Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 28
Ásgeir Trausti hélt einstaka tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga í byrjun júlí. Ás-
geir Trausti ólst upp á Laugarbakka og hefur áður haldið tónleika í heimabæ sínum,
heimamönnum og gestum til mikillar ánægju. Næst tekur við strangt tónleikaferðalag
um Evrópu, Ástralíu, Suður-Kóreu og Japan, áður en Ásgeir Trausti snýr aftur til Íslands
og spilar í Hörpu á Icelandic Airwaves.
Tónleikarnir gengu alveg ótrúlega vel,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðs-
maður Ásgeirs Trausta. „Hann
hefur haft fyrir reglu að spila
útgáfutónleika í heimabænum
og heimamenn mæta til að heilsa
upp á hann, kaupa plötuna og
hlýða á tónleika.“
Ásgeir Trausti sem ólst upp
á Laugarbakka gaf fyrir tæpum
fimm árum út frumraun sína,
Dýrð í dauðaþögn, og hélt útgáfu-
tónleika á Hvammstanga. Nú var
komið að þeim næstu, en platan
Afterglow kom út í maí síðast-
liðnum og hefur Ásgeir Trausti
verið á stanslausu tónleikaferða-
lagi síðan. Tvennir tónleikar voru
haldnir á Hvammstanga að þessu
sinni og var uppselt á þá báða.
Erlendir aðdáendur himinlifandi
„Aðstaðan í félagsheimilinu
er mjög góð, aðsóknin fín og
undirtektir góðar. Fjölskylda
og vinir Ásgeirs Trausta koma,
auk fólks víðs vegar af landinu.
Við fórum síðan meðal annars
á tjaldsvæðið og hengdum upp
auglýsingu þar. Til okkar komu
nokkrir ferðamenn sem eru
aðdáendur Ásgeirs Trausta og
voru alveg himinlifandi með að
komast svona óvænt á tónleikana
með stuttum fyrirvara. Ein kona
frá Ástralíu kom til mín og sagðist
hafa hágrátið fyrrihluta tónleik-
anna en hefði svo náð að róa sig
niður,“ segir María Rut. Ástralía
er aðalmarkaður Ásgeirs Trausta
í dag og mun hann halda þrenna
„head-line“ tónleika þar, í Sydney,
Melbourne og Perth. Auk þess
mun hann koma fram á tónleika-
hátíðinni Splendor in the Grass
sem fer fram í Eastwood. Í Sydney
mun hann koma fram í Enmore
Theatre sem er elsta tónleikahöll
Sydney, byggð 1908.
Strangt tónleikaferðalag fram undan
Ástralía er þó ekki eini staður-
inn þar sem Ásgeir Trausti kemur
fram næstu mánuði. Á föstudag
byrjar hann ferðalagið í Bern
í Sviss þar sem hann mun
spila á Gurtenfestival.
Síðan tekur Arenes De
Nimes við í Nimes
í Frakklandi, áður
en komið er að
Ástralíu. Eftir
Ástralíu tekur
svo Valley
Rock-tónlist-
arhátíðin við
í Suður-Kóreu
og síðan Fuji
Rock-hátíð-
in í Tókíó í
Japan.
„Síðan kemur hann
aftur til Evrópu í ágúst
og heldur nokkra
tónleika áður en hann
kemur heim í smápásu.
Eftir það tekur við
Ameríkutúr og síðan
kemur hann aftur heim
og heldur tónleika 1.
nóvember í Eldborgar-
sal Hörpu á Iceland
Airwaves,“
segir María
Rut.
Ásgeir Trausti heimsækir heimabæinn
Heimatónleikar fyrir heimsferðalag
TónlisTarhjón María rut og eiginm
að-
ur hennar, Guðmundur Kristinn jónss
on,
gítarleikari hjálma, Baggalúts, Mem-
fismafíunnar og Ásgeirs Trausta. Kid
di
heldur á plötunni Afterglow.
Ég hendi oft í hnyttnar athugasemdir (að eigin mati) þegar ég hitti fólk af því að
mér finnst sjálfri gaman að hlæja og
fá aðra til að brosa. Af sömu ástæðu
pósta ég misgáfulegum bröndurum
og myndum á Facebook, auk allra
gáfulegu prófanna sem Facebook
býður manni upp á að taka. Sumt
af þessu gæti bent til að það sé lítið
á milli eyrnanna á manni annað en
tómarúm.
Fréttir um limlestingu fólks,
stjórnmálaumræða og stanslaust
væl er eitthvað sem ég set ekki inn á
samfélagsmiðla, ég er með vefsíður
fréttamiðla fyrir það fyrstnefnda, hef
næstum engan áhuga á stjórnmálum
og ég á vini til að hringja í þegar ég
þarf á öxl að halda til að gráta á. Öll
dýpri umræða milli mín og annarra
fer ekki fram á samfélagsmiðlunum,
heldur oftast undir fjögur augu.
Sumum finnst þetta spes og finnst
nú kannski kominn tími til að ég
hagi mér eftir aldri, enda komin á
miðjan aldur með barn sem nálgast
þrítugsaldurinn hratt. En ég er búin
að ákveða að halda uppteknum hætti
eins lengi og ég vil og get. Ég ætla
að vera konan á Grund sem hendir
í hjólastólarall og koppafleytingar á
ganginum og klípur í rassinn á lækn-
inum. Trúið mér, eftirminnilegasta
fólkið af Grund, er fólkið sem var
með pínu „vesen.“ Það verður líka að
vera smá fútt í köflunum ef einhverj-
um dytti í hug að skrifa um mann á
gamalsaldri, hvað þá ef lesningin á að
verða metsölubók.
Af sömu ástæðu tek ég í spaðann
á ókunnugu fólki hvar og hvenær
sem er, ef mér þóknast svo og hvort
sem viðkomandi er Jón eða séra Jón,
spyr það spjörunum úr (samt ekki
bókstaflega) og er bara einstaklega
forvitin að eðlisfari, sem hentar auð-
vitað mjög vel í mínu starfi. Ég er af-
skaplega forvitin alla daga um menn
og málefni, en ég er ekki hnýsin, sem
er allt annars eðlis.
Ég segi því varðveitum húmorinn
og höldum í gleðina, högum okkur
stundum barnalega. Lífið er of stutt
fyrir leiðindi hvort eð er.
Kær kveðja, Ragna
ragna@dv.is
Því hefur stundum verið fleygt
að mér hvort ekki sé nú kominn
tími til að ég fari að haga mér
eftir aldri. Við því er bara eitt
svar: ég veit ekki hvernig ég á
að haga mér eftir aldri, ég hef
nefnilega aldrei verið á þessum
aldri áður. Já, ég er stundum
barnaleg, ég veit það og mér er
bara alveg sama.
Varðveitum
húmorinn,
gleðina og
barnið í okkur
„Að auka við ár og þroska er forréttindi.
Að eldast og þroskast illa er val hvers
og eins.“