Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Side 52
28 sakamál Helgarblað 26. maí 2017 ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook Tilkynnti um fyrir- hugað rán Gáfnafar og glæpahneigð fara ekki alltaf saman. Það sannaðist í apríl 2015 þegar Andrew nokk- ur Hennels ákvað að láta greipar sópa um Tesco-stórmarkaðinn í Norfolk á Englandi. Áður en Andrew lagði upp í þá frægðar- för upplýsti hann um áform sín á Facebook; „Doing. Tesco. Over.“ Um fimmtán mínútum síðar greip lögreglan Andrew glóð- volgan skammt frá Tesco í King's Lynn í Norfolk. Hann var vopn- aður hnífi og með ránsfenginn úr Tesco; 410 sterlingspund. Andrew fékk fjögurra ára dóm. Á rið 2013 braust Ashley Ke- ast, ásamt vini sínum Ant- hony Hunt, inn í hús í Rother- ham. Tvímenningarnir höfðu upp úr krafsinu rafmagnstæki, skartgripi og Audi-bifreið, sam- tals að verðmæti 27.000 punda. Inni á heimilinu, nánast með þýf- ið í fanginu, fannst Ashley þjóð- ráð að taka eina sjálfsmynd (e. sel- fie) á vettvangi glæpsins og notaði til þess snjallsíma og SIM-kort sem hann hafði fundið á heimilinu. Fyr- ir mistök sendi hann myndina, í gegnum Whatsapp-skilaboðafor- ritið, á vini húseigendanna. Árið 2014 fékk Ashley tveggja ára og átta mánaða dóm fyrir innbrotið og Ant- hony 18 mánuði. Ljóst er að ekki var snjallræði að grípa til snjallsímans. n Ekkert snjallræði „Ég vil helsT fara heim“ n fórnarlamb axels var á morgunskokki n fannst níu tímum síðar É g vil helst fara heim til foreldra minna, því það er ferming framundan hjá okkur á Græn- landi. Ég vil helst fara heim,“ sagði þrítugur Grænlendingur, Axel Otto Berthel Paaviannguaq Christiansen, rétt áður en dómur var kveðinn upp yfir honum í undirrétti í Kaupmannahöfn, 22. maí 2017. Axel Otto var ákærður fyrir sérlega hrotta- lega nauðgun og morðtilraun sem átti sér stað árla morguns 16. ágúst 2016. Fórnarlambið var 39 ára kona sem í mesta grandaleysi hafði ákveðið að hreinsa hugann í morgunsárið með því að skokka á stíg við Sporsløjfen á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Engin heimför í bráð Orðin lét Axel Otto falla rétt áður en hluti landsréttar dró sig í hlé til að ákvarða lyktir í máli hans. En það átti ekki fyrir Axel Otto að liggja að komast heim í föðurhús og áður- nefnda fermingu á Grænlandi því meðlilmir landsréttar voru á einu máli; Axel Otto skyldi sæta ótímabundnu varðhaldi. Fátt um viðbrögð Þegar dómurinn var kveðinn upp sýndi sá dæmdi engin viðbrögð, en leit á túlk sinn og muldraði „hmm“ nokkrum sinnum. Úrskurðinn byggði rétturinn á þeirri staðreynd að Axel Otto hefði látið til skarar skríða snemma morguns, klukkan sex nánar til tekið, þegar, eðli máls- ins samkvæmt, fáir voru á ferli og skilið fórnarlamb sitt eftir illa farið, hjálparlaust og í lífshættu. Ógeðfelldar aðfarir Axel Otto dró konuna inn í kjarr, nauðgaði henni, gekk í skrokk á henni með höggum og spörkum og reyndi síðan að kyrkja hana með bandi eða hennar eigin fatnaði. Að þessu loknu huldi hann konuna í kjarrinu en það varð henni til happs að mörgum tímum síðar fór fjölskylda hennar að undrast um hana. Um níu klukkustundum síð- ar fundu ættingjar konunnar hana, hjálparvana og við dauðans dyr vegna áverka og ofkælingar. Óvíst með áfrýjun Einnig tók rétturinn tillit til mats læknaráðsins sem taldi Axel Otto glíma við alvarlega persónuleika- röskun og því afar líklegt að hann myndi fremja fleiri glæpi sem stofn- að gætu lífi og limum fólks í veru- lega hættu. Axel Otto var að auki dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 153.040 danskar krónur, sem samsvarar 2,3 milljónum íslenskra króna. Í samráði við verjanda sinn ákvað Axel Otto að taka ekki ákvörðun um áfrýjun að svo stöddu. Færslur á Facebook Rúmum hálftíma eftir ódæðið setti Axel Otto færslur á Facebook-síðu sína. Þar skrifaði hann, á græn- lensku, klukkan 7.42: „Ég fer brátt í búð. Ég vil ekki verða edrú. Ég vil alltaf vera hífaður. Hver vill láta sér leiðast? Ég segi bara: Hver vill ekki vera í glasi og stytta þannig dag- ana?“ Sjö mínútum síðar skrifar hann: „Ég elska hana of mikið og vil vera með henni. Hún veit að ég elska hana og hefur vitað lengi. Ég vil fara með henni til Sisimut (heimabær hans á Grænlandi) […] saman getum við komist í gegn- um gott og slæmt í lífinu. Það er allt hluti af lífinu.“ Fyrir rétti vildi Axel Otto þó ekki upplýsa til hvaða konu hann skrifaði ástarjátninguna. n Sporsløjfen Á þessum slóðum réðst Axel Otto á fórnarlamb sitt. „Ég vil helst fara heim til foreldra minna, því það er ferming framundan hjá okkur á Grænlandi. „vopnað“ rán hjá veð- mangara Gary Rough hugðist ræna veð- mangara í Glasgow. „Vopn- aður“ agúrku sem sett var í svartan sokk sneri hann sér að afgreiðslustúlku Ladbrokes og krafðist fjárins, en stúlkan, merkilegt nokk, varð ekki við kröfum Garys. Þetta varð ekki ferð til fjár hjá þessum lánlausa ræningja því aðvífandi lögreglu- þjónn á frívakt sneri hann nið- ur á staðnum og handtók hann. Gary fullyrti að um grín hefði verið að ræða og sagði: „Fer ég í grjótið fyrir þetta?“ Þetta reyndist dýrt „spaug“ því Gary fékk fangelsisdóm fyrir vikið árið 2014.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.