Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 14. júlí 2017fréttir n Alexander, 18 mánaða, slasaðist í rúllustiga n Ókunnug kona kom honum til bjargar Þ etta gerðist svo hratt,“ seg­ ir Sigríður Júlía Wium Hjartar dóttir en mánu­ daginn 10. júlí síðast­ liðinn slasaðist 18 mánaða sonur henn ar þegar hann datt í rúllu­ stiga í Holtagörðum. Sigríður, sem á þrjá fjöruga drengi, var stödd í Holtagörðum þar sem hún ætlaði að kaupa í matinn í Bónus. Slysið bar að með þeim hætti að rétt á meðan Sigríður var að sinna öðrum eldri syni sín­ um, sem klemmdi sig á leikkast­ ala á ganginum við rúllustigann, komst Alexand er óséður að rúllustiganum. Al exander hljóp um það bil hálfan metra upp stigann áður en hann hrasaði og festi fingurna á milli stigans og handriðsins. „Stiginn stopp­ aði ekki heldur færðist Alexander með honum aftur niður á meðan puttarnir urðu eftir. Einn puttinn fór lengra ofan í og festist. Það var hryllingur að horfa upp á þetta.“ Slysin gera ekki boð á undan sér Sigríður kveðst seint gleyma augnablikinu þegar hún sá Al­ exander fastan í stiganum. „Nokkrum sekúndum áður hafði hann staðið alveg uppi við mig. Ég hélt að hann stæði enn þar. Það næsta sem ég heyri er að hann æpti af sársauka.“ Snör við­ brögð ókunnugrar konu, sem var í rúllustiganum þegar Alexander datt, og hjálpaði Sigríði að hlúa að honum, gerðu að verkum að Al­ exander komst hratt og örugglega undir læknishendur. Sigríður náði fingrum Alexanders upp úr op­ inu. Hún sá þó fyrst um sinn ekki hversu mikið slasaður Alexander var þar sem það blæddi töluvert úr sárinu. „Konan tók Alexander í fangið á með­ an ég fór að sækja serví­ ettur til að stöðva blæð­ inguna. Þetta var alls ekki huggulegt.“ Leitar að bjargvættin- um Á meðan Sig­ ríður sinnti Alexander sem var orðinn út­ ataður í blóði hringdi konan á sjúkrabíl. „Ég er svo ótrú­ lega þakklát fyrir viðbrögð þessarar konu. Ekki aðeins stóð hún eins og klettur við hlið mér á meðan ég sinnti Alexander heldur hjálpaði hún mér með hina tvo strákana á meðan sjúkrabíllinn var á leiðinni og leit eftir þeim þangað til pabbi þeirra kom að ná í þá á meðan ég fór í sjúkrabílnum með litla. Ég veit ekki einu sinni hvað hún heitir. Ég var í svo miklu áfalli að ég gleymdi að spyrja hana. Mig langar svo að þakka þessari konu almennilega fyr­ ir aðstoðina. Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef hún hefði ekki verið þarna á þessu hörmu­ lega augnabliki.“ Heppinn að ekki fór verr Eftir að Sigríður kom á Barna­ spítalann fékk hún að vita að þrátt fyrir að Alexander hefði misst framan af fingri, nöglin farið af og hann fingurbrotnað er mikil mildi að ekki fór verr. „Sem betur fer eru puttarnir hans enn svo litlir. Læknarnir sem við hittum á spít­ alanum sögðu mér að hann væri mjög heppinn að hafa ekki slasast meira.“ Þau fengu að fara heim á mánudagskvöldið en munu vera í reglu­ legu eftirliti á spítalanum næstu vikurnar. Þá segir Sigríður að Alexander beri sig vel, miðað við aðstæð­ ur, en þurfi að taka verkja­ lyf á fjögurra klukkustunda fresti til að halda sársauk­ anum í skefjum. Þá segir Sigríður að það hefði verið erfitt að koma í veg fyrir slysið. „Þetta er svo opið. Kannski væri hægt að setja eitthvert öryggisplast þarna eða eitthvað svo börn komi putt­ unum ekki þarna ofan í. Ég verð að minnsta kosti aldrei róleg með hann nálægt svona stiga aftur.“ Andri Þór Arinbjörnsson, fram­ kvæmdastjóri eignaumsýslusviðs hjá Reitum, segir að rúllustiginn fari með reglulegu millibili í lög­ bundið eftirlit. „Þegar svona gerist þá látum við okkar þjónustuaðila gera aukaúttekt á stiganum. Þeir koma í Holtagarða í vikunni og ætla að yfirfara hann. Það skiptir okkur öllu máli að öryggismálin séu á hreinu.“ n Kristín Clausen kristin@dv.is Bónusferð endaði á Barnaspítalanum Alexander og Sigríður Þakklát fyrir að ekki fór verr. Mynd Sigtryggur Ari nöglin flettist af í slysinu Alexander missti framan af fingri og fingurbrotnaði. Alexander er enn lítill í sér eftir slysið Sé rfræðingur sagði mæðginunum að nöglin muni vaxa a ftur. Hún verður að öllum líkindum klofin. Þá mun Alexander fá stórt ör á fingurinn. Mynd Úr einKASAfni Frá 2014 höfum við hjá Dekura sérhæft okkur í útleigu & umsjón fasteigna til ferðamanna Sími: 847 3147 / www.dekura.is / dekura@dekura.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.