Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Qupperneq 63

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Qupperneq 63
menning 39Helgarblað 26. maí 2017 óviðráðan legum ástæðum. Og þá hefst uppboðið. Uppboðs­ haldarinn kynnir inn verkin eitt á fætur öðru, inn ganga svartklæddar ungar konur og halda á verkunum fyrir framan sig svo mögulegir kaup­ endur geti virt þau fyrir sér – en auk þess sjást verkin á skjá sem er til hliðar við sviðið. Jóhann kynnir verkið stuttlega, listamann og nafn verksins. „Við byrjum í hundrað þúsundum. Fæ ég hundrað þúsund króna boð?“ Einhver lyftir upp spjaldi. „Hundrað þúsund eru boðin, fæ ég hundrað og tuttugu? Hundrað og tuttugu eru boðin, fæ ég hundrað og fjörtíu? Hundrað og fjörtíu eru boðin, fæ ég hundrað og sextíu? Hundrað og sextíu eru boðin, fæ ég hundrað og áttatíu?“ Þannig gengur þetta áfram þar til engin hærri boð koma. „Tvö hundruð og fjörtíu, fæ ég tvö hundruð og sextíu? Tvö hundruð og fjörtíu eru boðin fyrsta … Tvö hundruð og fjörtíu eru boðin fyrsta annað og …“ Hann slær hamrinum niður í púltið með hvelli. „… þriðja. Kærar þakkir.“ Athygli uppboðshaldarans er eitur skörp, á sama tíma og hann þylur upp síðasta boðið og spyr hvort einhver bjóði hærra, fylgist hann bæði með salnum og hliðar­ herberginu þar sem tveir starfs­ menn taka við tilboðum í gegnum síma. Þegar hraðinn eykst breytist tónninn í rödd í uppboðshaldarans. Unga konan með litaða bláa hár­ ið sem situr við skrifborðið við hlið uppboðshaldarans skráir skilmerki­ lega niður númerin á spjöldum hæstbjóðenda. Eftir um klukkustund hefur rúmlega helmingur verkanna verið boðinn upp og þá skipta upp­ boðshaldararnir um stað – Tryggvi tekur við. Verkin eru fjölbreytt, flest eru málverk eftir íslenska listamenn, en þarna eru þó nokkrir skúlptúr­ ar, vefnaðarverk, grafíkverk, teikn­ ingar og ein Guðbrandsbiblía, þarna eru Kjarval og Stórval, Gunnlaugur Blöndal og Karen Agnete, Samúel Jónsson og Ásgrímur Jónsson, Tolli og meira að segja lítil teikning eftir Mugg. Snyrtilega klætt og myndarlegt par í kringum fertugt býður í verk eftir Karólínu Lárusdóttur. Ein­ hver býður hærra. Þau horfa djúpt í augu hvort annars, ræða saman með augnaráðinu og svo lyftir maðurinn spjaldinu öðru sinni. Þetta endurtek­ ur sig einu sinni enn – en þá er kom­ ið að fjárhagslegum þolmörkum. Keppinauturinn býður hærra en þau treysta sér. Vonbrigðin leyna sér ekki. Seinna ná þau þó að næla sér í annað verk og taka gleði sína á ný. Sumir gestanna skrá samvisku­ samlega verðið sem fæst fyrir hvert verk í uppboðsskrána. Eftir því sem líður á uppboðið hækkar verðið. Boð­ in hlaupa ekki lengur á þúsundum króna heldur tugum og hundruðum þúsunda. Met eru slegin í sölu á ljós­ myndaverki eftir Ólaf Magnússon sem fer á 200 þúsund krónur og abstrakt verki eftir Valtý Pétursson sem fer á yfir 700 þúsund krónur – en eflaust spilar inn í endurnýjaðan áhuga á verkum hans nýleg yfirlits­ sýning í Listasafni Íslands. Dýrustu verkin á uppboðinu fara á rúmlega eina milljón króna. Flest verkin fara þó á nokkru lægra verði en verðmatið í skránni segir til um, einhver fara á hærra verði og í örfá þeirra býður enginn lágmarks­ verðið – þau eru send aftur baksviðs óseld. Þetta á meðal annars við um verk Jónsa í Sigur Rós og það verk sem metið er dýrast í skránni: olíu­ málverkið Börn að leik eftir Þorvald Skúlason (1906–1984), en verðmatið er 3,5 til 4 milljónir króna. Rétt um klukkan 20.00 lýkur svo uppboðinu og hæstbjóðendur flykkjast að mót­ tökuborðinu til að klára viðskiptin. „Hvað varðar veltu þá var þetta aðeins miðlungsgott uppboð,“ segir Jóhann Ágúst blaðamanni síðar, en verkin seldust á um 18,5 milljónir við hamarshögg. „Þetta helgast kannski fyrst og fremst af því að við vorum ekki með mjög mikið af dýrum verkum. Í svona ártíð eins og er núna er erfiðara að fá inn góð, það er að segja dýr verk. Það er enginn sér­ stakur söluþrýstingur hjá fólki, það er því framboðsskortur. Það kom mér hins vegar á óvart að nokkur af dýrustu verkunum seldust ekki – til dæmis verkið eftir Þorvald Skúlason. Síðast þegar við fengum sambærilegt verk eftir hann seldist það á sex millj­ ónir. Og dýrustu verkin sem seldust þó, seldust á lágu verði. Frá Hreða­ vatni eftir Ásgrím Jónsson var dýrasta verkið, en það fór á 1,2 milljónir sem er talsvert undir því verði sem ég teldi eðlilegt fyrir svona verk. Sá sem keypti það gerði mjög góð kaup.“ n Fjölmenni Nokkrir tugir listunnenda mættu á síðusta listmunauppboð vetrarins í Gallerí Fold. Mynd Sigtryggur Ari Frá Hreðavatni eftir Ásgrím Jónsson Mynd JoHAnn AguSt HAnSen tekið við símatilboðum Það er hamagangur baksviðs þar sem starfsmenn Gallerís Foldar taka við símtölum frá fólki sem vill bjóða í verk. Mynd Sigtryggur Ari Síðustu fyrirframboðin Jóhann Ágúst tekur við síðustu fyrirframboðunum sem bárust í verkin í gegnum heimasíðu Gallerís Foldar fimmtán mínútum áður en uppboðið hefst. Hringur, Kjarval, eiríkur Listaverk eftir Hring Jóhannesson, Jóhannes Kjarval og Eirík Smith bíða þess að vera boðin upp. Mynd Sigtryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.