Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 46
Helgarblað 26. maí 2017KYNNINGARBLAÐ6 Útivist Fyrir einfaldan ferðamáta og skemmtilega útiveru Himintjöld er fyrirtæki sem hóf starfsemi sína vegna löngunar stofnenda þess til að ferðast með þaktjald um Ísland. Benedikt Þ. Sigurjónsson og Björn Hákon Sveinsson hófu innflutning á þaktjöldum frá Gordigear í maí 2015. Við stofnun fyrirtækisins var sú ákvörðun tekin að fá ekkert utan- aðkomandi fjármagn, heldur vinna fyrirtækið upp frá grunni, eitt skref í einu á eigin verðleikum og elju. Í dag flytja þeir félagar inn fjölbreytt úrval útivistarvöru ásamt því að selja og leigja þaktjöld frá bæði Gordigear og iKamper. Þaktjöldin, sem eru fest við þakboga á bílum, eru einstaklega þægilegur og meðfærilegur gistikostur á ferðalögum í náttúru Íslands. Að sögn Benedikts og Björns eru þaktjöld farin að ryðja sér til rúms hér á landi en áður fyrr sáust bara erlendir ferðamenn með slíkan búnað: „Þó svo að Gordigear tjöldin séu hönnuð fyrir ástralska náttúru henta þau einkar vel til ferðalaga á Íslandi. Kuldinn frá jörðinni nær ekki upp í gegnum dýnuna og þú kemst hvert sem er með tjöldin á þakinu, misgóðir malarvegir og ár eru ekkert vandamál. Það hafa ríkt efasemdir um að þessi tjöld þyldu vindasama veðráttu hér. En reynslan síðustu tvö árin hefur sýnt okkur að þaktjöldin þola bæði rokið og rigninguna betur en hefðbundin tjöld,“ segja þeir félagar. Önnur merkileg nýjung sem Himintjöld býður upp á eru svokall- aðar bálpönnur frá UMAS í Noregi. Fyrir utan afar fallegt útlit bjóða bálpönnurnar upp á notalegan yl ef kveikt er upp í þeim við sumar- bústaðinn eða á sólpallinum heima, einnig er hægt að grilla á þeim, hita sér kaffi og margt fleira með þeim aukahlutum sem í boði eru. Eitt dæmi um bálpönnu er sú sem hefur hlotið heitið Höfðingi. Um er að ræða nýjustu gerðina frá UMAS og jafnframt þá stærstu. Pannan sjálf er 80 sentimetrar í þvermál en þrífóturinn er 180 sentimetra hár. Hægt er að nota hvort tveggja við og kol til að kveikja upp í bálpönnun- um og einnig er hægt að breyta hæð grillgrindarinnar yfir eldinum til að stjórna hitanum. Öllum bálpönn- um fylgir öskuskál og keðja með króki til að hengja kaffikönnur yfir bálinu. Óðinn, önnur bálpanna og sú vin- sælasta, er með stillanlegum fótum og því stöðug hvar sem er. Hægt er að fá alls konar aukahluti með Óðni, til dæmis kaffikönnur, steikarpönnu, hliðarborð, vindhlífar, lok, yfirbreiðslu ásamt vöfflu-, samloku- og pylsu- járnum úr burstuðu pottstáli sem nota má með öllum bálpönnunum. Meðal annarrar útivistarvöru sem Himintjöld býður upp á eru ým- iss konar handhægar ferðagræjur frá BioLite fyrir útileguna sem allar miða að því að framleiða rafmagn úr hita eða sólarorku á meðan þú eldar mat yfir eldinum. Himintjöld rekur netverslun og netleigu þannig að yfirbygging er í lágmarki. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að bjóða vörurnar á mjög hagstæðu og sanngjörnu verði, hvort sem er leigt eða keypt. Allar upplýsingar, pöntunarform og annað sem skiptir máli, er að finna á vefsíðunni himintjold.is og frekari spurningum er svarað á tölvupóst- fanginu: upplysingar@himintjold.is. Himintjöld: Mynd Ívar SælandMynd Ívar Sæland Mynd Fotokompaniet AS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.