Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 11
fólk 11Helgarblað 14. júlí 2017 nánast bert eftir og þá getum við metið hvað eftir stendur og hvers konar verk við erum með í höndunum,“ segir Kristinn. Mjúk líkamsbygging á danssviði Kristinn er ekki einhamur þegar kemur að listsköpun því hann á sinn sess í íslenska danshópn- um Marble Crowd. Það er athygl- isvert í ljósi þess að hann hef- ur aldrei lært dans af neinu viti. „Það kom þannig til að boðið var upp á dansnámskeið í skólanum mínum. Ég fékk leyfi til þess að sækja það þrátt fyrir að það hafi verið ætlað nemendum á öðru ári en ég sótti. Sú sem hélt nám- skeiðið heitir Alexandra Bechzets- is. Hún sá eitthvað í mér, fékk mig í nokkur verk og þannig kynntist ég Sögu Sigurðardóttir, sem er þó ekki ljósmyndarinn,“ segir Krist- inn og kímir. Hann hefur dans- að í mörgum verkum Sögu auk þess sem hann fór með hlutverk í dansýningunni Kviku eftir Katrínu Gunnarsdóttur. Rétt er að grípa niður í stór- kostlegan dóm gagnrýnandans Sesselju G. Magnúsdóttur um Kviku sem birtist á Hugrás, vefriti hugvísindasviðs Háskóla Íslands. „Kristinn hafði aftur á móti ekki mjög sterka líkamsbeitingu og stakk því í stúf hreyfilega séð í þeim hlutum verksins sem kröfð- ust líkamlegrar nákvæmni. Lík- amsbygging hans er líka mýkri en venjulega sést á danssviðinu sem einnig vakti athygli,“ sagði Sesselja en hrósaði þó Kristni fyrir orkuna sem hann gefur af sér á sviðinu. Kristinn hlær dátt þegar dómur- inn er lesinn upp. „Ég hef náttúr- lega aldrei æft dans og kann því ekki á talningar eða neitt slíkt. Ég kann hins vegar alveg að hreyfa mig, hef það úr körfuboltanum í Keflavík og er með rýmisskilning. Ég fer þetta allt á tilfinningunni,“ segir Kristinn. Hann segist vonast eftir því að vera hluti af danshópnum um ókomna tíð: „Ég elska þetta fólk og að vinna með því. Það er afar krefj- andi en stórkostlega skemmtilegt. Það fá allir að varpa hugmyndum fram, sama hversu vitlausar þær eru, og svo vinnur hópurinn úr þeim í sameiningu," segir hann. Heldur í kærustuna með matn- um Hugmyndina að matreiðsluþátt- unum SOÐ fékk Kristinn fyr- ir rúmu ári en ákvað að kýla á nokkra þætti á vinnustofu sinni. Hann hefur enga menntun sem matreiðslumaður en hefur þó unnið sem slíkur á nokkrum stöðum og segist oft heyra að hann sé góður kokkur. „Ég byrj- aði að vinna á Pizza 67 í Keflavík sem unglingur. Ég réð mig sem sendil en þegar ég mætti á fyrstu vakt var ég beðinn um að baka. Ég lærði mikið á því, ekki síst um samspil hráefna," segir Kristinn. Þá hefur hann unnið á veitingastað í Brussel auk þess að hann tók að sér að elda tvisvar í viku í mötuneyti nemenda í skólanum sínum í Amsterdam. „Ég heyri reglulega að maturinn minn sé góður. Ég held til dæm- is að það sé eina ástæðan fyrir því að ég held í kærustuna mína," segir Kristinn léttur. Hann seg- ir að hugmyndin að matreiðslu- þáttunum SOÐ hafi einfald- lega sprottið upp af áhuga hans á matreiðslu og reynslu hans af vinnu við myndavélar í listsköp- un sinni. „Ég fékk þessa hug- mynd og leyfði henni að meltast í rúmt ár þar til ég kýldi á þetta. Ég ákvað síðan að taka þættina upp á vinnustofunni minni, bæði af því að það var svo fótógenískt en líka af því að þannig gat ég stillt upp myndavélinni fyrir framan svæðið sem ég matreiði á en það hefði ekki verið hægt í eldhúsinu mínu," segir Kristinn. Þá hefur vakið athygli að Krist- inn er ekki alltaf vel búinn öllum tækjum og tólum en reddar sér alltaf. Meðal annars notar hann borvél við að hræra í sósum. „Að einhverju leyti fannst mér mynd- rænt og skemmtilegt að fara óhefðbundnar leiðir en ástæðan er líka sú að mér finnst skemmti- legt að elda við frumstæðar að- stæður, til dæmis í útilegum, og þurfa að bjarga mér," segir Krist- inn. Mistök leið til að læra Matreiðsluþættirnir SOÐ eru ekki síst einstakir vegna þeirrar stað- reyndar að mistökin sem eiga sér stað eru ekki klippt burt heldur látin fljóta með. „Þannig lærði ég að elda. Mistök eru leið til þess að læra og reynsla mín er sú að það sé alltaf hægt að bjarga sér. Það sem kemur út er alltaf matur þótt hann sé misjafnlega góður," segir Krist- inn og hlær. Hann hefur einnig verið spurð- ur að því hvort hann sé í karekter í þáttunum eða hvort þetta sé bara hann sjálfur: „Maður er alltaf í mis- munandi karakter eftir aðstæðum. Núna er ég í viðtali við þig og hegða mér því öðruvísi en ef ég væri með vinum mínum. Ég er kannski að- eins ýktari útgáfa af sjálfum mér í SOÐI en ég held ég sé samt svona. Ég er klaufi, ég klúðra hlutum en er óhræddur við að viðurkenna það og leyfa hlutunum að flæða," seg- ir Kristinn. Þáttur í hverri viku Talsvert álag hefur verið á Kristni síðan þættirnir hófu göngu sína í byrjun árs enda koma þeir alltaf út á fimmtudögum í hverri viku. „Ég byrjaði á því að taka upp 5-6 þætti í byrjun janúar. Ég var á leiðinni til Hamborgar til þess að dansa í verki þar í nokkrar vikur og á meðan ég var þar þá dansaði ég á daginn en klippti á kvöldinn. Ég hef síðan haldið óslitið áfram að birta þátt í hverri viku og það er talsvert álag með fram heimilislífinu og annarri vinnu. Ég hef aldrei klúðrað því að gefa út þátt en ég hef af illri nauðsyn stundum búið til þætti í beinni útsendingu sem voru að einhverju leyti skítaredding en gáfu þáttunum líka aðra vídd. Það er ný reynsla fyrir mig því að nánast öll mín listsköpun og vinna hefur verið með hópum sem hentar mér afar vel. Ég þrí- fst í raun og veru á því. Í SOÐI var ég til að byrja með einn en smátt og smátt hafa áhorfendur farið að taka þátt með athugasemdum og uppástungum. Þetta er því að þróast út í eins konar hópvinnu sem mér finnst mjög skemmti- legt," segir hann. Hann er afar ánægður og þakklátur fyrir vinsældir þátt- arins. „Ég hef fengið mikil við- brögð við þáttunum. Það var afar ánægjulegt að Sjónvarp Símans skyldi kaupa fyrstu þáttaröðina sem gaf mér aðeins rými til þess að anda. Í kjölfarið hafa ýmis fyr- irtæki sett sig í samband við mig varðandi hugsanlegt samstarf og það er ýmislegt spennandi í pípunum," segir Kristinn. Eins og áður segir þá er hann að taka upp nýja þætti á Íslandi, úti í sveit. „Þeir þættir koma inn eft- ir nokkrar vikur og verða með íslensku ívafi. Ég held út í sveit, meðal annars í Þórsmörk, og þetta er því algjört skítamix," segir Kristinn og hlær. Hann seg- ist spenntur fyrir að elda og út- færa íslenskan mat með nýj- um áherslum. „Mig langar til að prófa mig áfram með íslensk- an mat eins og svið og slátur. Ég fór til Írans með mastersnáminu mínu og prófaði þar írönsku út- gáfuna af sviðum. Það var ótrú- lega bragðgott og fékk mig til að hugsa um það hve íslensk svið, þó góð séu, eru í raun bragðlaus. Það sama gildir um slátrið okkar sem er mjög bragð- og áferðar- laust í samanburði við skoska haggisið sem er frábær matur," segir Kristinn. n Einbeittur SOÐ-þættir Kristins eru teknir upp á vinnustofu hans í Brussel. Hann segir það heppilegt að lykt finn- ist ekki í gegnum sjónvarpið því ýmis efni sem hann notar í sinni listsköpun kitla ekki beint bragðlaukana. Óvenjulegur pottur Í vikunni bauð Kristinn í SOÐ-boð og eldaði heilan lambaskrokk með svokallaðri sous-vide aðferð í heitum potti foreldra sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.