Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 16
16 sport Helgarblað 14. júlí 2017 Í slenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur leik á Evrópumótinu í Hollandi næsta þriðjudag þegar liðið mætir einu sterkasta landsliði í heimi, Frakklandi. Stelpurnar halda út í dag, föstudag. Liðið hef- ur æft saman hér á landi síðustu daga og vikur til að skerpa á öllum hlutum fyrir þetta stórmót, liðið leggur mikinn metnað í mótið og ætlar sér stóra hluti. Liðið fer ekki til Hollands til þess eins að vera með, liðið ætlar sér upp úr riðl- inum en ásamt Frakklandi eru Sviss og Austurríki andstæðingar Íslands. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, hefur breytt hugarfari leik- manna síðustu ár, liðið stefnir langt í Hollandi. Ef liðinu tekst að komast upp úr riðlinum hefur Freyr talað um að liðið geti stefnt á það vera á meðal þriggja efstu liða og komast á pall. Verið kúnst að setja allt saman: Freyr fékk leikmennina saman í byrjun mánaðar og hefur nýtt tí- mann vel, leikfræði og aðrir hlutir hafa verið í forgangi en einnig að passa upp á að allir leikmenn verði að ná toppnum þegar til Hollands er komið. „Tíminn hefur nýst mjög vel, það var smákúnst að setja þetta saman. Ná að fara yfir leik- fræði og að halda leikmönnum ferskum, í byrjun voru leikmenn nokkuð þreyttar og laskaðar. Það var ástæða þess að við tókum ekki neinn leik fyrir mót, þetta hefur gengið hrikalega vel. Þetta hefur verið meiðslalaust fyrir utan eitt- hvað smáræði eins og spark í rist og þannig hlutir, Rakel Hönnu- dóttir kom löskuð inn en er á góð- um batavegi. Það er gríðarlega góð stemning í hópnum, það er rosaleg einbeiting í öllum leikmönnum. Ég held að við séum búin að negla þetta, þetta hefur verið mjög flott,“ sagði Freyr þegar DV ræddi við hann um komandi átök. „Það er klárlega þannig að ekki neinn leikmaður vill vera meidd- ur núna og leikmenn eru klárir í að harka meira af sér, ég hef tekið þá ákvörðun að taka þá leikmenn sem hafa fengið högg úr snertingu daginn eftir. Leikmenn hafa ekki beðið um það og hafa yfirleitt vælt yfir því að æfa ekki, það er flott hugarfar. Það er hins vegar mitt og sjúkraþjálfaranna að passa að allt sé í lagi.“ Selfyssingar gerðu allt fyrir stelpurnar: Stelpurnar fóru fyrir síðustu helgi til Selfoss og æfðu þar, einnig var hópnum þjappað saman með ferð í Mjölni og þá tók Freyr lagið fyrir mannskapinn sem þótti heppnast með ágætum. „Þetta var gaman, þetta var bæði samvinnuverkefni og síðan æfðum við vel. Það voru frábærar aðstæður á Selfossi, frá- bært æfingasvæði og við fengum bara að hafa þetta eins og við ættum svæðið. Þetta voru frábær- ar móttökur frá þeim, svo tókum við styrktaræfingu í Mjölni. Það var gott fyrir hópinn að fara inn í Mjölni, það býr til hugarfar sem gerir liðinu gott. Eftir þessa viku var einn frídagur, leikmenn voru búnir á því. Núna er ferskleikinn kominn aftur og leikmenn klárir í slaginn.“ Verður óvænt útspil í fyrsta leik? Freyr veltir því fyrir sér að taka einn sterkasta miðjumann liðsins, Dagnýju Brynjarsdóttir, og spila henni sem framherja í fyrsta leik gegn Frakklandi. Um væri að ræða óvænt útspil sem þjálfarinn hefur lengi velt fyrir sér, vanda- mál liðsins hefur verið að skora mörk og Dagný er klók að taka færin sín. „Ég hef verið að velta byrjunarliðinu fyrir mér, það er ekki klárt. Það eru nokkur atriði sem ég þarf að vega og meta út frá andstæðingum okkar, ég tek lík- lega endanlega ákvörðun um allt á sunnudaginn hvernig liðið verður. Til að geta farið yfir það á æfingu á sunnudegi og mánudegi. Ég hef hugsað um að byrja með Dagnýju sem fremsta leikmann, hún er klár í það. Við, samt sem áður, vit- um að kraftar hennar nýtast mjög vel á miðjunni, það sem ýtir þó undir að setja hana fremst á völl- inn er að Sigríður Lára Garðars- dóttir hefur spilað frábærlega á síðustu tveimur leikjum fyrir mót. Við höfum átt í erfiðleikum með að skora mörk en skapað okkur fullt af færum, tölfræðin hennar Dagnýjar er frábær og það ýtir mér út í það að nota hana mögulega i fremstu stöðu. Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um þetta en það gæti komið fyrir í mótinu að hún verði fremsti maður. Dagný heldur boltanum mjög vel sem fremsti maður, Katrín Ás- björnsdóttir gerir það líka mjög vel og Harpa Þorsteinsdóttir einnig. Við erum því með þrjá mjög öfluga leikmenn í því að halda boltanum, eins og við vitum er Harpa aldrei að fara að spila 90 mínútur. Hún hefur góða orku í að taka 30 til 40 mínútur á þessu stigi, Dagný gæti byrjað sem framherji gegn Frakk- landi. Hún gæti byrjað sem miðju- maður, ég þarf að velta þessu að- eins meira fyrir mér.“ Ótrúlegt form Hörpu Harpa Þorsteinsdóttir, framherji liðsins, hefur verið ótrúlega öflug við að koma sér í form, hún eign- aðist barn í upphafi árs en tölurn- ar ljúga ekki, Harpa er í mögnuðu formi. „Ég skal vera alveg heiðar- legur, við vorum í gær að klára að fara yfir tölurnar úr GPS-tæk- inu hennar og styrktarþjálfarinn sagði að miðað við hvað hefur verið í gangi hjá henni síðustu níu mánuði eða svo að þá er ekki hægt að vera komin lengra í ferlinu en hún er komin, hún er í frábæru standi miðað við allt sem á undan hefur gengið.“ Áskorun að halda spennu­ stiginu í lagi Freyr segir að fyrsta áskorun við komuna til Hollands sé að halda spennustigi leik- manna í lagi. „Það verður áskor- un, nýjar aðstæður þegar við komum til Hollands í kvöld og nýtt æfingasvæði. Við þurfum að nýta æfingarnar vel, ég þarf að halda leikmönnum niðri. Þið fjölmiðlar og fólkið hérna heima hafið samt hjálpað okkur, það hefur verið hátt spennustig hérna heima og í þjóðfélaginu. Mikið áreiti, þetta verður ekki nein sprengja úti. Núna er öll einbeiting á leikinn við Frakk- land. Sviss og Austurríki eru til hliðar hjá okkur núna en Heimir Hallgrímsson og Arnar Bill halda utan um allar upplýsingar um þá andstæðinga okkar. Við einbeit- um okkur bara að Frakklandi með Davíð Snorra.“ n Komið að stóra prófinu n Freyr hefur unnið magnað starf n EM í Hollandi hefst í næstu viku Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Þriðjudagurinn 18. júlí Frakkland - Ísland Laugardagurinn 22. júlí Ísland - Sviss Miðvikudagurinn 26. júlí Ísland - Austurríki Leikir landsliðsins á EM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.