Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Síða 62
38 menning Helgarblað 26. maí 2017
Fyrsta, annað
og … þriðja
þ
að er hátíðleg stemning í
Gallerí Fold við Rauðarár-
stíg þegar síðasta listmuna-
uppboð vetrarins fer fram.
Klukkan er að nálgast sex á
sólríkum mánudegi þann 22. maí og
eftir skamma stund verða hundrað
og fimm listaverk boðin upp.
Þátttakendur eru að tínast inn
einn af öðrum. Í móttökunni skrá
þeir nöfn sín og ítarupplýsingar á
blöð og fá í staðinn plastspjald með
stóru svörtu númeri, sem þeir veifa
svo þegar þeir vilja bjóða í verk. Í
kringum hundrað svörtum plaststól-
um hefur verið raðað upp í anddyr-
inu með einni gangröð í miðjunni.
Innar í galleríinu hefur listaverk-
unum verið stillt upp við veggi, hvert
þeirra merkt með gulum miða með
númeri verksins. Nokkrir áhugasam-
ir listunnendur ganga um og virða
fyrir sér verkin sem þeir gætu hugs-
að sér að kaupa. Alls konar fólk er að
mæta á svæðið, heldri frúr, jakkafata-
klæddir hagfræðingar, menntaskóla-
kennarar og maður í skítugum iðnað-
armannabuxum og stáltáarskóm.
„Það er tiltölulega mikið af
nýjum andlitum,“ segir Jóhann
Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri
gallerísins, en hann mun stýra fyrri
hluta uppboðsins. Hann er á hlaup-
um fram og til baka með pappíra
– enda má enn senda inn fortil-
boð í verk í gegnum netið, allt þar til
fimmtán mínútum áður en uppboð-
ið hefst.
Þegar sá tími er verður rólegra hjá
Jóhanni og hann gefur sér tíma til
að spjalla stuttlega við blaðamann á
hálfopinni skrifstofu uppfullri af ljós-
myndum af erlendum poppstjörn-
um, ýmist eftir stjörnuljósmyndar-
ann Janette Beckman eða eftir hann
sjálfan. Hann viðurkennir að það sé
spenna í loftinu en segir þó að eftir
því sem maður verður reyndari í
uppboðshaldinu minnki stressið,
en hann hefur starfað hjá galleríinu
í rúmlega 20 ár. Jóhann útskýrir að
mestu vinnunni ljúki raunar tveimur
vikum fyrir uppboð þegar uppboðs-
skráin er tilbúin, þá sé búið að skrá,
verðmeta og mynda öll verkin.
Hinum megin á skrifstofunni situr
Tryggvi Páll Friðriksson, hokinn af
reynslu í listmunasölunni. Hann
segir uppboðið vera nokkuð hefð-
bundið en bendir blaðamanni þó á
að verkið sem sker sig kannski helst
úr í dag sé verk eftir Jón Þór Birgisson,
sem er betur þekktur fyrir tónlistar-
sköpun sína með Sigur Rós. Verk-
ið sem nefnist Riceboy sleeps, the
trees turn red er unnið
með blandaðri tækni,
teikning sem unnin er
eftir ljósmynd er gerð á
pappír sem er svo ram-
maður inn með gömlum
viðarglugga.
Það styttist í að upp-
boðið hefjist, fólk tín-
ist inn og fær sér sæti.
Það verður ekkert sér-
staklega fjölmennt í dag
– ætli það séu ekki um
sjötíu manns sem mætt-
ir eru í galleríið.
Þegar klukkan er orðin rétt rúm-
lega sex gengur jakkafataklæddur
Jóhann Ágúst inn að púltinu á miðju
sviðinu fyrir fram stórt dökkt olíu-
málverk eftir danskan 19. aldar mál-
ara í gylltum ramma. Hann festir
hljóðnema á höfuðið, býður fólk
velkomið og tilkynnir að það hafi
orðið örlitlar breytingar, verk Nínu
Tryggvadóttur verði því miður
ekki boðið upp að þessu sinni af
Síðasta listmunauppboð vetrarins haldið í Gallerí Fold
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Fjölbreytt
verk boðin upp
Jóhann Ágúst býður
hér upp dúkristuna
Min Husfru frá 1945
eftir Jón Engilberts-
son. Mynd SiGtryGGur Ari
Ekki nógu gott verð Verð sem fékkst
fyrir verkið Riceboy sleeps, the trees turn
red eftir Jónsa í Sigur Rós var ekki ásætt-
anlegt að mati seljanda og var verkið því
innkallað. Mynd JohAnn AGuSt hAnSEn
„Frá Hreðavatni eftir Ásgrím jónsson var
dýrasta verkið, en það fór á 1,2 milljónir sem
er talsvert undir því verði sem ég teldi eðlilegt fyrir
svona verk. sá sem keypti það gerði mjög góð kaup.