Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Page 31
segja mér líka að þeir séu svo ánægðir
að eiga þennan valkost í stað þess að
vera alltaf í hefðbundnu næturklúbba-
stemningunni.“
Áhugamál og atvinna
„Ég er starfandi sjúkraþjálfari í fullu
starfi, rek Salsa Ísland og er tveggja
barna móðir. Ég sef afar lítið og á
engan frítíma en ég er mjög rík í hjart-
anu. Þetta er svolítið „kreisí“, en þetta er
alveg þess virði, ég er umkringd vinum
mínum sem elska þetta með mér,“ segir
Edda.
Salsa Ísland er frumburður hennar,
en hún stofnaði það áður en hún
kynntist manninum sínum og eignaðist
börn. „Maðurinn minn er dæmigerður
íslenskur karlmaður, hann er smiður.
Við ákváðum að fara til Kúbu þegar við
vorum nýbúin að taka saman og þar sá
hann upprunalegu útgáfuna af salsa og
féll jafnmikið og ég fyrir dansinum,“
segir Edda.
„Ég er algjör dellumanneskja og
held áfram minni ástríðu í dansinum,
hann fer með mér að dansa, við
kennum saman og við hlustum á salsa
heima. Börnin okkar dilla sér við tón-
listina líka.“ Saman eiga Edda og Páll
Sigurðsson, maðurinn hennar, son sem
er fjögurra ára og dóttur sem er átta
ára. Fyrir átti Páll sautján ára dóttur.
Edda segir að stundum á kvöldin,
þegar hún tilkynni að hún þurfi að
vinna, heyri hún börnin segja: „Nei
mamma, þú ert bara að fara að dansa.“
„Salsa er bæði vinnan mín og
áhugamál, en ég myndi gera þetta
hvort sem er sem áhugamál,“ segir
Edda. „Það er stærsti lúxusinn að vera
að leika sér í áhugamálinu sínu allan
daginn.“
Salsa gefur manni breyttan lífsstíl
Aðspurð hvort salsa sé bara fyrir
Reykvíkinga svarar Edda að það sé
systraklúbbur á Akureyri.
„Við höfum fengið fyrirspurnir frá
landsbyggðinni og höfum haldið nám-
skeið þar. Við erum ekki með námskeið
fyrir börn eða unglinga, meðalaldurinn
hjá okkur er 35 ár.
Ég heyri mitt fólk oft hafa orð á
hvað salsa hefur gefið því mikið. Þetta
fjallar um breyttan lífsstíll, fara út og
dansa í stað þess að horfa á sjónvarp
enn eitt kvöldið. Svo mætir maður bara
ferskur í vinnu daginn eftir.“
Salsa Ísland er með nemendasýn-
ingarhópa sem fá að læra rútínu og
dansa á sviði. „Við erum komin með
nokkrar kynslóðir af sýningarhópum
og síðastliðið haust tókum við
þátt í Stargate-keppninni, þar sem
haldnar eru fimm undankeppnir, og
gerðum okkur lítið fyrir og unnum
undankeppnina í Berlín. Síðan tókum
við þátt í úrslitakeppninni í Dusseldorf
og urðum þar í þriðja sæti. Við bara
tókum þetta alla leið og komum sjálf-
um okkur örlítið á óvart, en með þessu
settum Ísland á kortið og þetta hjálpar
auðvitað til við að auglýsa okkur og
halda hátíð af þeirri stærðargráðu sem
hún er núna um helgina. Það er svo
jákvætt fyrir Reykjavík þegar gefst
tækifæri til að upplifa eitthvað nýtt,“
segir Edda.
„Það er fjölmarga iðkendur salsa
að finna í stórborgum þar sem latín-
samfélagið er stórt, þannig að það telst
óvenjulegt að okkur hér hafi tekist að
byggja upp svona öflugt samfélag hér,
jafn einangruð og við erum. Það þarf
svona klikkaðan hamstur í hjóli eins og
mig til að halda þessu gangandi,“ segir
Edda og hlær. „Sá er síðan alltaf með
gott fólk í kringum sig og það hef ég.“