Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 58
28 sakamál Helgarblað 14. júlí 2017 Þ ann 17. júní, 2005, var Marcus Delon Wesson sakfelldur fyrir níu morð og fjórtán kynferðis- glæpi að auki og tíu dögum síðar dæmdur til dauða. Á meðal kyn- ferðisglæpanna sem hann var sakfelldur fyrir voru nauðgan- ir og annars konar ofbeldi í garð barnungra dætra hans. Fórnarlömb Marcus voru hans eigin börn, afurð sifjaspella hans og dætra hans og frænka, og börn eiginkonu hans. Flutningum mótmælt Forsaga málsins er að Marcus hugði á flutninga frá Fresno í Kaliforníu til Washington-fylkis, þar sem foreldrar hans bjuggu, og ætlaði að sjálfsögðu að taka með sér dætur sínar og þeirra börn. Nokkrum meðlimum stór- fjölskyldu Marcus leist ekki á áform hans. Þeirra á meðal voru tvær dætur Marcus sem höfðu ákveðið að spyrna við fótum og brjótast undan ægivaldi hans. Þann 12. mars, 2004, safnaðist þessi hópur saman fyrir framan heimili Marcus og krafðist þess að hann sleppti hendi af hinum börnunum. Pattstaða Lögreglan í Fresno var kölluð til og við tók einhvers konar for- ræðisdeila. Hvorki gekk né rak í samskiptum ættingja Marcus, lögreglunnar og Marcus sjálfs og pattstaða myndaðist. Til að byrja með virtist Marcus þó ætla að verða samvinnuþýður og fékk sökum þess að fara inn í húsið. Tvennum sögum fer af því sem síðar gerðist. Að sögn lög- reglumanna á vettvangi heyrðust engir skothvellir, en vitni á staðn- um sögðu hið gagnstæða. Haugur af líkum Hvað sem frásögnum vitna líður þá fann lögreglan haug af líkum í einu svefnherbergja hússins. Í sama herbergi var einnig að finna fjölmargar gamlar líkkistur. Líkin voru svo samanflækt að þó nokkurn tíma tók að greiða úr flækjunni, en efst á haugnum var lík Sebhrenah, 25 ára gamallar dóttur Marcus, og við hlið þess lá skammbyssa. Að lokum kom í ljós að um níu lík var að ræða; dætur Marcus og börn þeirra, og höfðu öll verið skotin í annað augað. Fjöldamorð – sjálfsmorð Við réttarhöldin síðar héldu verjendur Marcus því fram að Sebhrenah hefði framið morðin, þar á meðal á Marshey, 18 mánaða syni hennar og Marcus, og framið sjálfsmorð í kjölfarið. Ljóst var að skammbyssan sem fundist hafði við lík Sebhrenah var morðvopnið og lífsýni úr Seb- hrenah fannst á henni. Því var í sjálfu sér ekki loku fyrir það skotið að verjendur hefðu eitthvað til síns máls og styrkti það málflutning þeirra enn frekar að engar púður- agnir fundust á Marcus. Þó er vert að hafa í huga misræmi í frásögn- um vitna varðandi skothvelli á vettvangi á sínum tíma. Samningur um sjálfsmorð Þegar upp var staðið varð það niðurstaða kviðdóms að Marcus hefði ekki tekið í gikkinn sjálfur. Engu að síður varð það niðurstaða kviðdóms að Marcus hefði talið dætur sínar á fremja sjálfsvíg með þessum hörmulegu afleiðingum og því var hann sakfelldur fyrir morð. Marcus fékk, sem fyrr segir, dauðadóm fyrir vikið. n Fjöldamorð í Fresno n marcus eignaðist mörg börn með dætrum sínum n Hann beitti einnig þau börn kynferðislegu ofbeldi Í járnum Talið var að Marcus Wesson hafi með einum eða öðrum hætti verið ábyrgur. Mynd EPA „Hvorki gekk né rak í sam- skiptum ættingja marcus, lögreglunnar og marcus sjálfs og pattstaða myndaðist. Mynd EPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.