Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 70
46 fólk Helgarblað 26. maí 2017 Mér fannst ég aldrei vera sérstaklega góður leikari n Roger Moore er látinn n Stormasamt einkalíf n Hafði andstyggð á byssum M ér fannst ég aldrei vera sérstaklega góður leikari,“ sagði leikarinn Roger Moore eitt sinn. Hann sagði líka að hann hefði alltaf fengið vonda dóma. Það var enginn biturleiki í þessum orð- um hans, hann gerði sér mæta vel grein fyrir takmörkunum sínum, en vissi örugglega einnig af styrkleik- unum. Moore var ekki í hópi sterk- ustu dramaleikara heims, en hann hafði mikla persónutöfra og húmor sem heillaði heimsbyggðina. „Ef maður hefur ekki húmor þá getur maður neglt naglann í líkkistuna,“ sagði hann. Hafði andstyggð á byssum Moore sem lést nýverið, 89 ára gamall úr krabbameini, fæddist árið 1927, sonur lögregluþjóns og húsmóður. Leikarinn sagði: „Faðir minn hafði trú á því að maður ætti að vera harður af sér, heiðarlegur, kurteis og stundvís. Allt eru þetta mikilvægir eiginleikar.“ Seint á lífsleiðinni sagði Moore: „Ég hef ekki tíma til að sjá eftir einhverju en ég óska þess samt stundum að ég hefði séð meira af foreldrum mínum meðan þau voru á lífi og vildi hafa gert meira fyrir þau.“ Moore hóf ferilinn sem fyrirsæta en fékk síðan samning hjá MGM- kvikmyndaverinu en vakti enga sér- staka athygli á hvíta tjaldinu. Hann sneri sér síðan að sjónvarpsleik með misgóðum árangri. Árið 1962 varð hann heimsfrægur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The Saint, Dýrlingnum, en þeir voru sýndir víða um heim, þar á meðal hér á landi. Þættirnir urðu alls 118 og eftir það tók við leikur í öðrum sjónvarps- þáttum, The Persuaders með Tony Curtis. Moore og Curtis samdi ekki ýkja vel, en Curtis vildi ekki eyða of miklum tíma við kvikmyndatökur meðan Moore var ætíð tilbúinn að vinna utan hefðbundins vinnutíma. Allir ættu að þekkja Moore sem James Bond, en hann lék njósnar- ann í sjö myndum. Hann var allt öðruvísi Bond en Sean Connery, ekki nándar nærri jafn mikill harð- haus, heldur glaumgosi með húmor. Árið 2004 var Moore kosinn besti James Bond í atkvæðagreiðslu hjá Óskarsverðlaunanefndinni og í annarri kosningu, árið 2008, fékk hann 62 prósent atkvæða. Þeir Sean Connery, sem margir telja hinn eina sanna Bond, voru góðir vinir. Moore sagði eitt sinn að hann sæi ekki eftir að hafa tekið að sé hlutverk James Bond en bætti við: „Mér finnst leitt að hetjur eru yfirleitt sýndar með byssur í hendi og satt að segja hef ég alltaf haft andstyggð á byssum og því sem þær standa fyrir.“ Stormasamt einkalíf Einkalíf leikarans var á köflum með ósköpum. Sjálfur sagði hann: „Ég hef verið giftur fjórum sinnum og orðið valdur að miklum sárs- auka og uppnámi.“ Átján ára gamall kvæntist hann leikkonunni Doorn Van Steyn. Sex árum síðar varð Moore ástfanginn af söngkonunni Dorothy Squires, sem var þrettán árum eldri en hann. Hann skildi við konu sína og gekk að eiga Squires. Squires missti nokkrum sinnum fóstur og Moore sagði seinna að hjónaband þeirra hefði orðið annað og betra ef þau hefðu eignast barn. Moore átti í ástarsambandi við ítölsku leikkonuna Luisu Mattioli en Squires harðneitaði að veita honum skilnað og braut rúður á heimili elsk- endanna. Það var ekki fyrr en Moore hafði búið með Mattioli í sjö ár að Squires veitti honum loks skilnað. Mörgum árum seinna þegar Squires var þjáð af krabbameini borgaði Moore sjúkrahúsreikninga hennar og hélt því áfram fram að láti hennar rúmum tveimur árum síðar. Ástríkt fjórða hjónaband Moore kvæntist Mattioli árið 1969 og þau eignuðust þrjú börn. Árið 1993 greindist Moore með krabba- mein í blöðruhálskirtli. Hann sagði að eftir þá greiningu hefði hann farið að endurskoða líf sitt og hjónaband. Moore varð ástfanginn af vinkonu eiginkonu sinnar, Kristinu Tholstrup, og hjónin skildu. Mattioli skrifaði síðar bók um samband sitt við Moore, Nothing Lasts Forever, þar sem hún lýsti því hvernig henni fannst Tholstrup hafa svikið sig og sagði Moore hafa kastað sér burt,eins og ónýtum hlut. Hún lýsti Tholstrup sem konu sem hefði átt tvo eiginmenn og farið í þrjár andlitslyftingar. Moore neitaði að ræða skilnaðinn og sagðist ekki vilja særa börn sín með því að skattyrðast við fyrr- verandi eiginkonu sína. Börn þeirra hjóna töluðu ekki við föður sinn í nokkurn tíma eftir skilnaðinn, en jöfnuðu sig svo og þar féll allt í ljúfa löð. Leikarinn kvæntist Tholstrup árið 2002. Hann lýsti henni sem rólegri og ástríkri konu og sagð- ist leggja allt sitt traust á hana. Ólíkt fyrri hjónaböndum hans einkenndist það síðasta ekki af rifrildum eða tilfinningalegum upp- hlaupum. Moore vann ötullega fyrir Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna og sagði að vinnan þar hefði gert sig full- orðinn. Hann sagði: „ Við höfum þá skyldu í lífinu að gera það sem við getum til að hjálpa þeim sem eru ekki eins lánsamir og við.“ n „Ég hef verið giftur fjórum sinnum og orðið valdur að miklum sársauka og uppnámi. Roger Moore Þessi ástsæli leikari er fallinn frá. Roger Moore og Dorothy Squires Hjónaband þeirra var stormasamt. Leikarinn við kvikmyndatöku Heims- byggðin heillaðist af honum. Með fjórðu eiginkonunni, Kristinu Tholstrup Einkalífið var sviptingasamt en síðasta hjóna- bandið var afar hamingjuríkt. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.