Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 18
18 sport Helgarblað 14. júlí 2017 Yfirheyrslan Stelpurnar eru klárar fyrir stóra sviðið Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu eru að fara á Evrópumótið í Hollandi og hefur liðið leik þann 18. júlí næstkomandi. Stelpurnar okkar hafa staðið sig vel á síðustu stórmótum og ætla sér stóra hluti í Hollandi. Fram að mótinu höfum við verið að kynnast leikmönnum liðsins betur, spurt er um allt milli himins og jarðar en þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir sitja fyrir svörum í dag. hoddi@433.is Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er baráttuhundur á miðjunni sem gefur ekkert eftir, lék lengi vel með Stjörnunni hér heima og er mikill leiðtogi innan vallar. Gunnhildur hefur staðið sig vel á Norðurlöndunum síðustu ár og fer með landsliðinu á EM í Hollandi. Uppáhaldsmatur? Lax. Besti veitingastaðurinn? Mathús Garðabæjar. Hvað færðu þér á pizzuna? Pepperoni, sveppi, rjómaost, ólífur, hvítlauk og jalapeno. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Heima hjá mömmu og pabba. Twitter eða Facebook? Facebook. Draumabíllinn? Tesla. Uppáhaldshljómsveit? Oasis. Uppáhaldsborg? London. Hvaða þrjá aðila í heiminum tækirðu með þér til Vegas? Láru Sif, Katrínu Björk og Ólöfu Sigríði. Ég hef átt mörg ævintýri með þeim og treysti þeim. Hvaða leikmaður í landsliðinu er erfiðastur á æfingum? Örugglega Sara Björk, hún er svo mikil keppnismanneskja. Hvaða leikmaður í landsliðinu tuðar mest? Ég verð að nefna herbergisfélagann minn, Guðbjörgu, samt á fyndinn hátt. Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum? Skokka í hringi í upphitun. Á hvaða velli er skemmtilegast að spila? Laugardalsvelli eða Stjörnuvelli. Hvernig takkaskó notar þú? Nike Mercurial. Gras eða gervigras? Gott gras. Besta íslenska knattspyrnukona i sögunni? Margrét Lára Viðasrdóttir. Hvað er það skemmtilegasta við stórmót í fótbolta? Fá að keppa á móti bestu liðunum. Hvar endar Ísland á EM í Hollandi? Förum í hvern einasta leik til að vinna! Sigríður Lára Garðarsdóttir er öflugur leikmaður frá Vestmannaeyjum sem hefur fest sig í sessi í landsliðinu síðustu mánuði, er líkt við sláttuvél en ekkert kemst fram hjá þessum kröftuga miðjumanni. Búist er við að Sigríður Lára spili stórt hlutverk á EM sem hefst í næstu viku. Uppáhaldsmatur? Það er eiginlega allt sem mamma mín eldar. Besti veitingastaðurinn? Gott í Vestmannaeyjum. Hvað færðu þér á pizzuna? Skinku og ananas. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Vestmannaeyjar. Twitter eða Facebook? Facebook. Draumabíllinn? Audi. Uppáhaldshljóm- sveit? Er alæta á tónlist, erfitt að gera upp á milli. Uppáhaldsborg? New York. Hvaða þrjá aðila í heiminum tækirðu með þér til Vegas? Ég myndi taka Svövu Töru, Tönju Rut og Kristínu Ernu með til Vegas. Það er alltaf gleði og gaman í kringum þær. Hvaða leikmaður í landsliðinu er erfiðastur á æfingum? Sara Björk. Hvaða leikmaður í landsliðinu tuðar mest? Hef ekki tekið eftir neinni sem tuðar mikið. Hverri í landsliðinu er erfiðast að mæta á æfingu? Hópurinn samanstendur af frábærum leikmönnum, erfitt að mæta þeim öllum. Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum? Skokka hringi. Á hvaða velli er skemmtilegast að spila? Hásteinsvelli. Hvernig takkaskó notar þú? Nike Magista. Gras eða gervigras? Gras. Besti íslenska knattspyrnukona i sögunni? Margrét Lára og Sara Björk. Hvað er það skemmtilegasta við stórmót í fótbolta? Á eftir að kynnast þeirri tilfinningu, en undirbúningurinn lofar góðu. Hvar endar Ísland á EM í Hollandi? Ísland endar ofarlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.