMERKIN TIL SÖLU: Magga er með síðuna MOHH verk á Facebook og þar er hægt að panta myndir eftir hana. Hún er til dæmis með eigin útgáfu af stjörnumerkj- unum. TVÍMYNDASERÍAN: Sjö myndir eru komnar í þessari seríu og fygldi sú fyrsta þeirra, Lundinn, sem póstkort með fyrsta Hús og híbýli í ár. LEYNIVERKEFNI: Magga er núna að vinna teikningar fyrir verkefni sem verður afhjúpað í sumar. FYRSTA VEGGMYNDIN: „Fyrir tveimur og hálfu ári síðan fékk Helgi Tómas Sigurðsson, vinur minn og eigandi Frederiksen Ale House í Austurstræti, mig til að hanna og mála lógó staðarins auk Íslandskorts og stórrar myndar sem eru á veggjum staðarins,“ segir Magga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.