Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 14. júlí 2017
Þ
egar ég sæki Adolf er
hann nýkominn í borgina
eftir hringferð um landið.
Hann stoppar þó stutt
við því degi síðar heldur hann
af stað í aðra þriggja daga ferð,
en Adolf starfar sem leiðsögu
maður hjá Arctic Adventures.
Við sammælumst um að ég
bjóði honum í kaffi og við
keyrum af stað. Adolf er brúnn
og sællegur, enda mikið úti í
náttúrunni, með sólgleraugu og
í bol merktum hljómsveitinni
Ham. Á leiðinni fær hann sím
tal og ég heyri að viðmælandinn
óskar Adolf til hamingju með
sigurinn í dómsmáli hans gegn
Ríkisútvarpinu á dögunum.
Væntanlega er það eitt símtal
af mörgum síðustu daga. Að
alástæða þess að DV leitaði
eftir viðtali við Adolf er einmitt
niðurstaða umrædds dóms
máls, þar sem RÚV var dæmt
til að greiða honum skaða
og miskabætur fyrir einelti og
ólögmæta uppsögn. Við Adolf
ræðum þó margt annað enda
hefur ýmislegt fleira gengið á í
hans lífi síðustu árin.
Maður má ekki taka sig of
alvarlega
Við komum okkur fyrir í eldhúsi í
Vesturbænum með kaffi og köku.
Adolf afþakkar reyndar kaffið,
segist aldrei hafa drukkið kaffi. Ég
byrja á að rifja upp með honum
stórskemmtilegt viðtal sem DV
tók við hann í upphafi árs 2013. Í
því viðtali deildi Adolf þeirri lífs
reglu með lesendum að maður
skuli aldrei hafa móral yfir neinu,
þó að maður geri sig að fífli. „Já,
ég hef svo oft gert mig að fífli að ef
ég ætlaði að hafa móral myndi ég
ekki láta sjá mig úti á götum,“ seg
ir Adolf hlæjandi. „Maður má ekki
taka sig of alvarlega.“
Þegar umrætt viðtal var tekið
var Adolf ennþá íþróttafréttamað
ur hjá RÚV en tæpu ári síðar var
honum sagt upp störfum. Í við
talinu árið 2013 mátti þó greina
að ekki var allt með felldu því þar
kom fram að hann saknaði þess
að lýsa leikjum íslenska lands
liðsins í handbolta, hafði þá ekki
lýst nema einum leik í þrjú ár. Á
sama tíma var hann einn þekkt
asti og reynslumesti íþrótta
lýsandi landsins. Hvað var hann
þá látinn sýsla við hjá RÚV? „Það
er ágæt spurning. Ég hef nú orðað
það þannig að mér hafi verið ýtt út
í horn. Svona jaðarsettur. Tekinn
úr verkefnum eins og lýsingum
á stórmótum og þess háttar. Ég
var tekinn af sjónvarpsvöktum og
settur í að skrifa fréttir á vefinn.“
Rosalegt högg
Að lokum fór svo að Adolf var sagt
upp störfum hjá RÚV síðla árs
2013. „Þetta var náttúrlega rosa
legt högg þegar þetta kom, eftir
að hafa verið þarna í 22 ár, í starfi
sem ég sá sem framtíðar eða ævi
starfið. Ég var formaður Sam
taka íþróttafréttamanna, í stjórn
alþjóða samtakanna og þetta var
líf manns að miklu leyti, fyrir utan
fjölskylduna. Allt í einu var þetta
horfið og það var helvíti erfitt.“
Adolf þurfti því að finna sér
eitthvað annað að gera og það
var ekki auðvelt. „Nei, það var
ekki auðvelt, þegar maður er 51
árs og sagt upp og ástandið 2013
ekki eins gott og það er núna í
atvinnu málum. Ég reyndi talsvert
til að finna vinnu, sótti um býsna
víða.“ Hann segist hafa upplifað
það á eigin skinni að litið sé fram
hjá eldra fólki við mannaráðn
ingar. Sem dæmi hafi vinir hans
eitt sinn bent honum á starfs
auglýsingu sem virtist sniðin
að Adolf. „Þeir hringdu í mig og
sögðu: „Það er verið að auglýsa
eftir þér. Þetta er starfslýsing sem
virðist vera hönnuð fyrir þig.“ Ég
var sammála því að mörgu leyti,
þetta féll alveg að minni reynslu
og menntun og þessháttar. Ég
henti inn umsókn og var ekki
einu sinni boðaður í viðtal.“
Adolf segir að eitt af stóru ráðn
ingarfyrirtækjunum hafi staðið
að baki ráðningunni og að hann
hafi heyrt að þar líti menn fyrst á
kennitöluna og ef aldurinn sé of
hár fari umsóknin beint í ruslið.
„Í þessu tiltekna tilviki var hrein
lega absúrd að ég skuli ekki einu
sinni hafa verið boðaður í viðtal,
látum nú vera þótt einhver annar
hefði verið ráðinn. Þetta var starf
hjá ÍSÍ. Framkvæmdastjóri ÍSÍ
fullyrti við mig síðar að hún hefði
ekki haft hugmynd um að ég hafi
verið meðal umsækjenda.“
Bjó til sína eigin vinnu
„Eftir að ég hafði reynt í býsna
langan tíma að finna vinnu
ákvað ég að búa til mína eig
in vinnu.“ Adolf vísar þarna
til útvarpsstöðvarinnar Radio
Iceland sem hann kom á kopp
inn og stýrði. En hvernig stofn
ar maður útvarpsstöð, er það
ekkert mál? „Það er talsvert bras.
Það kostnaðar samasta við þetta
er dreifikerfið. FM er dýrt, það
þarf að setja upp senda hér og
þar, annaðhvort þarftu að kaupa
þá eða leigja. Þetta var stærsti
kostnaðarliðurinn, ásamt laun
um.“ Á stöðinni voru fjórir til
fimm starfsmenn alla jafna. „Það
fóru nokkrir mánuðir í undir
búning, að innrétta húsnæði,
setja upp stúdíó og tækjabúnað
og þess háttar. Svo var þetta loks
tilbúið og 16. febrúar 2015 fórum
við í loftið.“ Adolf segir að út
varpsstöðin hafi að mörgu leyti
gengið upp. „Við gerðum ýmsa
ágæta hluti og fengum hellings
hlustun, meira að segja hjá fólki
utan við markhópinn. Svo var
líka hægt að hlusta á okkur á
netinu þannig að fólk úti í heimi
hlustaði á okkur.“
Tapaði 25 milljónum
Radio Iceland varð því miður
ekki langlíf útvarpsstöð. „Eins
og ég segi, þá var ýmislegt sem
við gerðum sem gekk upp. Það
sem klikkaði var salan á auglýs
ingum. Ferðabransinn er svolítið
erfiður, það eru svo margir litlir
aðilar, og það er erfitt að selja
þeim auglýsingar. Stórir aðilar
í ferða mennskunni, sem velta
milljörðum, þeir hefðu alveg get
að keypt eina og eina auglýsingu.
En alla vega, þá stóð þetta ekki
undir sér og eftir átta mánuði lok
aði ég stöðinni. En þá vorum við
búin að tapa 25 milljónum.“
Sér hann eftir því að hafa
stofnað stöðina? „Ég nenni ekki
að sjá eftir hlutunum. Auðvitað
vildi ég vera laus við þessar 25
milljónir sem hlóðust á mig
þarna, en nei, ég nenni ekki að
sjá eftir neinu. Ég vildi reyndar
að ég gæti sagt að þetta hafi
verið skemmtilegur tími, en því
miður var hann það ekki. Hálfum
mánuði eftir að við fórum í loftið
greindist konan mín með krabba
mein. Það var djöfuls högg. Það
tók gleðina úr þessu og ánægj
una.“
Brotlending
Adolf segir að um þetta leyti hafi
hann brotlent andlega. „Fljót
lega upp úr þessu gekk ég í raun
inni á vegg. Það var uppsafnað,
við getum sagt að það hafi byrjað
á síðustu árum mínum hjá RÚV,
þá var ég orðinn svolítið kvíð
inn og hálfþunglyndur af því að
líða illa í vinnunni dag eftir dag.
Þannig að ég var heldur við
kvæmari fyrir en ég átti að vera.
Svo þegar þetta kemur, maður
horfir upp á peningana streyma
út úr fyrirtækinu en ekki inn, og
konan veikist, já, eins og ég segi,
ég hreinlega gekk á vegg. Það
endaði með því að konan mín,
sem hefur nú yfirleitt vit fyrir
mér, fór með mig niður á bráða
móttöku á geðdeildinni þar sem
ég fékk viðtal. Svo fór ég til sál
fræðings og vann í þessu. En
þetta tók tíma. Þetta var orðið
það slæmt að ég átti til dæmis
erfitt með að velja lög til að spila
þegar ég var í útsendingu. Bara
að taka ákvörðun um hvaða lag
ég ætti að spila næst.“
Adolf segir að aðdragandinn
að brotlendingunni hafi verið
langur, hann hafi verið orðinn
andlega þreyttur og þungur und
ir lokin hjá RÚV tveimur árum
áður. „Undir lokin hjá RÚV var
ég orðinn þannig að til dæmis
ein frænka mín sagði við mig:
„Þú ert hættur að vera þessi glaði
Adolf sem maður þekkti.“ Þegar
maður kemur heim dag eftir dag,
svekktur, reiður og getur ekki
talað við neinn um þetta. Fólk
var stanslaust að spyrja, af hverju
ert þú ekki þarna, af hverju ert
þú ekki að lýsa þessu? Meira að
segja fólk úti í bæ, ég fór í búðina
og maður kom til mín og spurði
hvort ég væri hættur hjá RÚV,
hann hafi ekki séð mig svo
„Þú ert
hættur að
vera þessi glaði
Adolf sem maður
þekkti.
Mynd SigTRygguR ARi
Sigurvin Ólafsson
sigurvin@dv.is