Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Side 64
40 menning Helgarblað 26. maí 2017 Ljóðskáldið Lommi endurvinnur sjálfan sig í ljóðabókinni Sprungur J ón Örn Loðmfjörð, sem yfirleitt er kallaður Lommi, er ein mest áberandi persónan í íslensku jaðarljóðasenunni. Þegar hann hefur ekki verið að skapa ringulreið á netinu með kaldhæðni og hortugheitum hefur hann verið óþreytandi í að hvetja önnur skáld til dáða, hann stendur reglulega fyrir ljóðakvöldum, hélt úti ljóðagalleríinu 2015 er gildra og hefur ritstýrt ljóðadálkum Reykjavík Grapevine og menningarvefritsins Starafugli. Lommi hefur gefið út nokkrar bækur í samstarfi við önnur skáld en ljóðabókin Sprungur, sem kom út á dögunum, er önnur bókin sem hann gefur út einn. Blaðamaður DV settist niður með Lomma og spjall- aði við hann um Sprungur, tilfinn- ingaþrungna reiðilestra á barnum og merkingarleysi ljóðlistarinnar. Að endurvinna sjálfan sig Sprungur er fyrsta ljóðabókin þín í sex ár, er einhver sameiginlegur þráður eða þema sem tengir ljóðin í bókinni? „Ja, titilljóðið í bókinni er elst, og ég raðaði hinum ljóðunum svolítið út frá því. Ég reyndi að miða við það og hlaða ofan á. Ég hafði nokkrum sinn- um reynt að setja saman „venjulega“ ljóðabók en fannst alltaf vanta ein- hvern heildarþráð, litapallettu eða eitthvað sem tengdi ljóðin. Ég veit ekki hvort mig langi að útskýra það of ítarlega, en það er ákveðin tenging þarna á milli.“ Í fyrri bókunum þínum hefur þú mikið unnið upp úr annarra manna texta, til dæmis í Gengismun (2010) sem þú vannst með tölvuforriti upp úr rannsóknarskýrslu Alþingis um hrunið og Síðasta ljóðabók Sjóns (2008) sem þið Arngrímur Vídalín unnuð úr textum eftir Sjón. Er þessi bók í grundvallaratriðum öðruvísi? „Þegar við gerðum Síðustu ljóða- bók Sjóns hafði ég verið mjög mik- ið að endurskrifa ljóð eftir aðra, og mig langaði að skrifa bók þar sem ég tæki bara eitt skáld fyrir. Fyrst ætlaði ég að taka Einar Má en svo var Sjón að gefa út safnbók á þessum tíma og mér fannst það liggja beint við. Titill- inn var líka fallegur: „Síðasta ljóðabók Sjóns.“ Við unnum þetta mjög hratt á einhverjum tveimur dögum. Þetta var mjög skemmtilegt. Sjón hefur skrifað svo mikið að það var auðvelt að taka hluta úr textum og hliðra þeim til. Ég held að Sjón hafi á tímabili haldið að ég væri að gera eitthvert grín að honum, en svo var hann bara mjög sáttur, held ég. Mér finnst í raun ekk- ert mjög ólíkt að skrifa svoleiðis bók og svo bók eins og Sprungur. Í þessu tilviki er ég bara að endurvinna sjálf- an mig mjög mikið frekar en eitthvert annað skáld. Maður tekur línu sem maður hefur skrifað annars staðar og setur í nýtt samhengi, stelur einhverj- um línum frá öðrum og svo framveg- is. Fyrir mig snýst það að skrifa ljóð eigin lega meira um að „editera“ frekar en að skrifa eitthvað upp úr sjálfum mér.“ Froðufellandi bóksali „Gengismunur var aðeins öðru- vísi. Þegar ég gerði hana vann ég af- skaplega mikið texta með tölvum. Ég vildi hins vegar ekki fá tölvuna til að búa til texta sem einhver glóra var í, heldur einmitt öfugt, búa til eitthvað ótrúlega einkennilegt og óskiljanlegt. Ég ætlaði alltaf að gera bók á þenn- an hátt og svo kom tækifærið þegar rannsóknarskýrslan kom út. Þá tók ég bara nokkra daga í að velja góðar lín- ur eftir tölvuna.“ Í því tilviki var það heildarhug- myndin sem var aðalmálið, en var eitthvað varið í ljóðin sem tölvan bjó til úr skýrslunni? „Ég veit ekki hvort ljóðin séu góð en þar eru línur sem mér finnst skemmti- legar. Úr forritinu komu einhverjar lín- ur um það hvað alþingismenn væru heimskir eða eitthvað svoleiðis, sem allir bloggarar hefðu getað skrifað. Þessu henti ég, en svo kom einhver algjör ljóðræn steypa sem ég notaði. Það er merkilegt að þetta er sú bók sem fólk hefur hatað mig mest fyrir að hafa gert. Ég hitti einu sinni mann á barnum sem öskraði á mig – í fullri alvöru. Þetta var maður sem vann í bókabúð á þeim tíma. Hann kom upp að mér og öskraði: „Af hverju hatar þú tilfinningar?“ Ég vissi ekkert hver hann var. „Ég las bókina þína og hún er ömurleg! Þú afsakar hana aftur og aftur og þetta er ömurlegt hjá þér.“ Ég reyndi eitthvað að tala um konsept- ljóðlist, en hann sagðist vera vel lesinn og alveg þekkja þau. Svo sagðist hann alltaf fela bókina þegar hann kæmi inn í bókabúðir svo enginn mundi kaupa hana. Mér fannst þetta eiginlega alveg magnað – hann var alveg froðufellandi reiður. Stundum þegar ég var að lesa upp úr henni var eins og fólki fyndist ég vera að blekkja það, þetta væru ekk- ert ljóð. Svo var auðvitað einn og einn sem hafði gaman af þessu – en það voru aðallega myndlistarmenn.“ Reynir að sætta sig við Selfoss Það er eitt ljóð í nýju bókinni sem heit- ir „Verkfæri“ þar sem komið er inn á hvernig tækin sem við notum til að skapa, móta innihald sköpunarverks- ins. Tölvuverkfærin höfðu augljóslega afgerandi áhrif á ljóðin í Gengismun en getur þú eitthvað sagt um hvern- ig verkfæri hafa haft áhrif á ljóðin í þessari bók? „Mér finnst svolítið algengt að fólk tali um að tölvan sé „bara“ verk- færi en það er ekki rétt. Hún breytir því hvernig þú hugsar og skrifar, það er til dæmis oft mikið af öðrum hlut- um að gerast á skjánum sem hafa áhrif á þig. Þegar ég byrjaði að yrkja þá virtust öll ungskáld vilja vera að gera konkret-ljóð og það var svo- lítið fyndið að sjá muninn á nálgun- inni hjá manneskjum sem settust fyrir framan Word og þeim sem sett- ust niður með blað og blýant. Það getur reyndar verið dálítið tilgerðar- legt að tala um þetta. Einu sinni var ég að ræða þetta við ljóðskáld sem sagði mér að hann gæti ekki skrif- að nema í línulausar Moleskin-bæk- ur – allt annað væri svo þröngvandi. Það er kannski fulllangt gengið, en samt er einhver sannleikur í þessu. Ef ég vil til dæmis fá hraða í textann, ef ég vil skrifa mikið af ólíkum textum, þá er ég með kveikt á tveimur tölvu- skjáum, opinn internetvafra, bók á borðinu fyrir framan. Ég myndi ekki skrifa sams konar texta ef ég sæti bara með stílabók. Sumir textarnir urðu til þannig, en aðrir í svona brjálaðri endurvinnslu á sjálfum mér og alls konar textum í textaritli.“ Í bókinni er auðvitað fullt af klámi og kaldhæðni en þó kom mér það kannski helst á óvart hvað mörg ljóð- anna virka sjálfsævisöguleg, látlaus og jafnvel bara einlæg – hvað sem það nú þýðir. „Já, Ég held að margir hafi búist við því að bókin yrði mun kald- hæðnari – hún er að minnsta kosti ekki alveg blússandi kaldhæðin. Og þetta er ekki bók þar sem hver ein- asta lína á að vera eitthvað sniðug. Í nokkrum ljóðum um miðbik bókar- innar er ég að reyna að sætta mig við gamla heimabæinn minn, Sel- foss. Það gengur kannski ekki alveg en ég reyni við þolmörkin. Að tala um æskuminningar sínar býður svo líka upp á tengingar við önnur ljóðskáld sem hafa gert það sama, augljósasta dæmið er náttúrlega Jón úr Vör en nokkur ljóðanna heita í höfuðið á bók eftir hann. En það sem ég er að skrifa um er auðvitað ekki allt raunverulegar minningar. Mjög oft heldur fólk það. Þetta virðist vera sérstaklega sterkt með ljóðabækur, fólk vill alls ekki rífa höfundinn frá textanum. Frænka mín keypti til dæmis bókina af mér og kom daginn eftir með sjálfshjálpar- bók handa mér. Hún hafði miklar áhyggjur og sagði að ég þyrfti að hugsa fleiri jákvæðar hugsanir. Svo var ég að selja bókina á barnum um daginn og þá fletti stelpa bókinni og varð mjög reið þegar hún las línu um að þú þurfir að „ríða einhverjum sem þér býður við“ og spurði hvort mér fyndist þetta í alvörunni.“ Húsmæður og samyrkjubú Mig langar að spyrja þig almennt um ljóðlistina. Hvað er aðdráttaraflið fyrir þig í þessu formi tjáningar? „Ja, það er spurning. Ég er að minnsta kosti ekkert mjög hrifinn af merkingu í texta. Ef maður vill setja fram merkingu og boðskap þá getur maður bara skrifað pistla í blaðið eða eitthvað. Þótt það sé klisja að segja það þá er tungumálið svo máttugt og í ljóðum nær maður að pota í það eða rugla í því á allt annan hátt en maður getur í pistlum, greinum eða öðrum miðlum.“ Þegar þú segir þetta þá verður mér hugsað til eins ljóðs í bókinni þar sem ljóðmælandi á barnsaldri er að upp- götva ljóð í fyrsta skipti og það sem virðist heillandi við bókina er einmitt að hún er óskiljanleg: „… ljóðabókin geymdi engin vísindi og virtist ónot- hæf til sjúkdómsgreininga.“ „Já, þegar ég var í grunnskóla las ég fyrstu ljóðabækur Einars Más, sem ég fann í bókahillunni hjá mömmu minni. Ég man að þar var eitt ljóð sem að ég stoppaði við. Ég man ekki alveg hvernig það var en ég man að þar var talað um húsmæður og sykur í samyrkjubúum. Ég var alltaf að spyrja mömmu um þetta og reyna að fá skilning á þessum línum, hvað væri að gerast, hvað þetta væri. Hann virt- ist vera að segja eitthvað en ég fattaði ekki hvað og hvers vegna. Ég stoppaði lengi við þetta. Þetta „fokkaði“ mér örugglega upp fyrir lífstíð – gerði mig algjörlega ruglaðan.“ n Lommi „Mér finnst svolítið algengt að fólk tali um að tölvan sé „bara“ verkfæri en það er ekki rétt.“ Mynd SigtRygguR ARi „Þetta var maður sem vann í bóka- búð á þeim tíma. Hann kom upp að mér á barn- um og öskraði: „Af hverju hatar þú tilfinningar?“ „Af hverju hatar þú tilfinningar?“ Kristján guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.