Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 62
38 menning Helgarblað 14. júlí 2017
F
lestir sem hafa horft á saka-
málaþætti í sjónvarpinu
kannast við réttarmeina-
fræði – þar sem læknar
taka þátt í rannsókn glæpa með
því að leita að vísbendingum eða
sönnunargögnum á líkum og lösk-
uðum líkömum. Færri hafa eflaust
heyrt um réttar-arkitektúr, ungt og
óhefðbundið rannsóknarsvið þar
sem þekking og færni arkitekta er
notuð til að komast nær sannleik-
anum í málum sem varða mann-
réttindabrot og ofríki hinna ýmsu
yfirvalda.
Rannsóknarmiðstöðin For-
ensic Architecture í London er
fyrsta sinnar tegundar í heim-
inum, en þar notast arkitektar,
hönnuðir, lögfræðingar, fræði-
menn og fjölmiðlafólk við hin
ýmsu verkfæri byggingarlistar-
innar til að rannsaka möguleg
mannréttindabrot stjórnvalda,
vopnuð átök og umhverfisglæpi
– sprengjuárásir á spítala á Sýr-
landi, ólöglegar aftökur í Palestínu
eða náttúruvá í Suður-Ameríku.
Teymið notar teikningar, frétta-
myndir, snjallsímamyndbönd og
frásagnir vitna sem sönnunar-
gögn, rannsakar þau og setur fram
í mismunandi samhengi, fyrir
dómstólum eða sannleiksnefnd-
um, hjá mannréttindasamtökum,
sjálfstæðum baráttuhópum – eða
þá á nútímalistasöfnum og listhá-
tíðum.
Einn starfsmaður þessarar
einstöku rannsóknarstofnunar er
arkitektinn Stefán Laxness. Blaða-
maður DV ræddi við Stefán og
fékk hann til að útskýra af hverju
arkitektúr væri gagnlegur til að
rannsaka vopnuð átök og afhjúpa
mannréttindabrot.
Sönnunargögn í arkitektúr
„Arkitektúr getur skipt miklu máli
þegar átök og pólitískt ofbeldi er
rannsakað vegna þess að slíkir at-
burðir eiga sér yfirleitt stað í ein-
hverju manngerðu umhverfi –
rannsóknir á því hafa því oft mikið
með efnislega og landfræðilega
þætti að gera. Þar að auki eiga átök
sér í auknum mæli stað í hönnuðu
borgarumhverfi,“ segir Stefán.
„Við beitum því þekkingu okk-
ur á arkitektúr og hinu byggða
umhverfi til að reyna að skilja og
draga ályktanir um tiltekin at-
vik eða fyrirbæri. Öll aðferða-
fræðin okkar reiðir sig á hluti
sem arkitektar hafa grunnþekk-
ingu á, þetta getur verið tvívídd-
ar- og þrívíddarteikning, ým-
iskonar tæknileg þekking og
skilningur á því hvernig skipulagi
húsnæðis og borga er háttað.
Við getum því oft skilið hvern-
ig smáatriði tengjast skipulagi
byggingar eða borgarskipulaginu
í heild sinni,“ segir Stefán, en á
vefsíðu miðstöðvarinnar má til
dæmis sjá hvernig rýnt er í rústir
bygginga og þekking starfsmanna
á efni og byggingarlist notuð til
að greina hvernig flugskeyti voru
notuð og þar af leiðandi hverjir
bera ábyrgðina og einnig hvernig
tölvulíkön eru notuð til að púsla
saman myndum og misgóðum
símamyndböndum sem tekin eru
af voðaverkum til að varpa ljósi at-
burðarásina og gerendurna.
„Rannsóknirnar snúast ekki
einungis um byggingar heldur
eru verkefnin á mjög misstórum
skala. Við höfum rannsakað allt
frá morðum á einstaklingum til
stórra landfræðilega fyrirbæra –
skógareyðinga og annars slíks.“
Rannsókn í höndum borgaranna
Forensic Architecture er sjálfstæð
rannsóknarmiðstöð sem hefur
það að markmiði að komast til
botns í og vekja athygli á málum
þar sem valdamiklir aðilar hafa
brotið á rétti almennra borgara.
Eftir því sem hróður miðstöðvar-
innar hefur aukist hafa sífellt fleiri
mannréttindasamtök og baráttu-
hópar falast eftir samstarfi við
teymið.
„Hin réttarfræðilega rann-
sókn hefur almennt verið í hönd-
um ríkisins en í þeim verkefnum
sem við tökum að okkur eru það
oftar en ekki ríkin sjálf sem eru
sökuð um að vera gerendurnir.
Það er augljóslega auðveldara að
komast í botns í málum þar sem
einstaklingur brýtur af sér – ræn-
ir og myrðir einhvern til dæmis –
heldur en þegar það er ríkið sjálft
sem er sekt um brotið. Ríkið er
mun betur í stakk búið til að neita
glæpnum, fela slóðina og gera
rannsóknina erfiðari. Hlutverk
okkar er því oft að andmæla opin-
berum skýringum stjórnvalda og
bjóða þeim byrginn,“ segir Stefán.
„Sögulega hafa stjórnvöld haft
upplýsingalega yfirburði yfir borg-
arana, glæpamennina og alla þá
sem ekki eru skilgreindir sem rík-
ið. Við teljum hins vegar að það
megi beita ýmsum aðferðum dag
til að færa þessa framkvæmd frá
ríkinu og til almennra borgara –
nota réttarfræðilegar rannsóknir í
þágu borgaranna. Auðvitað getur
ekki hver sem er tileinkað sér all-
ar okkar aðferðir á stuttum tíma,
en í grunninn erum við þó að nota
verkfæri sem eru aðgengileg öll-
um – einmitt vegna þess að þau
eru smíðuð með eitthvað allt ann-
að í huga. Þannig ætti hver sem
hefur áhuga að geta framkvæmt
réttarfræðilega rannsókn og kynnt
á einhverjum vettvangi.“
Vilja hafa áhrif á umræðuna
Nokkrar af rannsóknum mið-
stöðvarinnar hafa verið notað-
ar frammi fyrir alþjóðlegum- eða
landsdómsstólum, til að mynda
rannsóknir á aðskilnaðarmúr
Ísraela í Battir, rannsókn á notkun
ísraelska hersins á hvítum fosfór í
sprengjuárásum á Gaza, og rann-
sókn á morði Ísraelskra hermanna
á palestínskum mótmælanda í
Bil‘in. Stefán segir þó að þetta sé
ekki alltaf og endilega markmið
rannsóknanna.
„Markmiðin eru mjög mis-
munandi eftir verkefni. Góð
niðurstaða er fyrst og fremst ef
umrætt atvik kemst í umræðuna
eða ef rannsóknin getur haft áhrif
á hana,“ segir Stefán og nefn-
ir til dæmis rannsókn á því hvort
þýskur leynilögreglumaður hafi -
þvert á það sem hann sjálfur sagði
- orðið vitni að morði nýnasísku
hryðjuverkasamtakanna NSU á
ungum starfsmanni internetkaffi-
húss í Kassel í Þýskalandi árið
2006. Myndband um rannsókn-
ina var sýnt á hinni virtu listahá-
tíð Documenta í Kassel í sumar og
í kjölfarið breyttist umræðan og
þrýstingur á stjórnvöld um að taka
upp málið að nýju jókst.
„Jafnvel þó myndbandið sem
við unnum hafi ekki verið tek-
ið inn í dómsmálið sjálft sem
sönnunargagn þá skipti það
gríðarlega miklu máli í að virkja
almenning í umræðu um mál-
ið. Við erum alltaf mjög ánægð ef
upplýsingarnar eru notaðar á ein-
hvern uppbyggilegan hátt, ef þær
nýtast þeim sem eru að berjast
fyrir réttlæti í því tiltekna máli. Sú
barátta getur svo haft raunveruleg
áhrif á hlutina – og það eru dæmi
um að upplýsingar sem við höfum
grafið upp hafi þannig haft áhrif á
stefnu stjórnvalda.“
„Þegar við unnum að verk-
efni um Saydnaya-leynifangelsið
í Sýrlandi vorum við svo fyrst og
fremst ánægð að geta komið frá-
sögnum fanganna fyrrverandi til
umheimsins – það var mjög gott
fyrir þá persónulega að fá að segja
sína sögu og deila sinni vitneskju.
Í því tilfelli þurfti Bashar Al-Assad,
forseti Sýrlands, svo reyndar að
bregðast við að einhverju leyti.
Eftir að verkefnið hafði vakið
athygli spurði svissneskur frétta-
maður hann út í fangelsið í viðtali
– þetta var alls ekki eitthvað sem
við höfðum búist við.“
Innsýn í háleynilegt fangelsi
Í áðurnefndri rannsókn á Saydna-
ya-leynifangelsinu í Sýrlandi var
vitnisburðum fyrrverandi fanga
fangelsisins safnað saman, þrí-
víddarlíkan af þessari háleyni-
legu fangelsisbyggingu smíðað
eftir frásögnum vitnanna og í kjöl-
farið gátu áhugasamir farið inn á
vefsíðu mannréttindasamtakanna
Amnesty International, ferðast
um stafræna endurgerð fangels-
isins og hlustað á frásagnir fórn-
arlambanna.
„Við byrjuðum á því að rýna í
vitnisburði sem Amnesty hafði
safnað frá fyrrverandi föngum
fangelsisins og skoðuðum hvert
einasta smáatriði sem hafði með
rýmið sjálft að gera. Það var hins
vegar nokkuð erfitt að staðsetja
hvar í fangelsinu hvert atvik hafði
átt sér stað enda var yfirlitsmynd
úr gervihnetti það eina sem við
gátum séð af því. Næst settumst
við niður með fimm fanganna í
Istanbúl í Tyrklandi og byrjuðum
að teikna upp líkön eftir vitnis-
burðum þeirra í rauntíma. Smám
saman þróuðum við aðferð þar
sem viðmælandann tók virk-
an þátt í að búa til tölvulíkanið af
byggingunni. Við uppgötvuðum
að í þessari vinnu rann upp fyr-
ir vitnunum ýmis smáatriði sem
voru mjög mikilvæg – ekki bara til
að skilja hryllinginn sem fangarn-
ir gengu í gegnum heldur einnig
til að skilja hvernig arkitektúr
Stefán Laxness rannsakar drónaárásir, sprengjutilræði og náttúruvá með rannsóknarteyminu Forensic Architecture
Arkitektar varpa ljósi á vopn-
uð átök og mannréttindabrot
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Leynifangelsið í
Saydnaya
Engar myndir eða teikningar voru til
af háleynilegu sýrlensku fangelsi sem
var meðal annars notað við pyntingar.
Forensic Architecture smíðaði
þvívíddarlíkan af fangelsinu í samstarfi
við fyrrverandi fanga. Á vefsíðu
mannréttindasamtakanna Amnesty
International var svo hægt að ferðast
um stafræna endurgerð af fangelsisinu
og hlusta á frásagnir fórnarlambanna.